Morgunblaðið - 21.07.2022, Blaðsíða 54
54 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2022
SAMBANDSDEILDIN
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Íslands- og bikarmeistarar Víkings
úr Reykjavík og Breiðablik, topplið
Bestu deildar karla í fótbolta, leika
fyrri leiki sína í 2. umferð Sam-
bandsdeildarinnar á heimavelli í
kvöld. Víkingur mætir The New Sa-
ints frá Wales og Breiðablik leikur
við Buducnost Podgorica frá Svart-
fjallalandi.
Andstæðingur Víkings er sigur-
sælasta lið Wales frá upphafi.
Meistaratitilinn sem liðið vann með
afar sannfærandi hætti í apríl var sá
fjórtándi frá upphafi og sá þrettándi
frá árinu 2005. The New Saints, oft-
ast kallað TNS, hét áður Total Net-
work Solutions. Snemma árs 2006
skipti félagið um nafn og The New
Saints varð til. Leikmannahópurinn
er nær eingöngu skipaður leik-
mönnum frá Bretlandseyjum. Eina
undantekningin er Pólverjinn Adri-
an Cieslewicz. Liðið leikur heima-
leiki sína á Park Hall, sem tekur
1.034 áhorfendur í sæti.
Velska liðið hefur leikið 72 leiki í
Evrópukeppnum, unnið 17 þeirra,
gert 11 jafntefli og tapað 44. Liðið
sló Glentoran frá Norður-Írlandi og
Zalgiris frá Litháen úr leik í Sam-
bandsdeildinni á síðustu leiktíð.
Fyrir vikið komst liðið í þriðju um-
ferð, þar sem það féll úr leik gegn
Viktoria Plzen frá Tékklandi.
Tapaði fyrir Fram
TNS hefur einu sinni áður leikið
við íslenskt lið í Evrópukeppni en
Fram vann viðureign liðanna í 1.
umferð Evrópudeildarinnar árið
2009. Fram vann báða leiki 2:1 og
einvígið samanlagt 4:2. Fyrir það
einvígi hafði TNS aðeins unnið einn
Evrópuleik í 20 tilraunum. Síðan þá
hefur árangur félagsins í Evrópu-
keppnum batnað verulega og hefur
liðið til að mynda unnið sex af síð-
ustu tíu leikjum í Evrópukeppnum.
Velska liðið gæti því verið sýnd
veiði en ekki gefin fyrir Íslands- og
bikarmeistarana. Það ætti þó að
vera Víkingum í hag að deildin í
Wales er í sumarfríi þangað til í
ágúst á meðan deildin hér heima er
í fullum gangi.
Leika á þjóðarleikvanginum
Andstæðingar Breiðabliks, Bu-
ducnost Podgorica, höfnuðu í öðru
sæti deildarinnar heima fyrir á síð-
ustu leiktíð og urðu bikarmeistarar í
þriðja sinn á fjórum árum. Liðið
endaði hins vegar átta stigum á eftir
meisturunum í Sutjeska í deildinni.
Þar á undan hafði liðið orðið meist-
ari tvö ár í röð, en liðið hefur alls
fimm sinnum orðið meistari.
Fyrir sjálfstæði Svartfjallalands
var liðið oftast um miðja deild í
efstu deild Júgóslavíu. Buducnost
Podgorica leikur heimaleiki sína á
þjóðarleikvangi Svartfjallalands.
Hann tekur 11.050 manns í sæti en
meðaláhorfendafjöldi liðsins í deild-
inni er rétt yfir 1.000. Deildin í
Svartfjallalandi fer af stað á ný um
helgina eftir tveggja mánaða frí og
ætti Breiðablik því að vera í mun
betri leikæfingu.
Leikmannahópur liðsins er ein-
ungis skipaður leikmönnum frá
Svartfjallalandi. Nokkrir leikmenn
hafa spilað örfáa landsleiki en ekki
er um bestu leikmenn Svartfjalla-
lands að ræða. Þeir leika í sterkari
deildum í öðrum löndum.
Skellur í Færeyjum
Buducnost Podgorica hefur alls
leikið 52 leiki í Evrópukeppnum,
unnið 18, gert 11 jafntefli og tapað
23. Liðið sló Llapi frá Kósóvó úr
leik í 1. umferð Sambandsdeild-
arinnar fyrr í mánuðinum. Sé miðað
við síðustu leiktíð ætti Breiðablik
hins vegar að vera sterkara liðið í
einvíginu því svartfellska liðið fékk
skell gegn HB frá Færeyjum á síð-
asta tímabili og tapaði samanlagt
0:6. Þar á undan tapaði liðið 1:7 fyr-
ir HJK frá Helsinki.
