Morgunblaðið - 21.07.2022, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.07.2022, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2022 Bi rt m eð fy rir va ra um pr en tv ill ur .H ei m sf er ði rá sk ilj a sé rr ét tt il le ið ré tti ng a á sl ík u. At h. að ve rð ge tu rb re ys tá n fy rir va ra . 595 1000 www.heimsferdir.is Alicante Flug aðra leið til 19.900 Flug aðra leið frá Flugsæti Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. öllu hlutafé Vísis í Grindavík. Hefur hún m.a. beinst að því að fyrirtækið er nú komið upp yfir svokallað kvóta- þak, en það setur takmörk fyrir því á hve miklum aflaheimildum hvert fyrirtæki í greininni getur haldið. Gunnþór segir að endurskoða þurfi hvernig takmarkanir af þessu tagi eru útfærðar. Það tengist m.a. mikl- um sveiflum í úthlutuðum aflaheim- ildum í uppsjávarfisktegundum. Ekki séu mörg ár síðan engum kvóta var úthlutað í loðnu en nú síðast hafi verið gefinn út risakvóti, sem auðvit- að hafi áhrif. Veðja í meiri mæli á laxeldi - Kallar eftir breytingum á kvótaþaki Morgunblaðið/Kristinn Magnúss Útgerð Gunnþór Ingvason, fram- kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar DAGMÁL Stefán Einar Stefánsson ses@mbl.is Síldarvinnslan sér mikil tækifæri í uppbyggingu fiskeldis á Íslandi á komandi árum. Þetta segir Gunnþór Ingvason, forstjóri fyrirtækisins í viðtali í Dagmálum Morgunblaðsins, streymi á netinu, sem opið er öllum áskrifendum. Gunnþór segir að ástæða sé til þess fyrir hefðbundin sjávarútvegs- fyrirtæki að gefa fiskeldi meiri gaum. Hann bendir á að stærri sjáv- arútvegsfyrirtækjum landsins sé orðinn þröngur stakkur sniðinn til vaxtar, vegna kvótaþaks sem í gildi er. Því sé prótínframleiðsla á grund- velli eldis álitlegur kostur. Hann nefnir og í viðtalinu á að innan fárra ára gætu stærstu fiskeldisfyrirtæki landsins vel verið orðin stærstu sjáv- arútvegsfyrirtæki landsins. Síldarvinnslan fjárfesti fyrr á þessu ári fyrir um 15 milljarða króna í norska laxeldisfyrirtækinu Arctic Fish Holding en það er með töluverð umsvif á Vestfjörðum. Nemur hlutur Síldarvinnslunnar rúmum 34%. Seg- ir Gunnþór að kaupin hafi verið áhugavert skref fyrir fyrirtækið, ekki síst vegna þeirrar miklu sér- þekkingar sem Norðmenn búa yfir á sviði eldismála. Í viðtalinu er Gunnþór spurður út í gagnrýni sem fram hefur komið í kjölfar kaupa Síldarvinnslunnar á Tómas Arnar Þorláksson tomasarnar@mbl.is Rúmlega 200 einkaþotur lenda mán- aðarlega á Reykjavíkurflugvelli, eða sem nemur um sjö vélum á dag að jafnaði. Þetta segir Guðmundur Þengill Vilhelmsson, forstjóri og eig- andi Iceland Aero Agents (IAA), í samtali við Morgunblaðið. IAA þjónustar um helming þess- ara einkaþotna á Reykjavíkurflug- velli eða um 100 á mánuði. Að sögn Hákons Öder Einarssonar, rekstrar- stjóra ACE FBO, annast ACE FBO þjónustu við hinn helminginn. Þessi tvö fyrirtæki þjónusta nær allar lúxusþoturnar sem lenda á Reykjavíkurflugvelli en að sögn þeirra er Reykjavíkurflugvöllur mjög mikilvægur fyrir lúxusferðalög til Íslands. Að sögn Guðmundar þjónustar fyrirtækið um 15 vélar á dag þegar mest lætur og sömu sögu er að segja af ACE FBO. Getur því komið fyrir að allt að 30 einkaþotur lendi á Reykjavíkurflugvelli á einum degi. Guðmundur ítrekar þó að dagarnir séu ákaflega misjafnir að þessu leyti. Jafnvel meira en fyrir Covid „Það hefur verði veldisvöxtur í þessu í sumar miðað við síðustu sumur vegna kórónuveirufarald- ursins. Fólk finnur fyrir rosalegri fjölgun, því það hefur ekki verið vant að sjá svona margar einkaþotur á vellinum síðastliðin tvö ár,“ segir Guðmundur. Að sögn Guðmundar er fjöldi einkaþotna núna sambærilegur því sem var fyrir kórónuveirufaraldur- inn og fjöldinn jafnvel að aukast enn frekar. Guðmundur segir munaðarferða- mennsku á Íslandi í miklum vexti um þessar mundir og að einkaþoturnar leiki þar mikilvægt hlutverk. Hann ítrekar mikilvægi þess og bendir á að þess háttar ferðamennska skili mikilli innkomu fyrir ferðaþjón- ustuna og ríkissjóð og efli þannig hagvöxtinn. „Mér finnst þetta mjög jákvæð þróun og jákvætt hvað þetta fólk skilur eftir í ríkiskassanum.