Morgunblaðið - 21.07.2022, Blaðsíða 52
52 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2022
VIÐ LEITUM AÐ
LISTAVERKUM
Áhugasamir geta haft samband í
síma 551-0400
ERUM AÐ TAKA Á MÓTI VERKUM Á NÆSTA LISTMUNAUPPBOÐ
Rauðarárstígur 12-14 · 105 Reykjavík · sími 551 0400 · www.gallerifold.is
50 ÁRA Hanna er
fædd í Reykjavík og
ólst upp í Breiðholti
en er Kópavogsbúi í
dag. Hún er með BA-
próf í spænsku og ís-
lensku og meistara-
próf í þýðingafræði
frá Háskóla Íslands.
Hún hefur starfað
sem þýðandi hjá utan-
ríkisráðuneytinu
undanfarin tvö ár þar
sem hún þýðir úr
ensku. Hanna hefur
gaman af lestri góðra
bóka og er yfirleitt
með hugann við orða-
notkun og íslenskt mál
þegar hún les. Fyrir
utan lestur reynir hún
að ganga reglulega á
fell og fjöll í nágrenni
Reykjavíkur og ætlar
sem dæmi að skella
sér í fjallgöngu á af-
mælisdaginn. „Ég
ætla að fara upp Esj-
una í góðra vina hópi í
tilefni dagsins.“
FJÖLSKYLDA Hálfbræður Hönnu, samfeðra, eru Hjörtur Þór Stein-
dórsson, f. 15.4. 1977, forstöðumaður á Fyrirtækja- og fjárfestasviði hjá Ís-
landsbanka, og Páll Steindór Steindórsson, f. 3.12. 1966, d. 5.8. 2013, flug-
stjóri. Foreldrar Hönnu voru Sigríður Friðriksdóttir, f. 13.10. 1942, d.
26.10. 2013, starfsmaður í Vélsmiðjunni Héðni, og Steindór Hjörleifsson, f.
25.4. 1937, d. 6.1. 2011, starfsmaður hjá forsætisráðuneytinu.
Hanna Kristín Steindórsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Áætlanir tengdar ferðalögum, út-
gáfu og æðri menntun virðast raunhæfari
nú en áður. Leggðu þitt af mörkum með því
að sýna skilning og umburðarlyndi.
20. apríl - 20. maí +
Naut Möguleikarnir eru óteljandi en tvær
leiðir til þess að eyða tímanum blasa við.
Slepptu takinu og láttu aðra um sig.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Þú skalt stinga við fótum, ef þér
finnast samstarfsmenn þínir vilja draga þig
í rangra átt. Vertu því þolinmóð/ur, en
ákveðin/n.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Það sem þér finnst eðlilegt er eitt-
hvað mjög frábrugðið í augum annarra.
Njóttu frístundanna með þínum nánustu.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Þú átt erfitt með að koma skoðunum
þínum á framfæri við aðra. Seinni partinn
færðu einstakt tækifæri – gefðu ást af öllu
hjarta og þiggðu hana á sama hátt.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Nú verður þú að setjast niður og
skrifa lista yfir þau verkefni sem þú hefur
látið hrúgast upp að undanförnu. Sláðu
ekki af kröfunum.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Þegar sólin sest verður þú búinn að
taka hundruð ákvarðana. Varðveittu undr-
un þína yfir eiginleikum makans, þótt þið
hafið verið saman í óralangan tíma.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Himintunglin hjálpa sporð-
drekanum við að einfalda hlutina. Gefðu
þér tíma til að njóta fegurðar náttúrunnar
með þínum nánustu.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Gættu þess að leyndarmál þín
liggi ekki á borðum þeirra sem kunna ekki
með þau að fara. Leitaðu aukins þroska
fyrir anda þinn.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Þrátt fyrir að þú sért að reyna
að koma þér í betra form er erfitt að stand-
ast sætindin. Þú þarft að taka ákvörðun og
standa síðan við hana.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Ekki byrgja inni þá hæfileika
sem þið hafið, hvort heldur þeir eru til orðs
eða æðis. Afstaða stjarnanna gerir það að
verkum að það er hætt við að þú farir yfir
strikið.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Það er hætt við að þið lendið í deil-
um við systkini ykkar eða aðra ættingja. Þú
þarft að hlusta betur á aðra.
ur er í hversdagsfatnaði eða ævin-
týrabúningum. Ég hef verið að fikta
við gerð kirkjulegra textíla með að-
ferðum listræns bútasaums og held
þeim draumi lifandi að skilja eitt-
hvað eftir mig í þeim efnum. Þetta
eru nokkuð óhlutbundin munstur
sem ég teikna og tengi þá við annað
hvort einhverja frásögn í biblíunni
eða eitthvert stakt verk sem mér
finnst hafa mikla merkingu fyrir mig
og okkur mannfólkið. Það þarf ekk-
þar sem hún bjó til búninga og leik-
muni og lék Drífu í „Góðverkin
kalla“ eftir Ármann Guðmundsson.