Möguleikar Víkings og Breiða-
bliks á að fara áfram ættu að vera
góðir, en ekki má mikið út af
bregða. Það gæti reynst gríðarlega
mikilvægt fyrir íslensku liðin að
nýta sér heimavöllinn í kvöld og
fara með sterka stöðu í útileikina.
Möguleikar íslensku liðanna góðir
- Breiðablik og
Víkingur byrja á
heimavelli
Morgunblaðið/Óttar Geirsson
Evrópukeppni Víkingur úr Reykjavík og Breiðablik leika fyrri leiki sína á
heimavelli í 2. umferð Sambandsdeildarinnar í fótbolta í kvöld.
Knattspyrnukonan unga, Snædís
María Jörundsdóttir, hefur verið
lánuð til Keflavíkur frá Stjörnunni
en bæði lið leika í Bestu deildinni.
Snædís, sem er fædd árið 2004, hef-
ur komið við sögu í sjö leikjum með
Stjörnunni á leiktíðinni. Hún hefur
alls leikið 30 leiki í efstu deild og
skorað í þeim tvö mörk.
Vigdís Lilja Kristjánsdóttir, sem
var hjá Keflavík að láni frá Breiða-
bliki, er hins vegar komin aftur í
Kópavoginn. Hún lék fjóra leiki
með Keflavík í deildinni og skoraði
tvö mörk.
Snædís að láni til
Keflavíkur
Ljósmynd/Sigfús Gunnar
Mark Snædís María Jörundsdóttir
gæti fagnað mörkum með Keflavík.
Kári Jónsson, landsliðsmaður í
körfubolta, hefur framlengt samn-
ing sinn við Íslandsmeistara Vals
og mun leika með liðinu á næstu
leiktíð. Kári varð Íslandsmeistari á
sínu fyrsta tímabili með Val á síð-
ustu leiktíð, eftir sigur á Tindastóli
í oddaleik í úrslitum. Bakvörðurinn
er uppalinn hjá Haukum en hefur
einnig leikið með spænska stórlið-
inu Barcelona og nágrannaliði þess
Girona. Kári skoraði tæplega 16
stig, tók fjögur fráköst og gaf fimm
stoðsendingar að meðaltali í leik á
síðustu leiktíð.
Kári framlengdi
við meistarana
Morgunblaðið/Kristinn Magnúss
Landsliðsmaður Kári Jónsson
verður áfram hjá meisturunum.
KNATTSPYRNA
Meistaradeild karla
2. umferð, fyrri leikir:
Maccabi Haifa – Olympiacos.................. 1:1
- Ögmundur Kristinsson var ekki í leik-
mannahópi Olympiacos.
HJK Helsinki – Viktoria Plzen ............... 1:2
Dinamo Kíev – Fenerbahce..................... 0:0
Ferencváros – Slovan Bratislava............ 1:2
Maribor – Sheriff ..................................... 0:0
Sambandsdeild karla
2. umferð, fyrri leikir:
Botev Plovdiv – APOEL Nicosia ............ 0:0
Víkingur Göta – Dun. Streda .................. 0:2
Sutjeska Niksic – Klaksvík ..................... 0:0
Knattspyrna
Sambandsdeild Evrópu, 2. umferð:
Kópavogsv.: Breiðablik – Podgorica... 19.15
Víkingsvöllur: Víkingur R. – TNS ...... 19.30
Lengjudeild karla, 1. deild:
Extra-völlurinn: Fjölnir – Þróttur V. . 18.30
Grindavík: Grindavík – Afturelding ... 19.15
KR-völlur: KV – Fylkir........................ 19.15
Selfoss: Selfoss – HK ........................... 19.15
2. deild karla
Ásvellir: Haukar – Reynir S. ............... 19.15
Ólafsfjörður: KF – KFA ...................... 19.15
Í KVÖLD!
_ Argentínski knattspyrnumaðurinn
Paulo Dybala hefur gert þriggja ára
samning við ítalska félagið Roma.
Hann kemur til Roma frá Juventus á
frjálsri sölu en hann kom til Juventus
frá Palermo árið 2015.
_ Körfuknattleiksmaðurinn Austin
Bracey hefur gengið til liðs við Ár-
mann og mun leika með liðinu á kom-
andi tímabili í 1. deildinni. Auk þess
mun hann þjálfa yngri flokka félagsins.
Austin er 32 ára gamall bakvörður.