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Einkaþotur Guðmundur segir hugsanlega ástæðu fyrir því að fólki telji að fleiri þotur séu á vellinum en fyrir kórónuveirufaraldurinn vera að einkaþoturnar séu orðnar stærri og fyrirferðarmeiri. Fleiri en 200 einkaþotur á mánuði - Mest lenda 30 einkaþotur á Reykjavíkurflugvelli á dag - Lúxusferðamennska góð fyrir hagkerfið Einkaþotur á Reykjavíkurflugvelli hafa verið mikið í umræðunni undanfarið en sumir telja þau gjöld sem þurfi að greiða fyrir komu á einkaþotu til landsins vera of lág og hafa aðrir jafnvel grínast með að ódýrara sé að leggja einkaþotu á flugvellinum en að leggja bíl í miðbænum. Samkvæmt gjaldskrá Isavia fyrir Reykjavíkurflugvöll kostar ekkert að leggja einkaþotu á vellinum fyrstu sex tímana en eftir það eru rukkaðar 1.545 krónur fyrir hvert tonn af hámarksflugtaksmassa þotunnar fyrir sólarhring en 945 krónur á tonn eftir fyrstu tvo sólarhringana. Hámarksflugtaksmassi þot- unnar Gulfstream G650 er 45,2 tonn og miðað við það myndi fyrsti sólar- hringurinn kosta um 70 þúsund krónur. Ofan á það kemur síðan lendingar- gjald, farþegagjöld, flugverndargjald og fleira, sem um munar. Bílastæði í miðbæ Reykjavíkur kostar um 3.465 krónur á sólarhring. Ýmsir kostnaðarliðir einkaþota - ÓDÝRARA AÐ LEGGJA EINKAÞOTU Í SEX TÍMA EN EINKABÍL Endursmitum af völdum Covid-19 hefur fjölgað veru- lega á síðustu tveimur mánuðum og hafa þau á undan- förnum vikum mælst um 20% af daglegum fjölda smita. „Fjölgunin tengist auknu nýgengi á BA.5 afbrigði kór- ónuveirunnar en þetta afbrigði veldur nú um 80% allra smita hér á landi,“ segir í tilkynningu frá Þórólfi Guðna- syni sóttvarnalækni. Samkvæmt skráningu hafa 5.116 greinst tvisvar hér- lendis og 19 þrisvar, en endursmitin gætu þó verið mun fleiri. Endursmit eru 2,6% af öllum smitum en reikna má með að hlutfallið sé hærra, því ekki fara allir með endur- smit í opinber próf.“ Þá segir Þórólfur að helsti óvissu- þátturinn í dag hvað varðar kórónuveirufaraldurinn, snúi að því hversu vel og lengi ónæmi varir eftir sýkingu og/eða bólusetningu. Endursmitum fjölgar mikið Þórólfur Guðnason Mikil aukning hefur verið á umferð farþega um Keflavíkurflugvöll síð- ustu mánuði. Þetta staðfestir Guð- jón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia. „Endurheimtin gengur vel og við erum komin mjög nálægt töl- unum árið 2019,“ segir hann í sam- tali við Morgunblaðið. Spurður, hvort Leifsstöð hafi staðið frammi fyrir svipuðum erfið- leikum og aðrir flugvellir í Evrópu eftir kórónuveirufaraldurinn, neit- ar Guðjón því. „Það gekk vel að ráða í sumarstörf fyrir alla starf- semi vallarins og því raðir verið svipaðar og vanalega.“ Keflavíkurflugvöllur aftur í fyrra horf Morgunblaðið/Eggert 700 þúsund fóru í gegnum völlinn í júní. Það er fimmföld fjölgun frá því í fyrra. Vilhjálmur Árna- son, formaður samgöngu- nefndar, telur sanngjarnara að hafa gjaldtöku á stofnæðum frá höfuðborgar- svæðinu en við jarðgöng, líkt og Sigurður Ingi Jó- hannsson innviðaráðherra hefur boðað. Þannig greiði erlendir ferðamenn, sem aukið hafi álag á vegakerfið, sinn skerf. Vill að ferðamenn greiði sinn skerf Vilhjálmur Árnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.