Hún hefur verið sjálfboðaliði hjá
Hertex nytjamarkaði frá árinu 2018
og er orðin sérfræðingur í notuðum
leikföngum og jólaskrauti. „Ég hef
mikla ástríðu fyrir endurnýtingu
fatnaðar og kaupi flest mín föt á
nytjamörkuðum og geri þau að mín-
um með saumakunnáttu sem barna-
barnið nýtur líka góðs af, hvort held-
Ó
löf Ingibjörg Davíðs-
dóttir fæddist 21. júlí í
Reykjavík. Hún ólst
upp í Smáíbúðahverf-
inu og gekk í Breiða-
gerðisskóla og síðan í Kvennaskól-
ann í Reykjavík. Hún útskrifaðist
með stúdentspróf frá Fjölbrauta-
skólanum í Breiðholti og síðar með
BA-gráðu í guðfræði frá Háskóla Ís-
lands. Ólöf er þá með meistaragráðu
í guðfræði með áherslu á list og sál-
gæslu frá Wesley Theological Sem-
inary í Washington DC. Hún stund-
aði viðbótarnám í sálgæslu á sjúkra-
húsum; National Institutes of
Health Clinical Center í Maryland í
Bandaríkjunum. Fyrir tveim árum
bætti Ólöf við sig diplóma í upplýs-
ingafræði frá HÍ. Hún hefur skrifað
greinar um upplýsingaöflun og
-miðlun, persónuvernd, notkun sam-
félagsmiðla og fleira á vefsíðunni
Netvernd, sem stofnuð var af nem-
endum í upplýsingafræði, og stofn-
aði sjálf vefinn Intermessa þegar
hún sótti námskeiðið „Internetið og
upplýsingaleitir“, UPP215F, við Há-
skóla Íslands. Nemendur áttu að
smíða einfaldan vef og skrifa þrjár
bloggfærslur um málefni tengd við-
fangsefni námskeiðsins. Vefnum er
ætlað að vera sarpur fyrir verkefni í
upplýsingafræðinámi sem gætu orð-
ið öðrum til gagns og miðlar því
nemendaverkefnum af fleiri nám-
skeiðum.
„Ég hef starfað sem ritari á heil-
brigðisstofnunum og í stjórnsýsl-
unni en á mér auk þess fjölmörg
áhugamál, til að mynda endurnýt-
ingu fatnaðar, fatasaum, listrænan
bútasaum, brauðbakstur og matar-
gerð, vídeóvinnslu fyrir vlogg og
blogg.“ Ólöf hefur haldið úti nokkr-
um bloggsíðum, m.a. moggabloggi,
olof.blog.is, þar sem hún hélt dagbók
um námsdvöl sína í Bandaríkjunum.
Nýjasti vefurinn, sem enn er í
smíðum, er alltnemasykur.blog-
spot.com og fjallar um mataræði
sem sneiðir hjá viðbættum sykri og
leiðir því óhjákvæmilega til þess að
flestar máltíðir séu eldaðar frá
grunni úr ferskum hráefnum. „Við
erum því vel nærð og haldin á heim-
ilinu.“ Ólöf var í Halaleikhópnum,
ert endilega að vera eitthvað andlegt
heldur eitthvert mál sem við viljum
brjóta til mergjar. Ég er fyrst og
fremst að hugsa um saumatæknina
og hvernig ég fer að því að sauma
þessi form saman. Það eru svo
margar mismunandi aðferðir til í
bútasaumi við að skeyta saman efni
og ég er ekki föst í einhverri einni
aðferð. Ég var til dæmis að velta fyr-
ir mér hvernig hægt væri að útskýra
tengsl Guðs og manns og teiknaði þá
spíral sem er fornt tákn í mörgum
menningarheimum. Ég gerði hann
tvöfaldan og þá kom gyllt ræma sem
fór í spíral og táknar guðdóminn, svo
skrúfast til baka í hina áttina silf-
urlituð ræma sem er þá mennskan.
Hugmyndin á bak við þetta var að
tengja þetta tvennt saman; hvernig
þessar hugmyndir eru samfléttaðar.
Ég vinn ekki með hefðbundin kristin
tákn og sauma ekki krossa eða
geislabauga og slíkt.“ Ólöf byrjaði á
þessu um miðbik tíunda áratugar
síðustu aldar. Hún er ennþá skúffu-
skáld en sér fram á að halda sýn-
ingar þegar hún er komin með meira
efni. „Ég er fyrst og fremst að út-
færa þetta í messuskrúða sem heitir
stóla en það líkist löngum trefli sem
Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, húsfreyja og guðfræðingur – 60 ára
Fjölhæf Ólöf hefur verið að fikta við gerð kirkju-
legra textíla með aðferðum listræns bútasaums.
Vill skilja eitthvað eftir sig
Í Kjarnaskógi Ólöf ásamt eiginmanni sínum, Snorra Halldórssyni, syni
þeirra, Ágústi Ibsen, tengdadóttur, Ólínu og barnabarni, Elísu Vigdísi.
Myndin er tekin á vinsæla útivistarsvæðinu Kjarnaskógi á Akureyri.
Hjónin og yngri sonurinn Hjónin Ólöf og Snorri ásamt yngri
syni þeirra, Elíasi, sem hefur unnið marga titla á karatemótum.
Til hamingju með daginn