Hann hefur leikið 250 leiki á Íslandi frá
árinu 2012 með Val, Haukum, Snæfelli,
Hetti og Selfossi.
_ Jose Medina hefur yfirgefið Hauka,
sem unnu 1. deild karla í körfubolta á
síðustu leiktíð, og gengið í raðir Ham-
ars á nýjan leik. Hann lék fyrst með
Hamri hér á landi og skoraði 22 stig og
tók 11 stoðsendingar í leik, tímabilið
2020/-21. Hann gerði 19 stig og gaf
sjö stoðsendingar í leik með Haukum
á síðustu leiktíð.
_ Handknattleiksdeild Aftureldingar
hefur framlengt samn-
ing sinn við Sylvíu
Björt Blöndal
um tvö ár.
Sylvía varð
næstmarka-
hæst allra í úr-
valsdeildinni á
síðustu leiktíð með
120 mörk, þrátt
fyrir að Aftureld-
ing hafi fallið úr
efstu deild.
Hún mun því
leika með lið-
inu í 1. deild.
Eitt
ogannað
Halldór Jón Sigurður Þórðarson, leikmaður ÍBV, var besti leikmaður 13. um-
ferðar Bestu deildar karla að mati Morgunblaðsins. Halldór gerði sér lítið
fyrir og skoraði öll þrjú mörk ÍBV í 3:2-sigrinum á Val, sem var fyrsti sigur
liðsins í sumar. Fékk hann tvö M fyrir frammistöðuna, líkt og átta aðrir leik-
menn. Ísak Snær Þorvaldsson, markahæsti leikmaður deildarinnar, er í lið-
inu í sjöunda sinn og þeir Haraldur Björnsson, markvörður Stjörnunnar, og
Logi Tómasson, bakvörður Víkinga, í þriðja sinn. johanningi@mbl.is
13. umferð
í Bestu deild karla 2022
Hversu oft leikmaður
hefur verið valinn í lið
umferðarinnar
23-4-3
Haraldur Björnsson
Stjarnan
Magnús
Þórðarson
Fram
Halldór Jón Sigurður Þórðarson
ÍBV
Alex Freyr
Hilmarsson
ÍBV
Hrannar Björn
Steingrímsson
KA
Ísak Snær
Þorvaldsson
Breiðablik
Emil Atlason
Stjarnan
Höskuldur
Gunnlaugsson
Breiðablik
Viktor Örlygur
Andrason
Víkingur R.
Ásgeir Sigurgeirsson
KA
Logi Tómasson
Víkingur R.
7
2
2
2 3
3
Halldór bestur í 13. umferð
Heimakonur í Englandi tryggðu
sér sæti í undanúrslitum Evrópu-
móts kvenna í fótbolta í fimmta sinn
með 2:1-sigri á Spáni í fyrsta leik
átta liða úrslitanna í Brighton á
suðurströnd Englands í gærkvöldi.
England mætir annað hvort Svíþjóð
eða Belgíu í undanúrslitum.
Úrslitin réðust í framlengingu en
staðan eftir venjulegan leiktíma
var 1:1. Ezther González, leik-
maður Real Madrid, kom Spánverj-
um yfir með sínu fyrsta marki á
mótinu á 54. mínútu en varamað-
urinn Ella Toone, sem leikur með
Manchester United, jafnaði fyrir
England á 84. mínútu með sínu
fyrsta marki á mótinu og því varð
að framlengja.
Georgia Stanway skoraði sigur-
markið með þrumufleyg af löngu
færi á 96. mínútu. Stanway skipti á
dögunum úr Manchester City til
Bayern München, þar sem hún
verður liðsfélagi Glódísar Perlu
Viggósdóttur, Karólínu Leu Vil-
hjálmsdóttur og Cecilíu Ránar Rún-
arsdóttur.
AFP
Sigurmark Hin enska Georgia Stanway fagnar einkar glæsilegu sigur-
marki gegn Spánverjum með Lauren Hemp í Brighton í gærkvöldi.
Heimakonur fyrstar
í undanúrslitin
Átta liða úrslit:
England – Spánn ...................................... 1:0
Markahæstar á EM:
Beath Mead, Englandi.................................5
Alessia Russo, Englandi..............................3
Grace Geyoro, Frakklandi...........................3
Alexandra Popp, Þýskalandi...................... 3
Aðrir leikir í átta liða úrslitum:
21.7 Þýskaland – Austurríki
22.7 Svíþjóð – Belgía
23.7 Frakkland – Holland
EM KVENNA 2022