Morgunblaðið - 21.07.2022, Blaðsíða 29
FRÉTTIR 29Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2022
SPORTÍS SKE I FAN 1 1
1 08 REYKJAV ÍK
S POR T I S . I S
520-1000
- VELDU HOKA UTANVEGASKÓ FYRIR ÆVINTÝRI SUMARSINS -
HOKA FÆR FRÁBÆRA DÓMA FRÁ RUNNERS WORLD MAGAZINE!
SVÍFÐU YFIR JÖRÐINA!
Boris Johnson, fráfarandi forsætis-
ráðherra og leiðtogi breska Íhalds-
flokksins, gerði ein af þekktari um-
mælum kvikmyndasögunnar að
sínum, þegar hann kastaði kveðju á
breskt þing og þjóð í gær að loknum
umdeildum ferli og á köflum skraut-
legum.
„Hasta la vista, baby,“ sagði for-
sætisráðherra einfaldlega og hafði
þar uppi línu sem margir minnast úr
helsta sumarsmelli íslenskra kvik-
myndahúsa árið 1991, kveðjuorð Arn-
olds Schwarzeneggers, í hlutverki
framtíðarvélmennisins T-800, í garð
álmennisins T-1000 sem leikarinn Ro-
bert Patrick túlkaði eftirminnilega.
Tókst svona að mestu
Kveðjuorðum Johnsons, sem á ís-
lensku útleggjast sjáumst síðar,
fylgdu þau ummæli að hann hefði – að
sinni – náð markmiði sínu að mestu í
embætti, „Mission largely accom-
plished – for now“, eins og hann orð-
aði það.
„Við höfum hjálpað til, ég hef hjálp-
að til, við komum þessu landi gegnum
heimsfaraldur og vörðum aðrar þjóð-
ir fyrir villimönnum. Satt að segja má
vel lifa við það. Markmiðin náðust að
mestu,“ sagði Johnson meðal annars í
kveðjuræðu sinni í gær.
„Hann hefur ákveðið að yfirgefa
gullhúðað byrgi sitt hið síðasta sinn
til að tjá okkur að allt sé í þessu fína.
Mikið á ég eftir að sakna þessara
ranghugmynda,“ sagði stjórnarand-
stöðuleiðtoginn Keir Starmer í gær
og dró ráðherrann fráfarandi sundur
og saman í logandi háðinu.
Lét Johnson sér hins vegar fátt um
finnast og svaraði því til að ummæli
stjórnarandstöðuleiðtogans væru
„hrein satíra“.
AFP/PRU
Sjáumst síðar Túlka má kveðju
Borisar Johnsons svo að hann hafi
ekki endilega sagt sitt síðasta orð.
„Hasta la vista,
baby“ sagði Boris
- Kvaddi þing og þjóð með tilþrifum
„Mér er öllum
létt,“ segir SAS-
flugmaðurinn
Steffan Kvamme
í samtali við
norska rík-
isútvarpið NRK.
Kvamme er einn
560 flugmanna
sem fékk upp-
sagnarbréf í
hendur meðan
kórónuveirufaraldurinn geisaði, en
nýir samningar í kjölfar harðvítugs
15 daga verkfalls flugmanna hljóða
upp á endurráðningu 450 þeirra
sem sagt var upp.
„Þetta eru býsna góðar fréttir,
ástandið hefur verið ískyggilegt
síðustu tvö árin,“ segir Kvamme,
sem nú fær að fljúga um loftin blá á
ný undir stýri farþegaþotna flug-
félagsins skandinavíska, sem bjarg-
að hefur verið oftar frá þroti en
elstu menn muna. „Við ráðum flug-
mennina aftur í hollum eftir því
sem markaðurinn skilar sér til baka
eftir faraldurinn,“ segir Tonje
Sund, fjölmiðlafulltrúi SAS, við
NRK.
NOREGUR
SAS-flugmenn tak-
ast á loft af gleði
Steffan Kvamme
gleðst yfir sáttum.
Ljóst er nú að slagurinn um stól
Borisar Johnsons, fráfarandi for-
sætisráðherra og leiðtoga breska
Íhaldsflokksins, stendur milli utan-
ríkisráðherrans Liz Truss og fyrr-
verandi fjármálaráðherrans og nú
þingmannsins Rishi Sunak. Hlaut
sá síðarnefndi 137 atkvæði flokks-
systkina sinna við atkvæðagreiðslu
í gær en Truss 113.
Viðskiptaráðherrann Penny Mor-
daunt, sem talin var sigurstrang-
leg, hlaut ekki náð fyrir augum
þingflokksins og hverfur af vígvell-
inum með 105 atkvæði. Með at-
kvæðagreiðslunni náðist naumlega
að skera úr um lokakandídata áður
en breska þingið fer í sumarfrí í
dag.
Nú er það undir 160 þúsund
íhaldsflokksmönnum komið að
velja leiðtoga flokksins. Atkvæða-
greiðslunni lýkur 2. september og
þann 5. september verður tilkynnt
um nýjan forsætisráðherra.
BRETLAND
Tvö koma til greina
Atli Steinn Guðmundsson
atlisteinn@mbl.is
„Gærdagurinn var annasamasti dag-
ur slökkviliðsins í Lundúnum síðan í
síðari heimsstyrjöldinni,“ sagði Sadiq
Khan, borgarstjóri þar, í samtali við
Sky News í gær og vísaði til gróður-
og húsbruna um alla borg.
Hitabylgjan sem legið hefur yfir
Evrópu síðustu daga, sumum til gleði
og öðrum til þjáningar, jafnvel dauða,
stendur líkast til fram yfir helgi að yf-
irsýn fræðinga og veðurspámanna
álfunnar. Slökkvilið flestra Evrópu-
landa hafa staðið í ströngu við að
bjarga húsum og öðrum verðmætum
frá því að verða bráð loganna, sam-
tímis því sem tugir þúsunda hafa
þurft að rýma heimili, vinsæla ferða-
mannastaði og aðra staði þar sem
fólki hefur ekki verið talið óhætt.
„Við finnum mikla brunalykt
núna. Fórum úr húsi klukkan 18 og
urðum ekki vör við neitt en á leiðinni
heim sáum við reyk og fundum mikla
lykt,“ sagði Guðrún Elísabet Stef-
ánsdóttir í samtali við mbl.is í gær.
Þau Hilmar Veigar Pétursson, eig-
inmaður hennar, búa ásamt börnum
sínum í Twickenham í Lundúnum og
fóru ekki varhluta af hitanum.
Skóla sem betur fer lokið
„Hitinn fór upp í 39 gráður hjá
okkur og þá er eins gott að búa í
gömlu múrsteinshúsi með þykkum
veggjum,“ sagði Guðrún enn fremur
og þakkaði fyrir að börn þeirra
Hilmars luku vorönninni í skólanum
í síðustu viku, þar sem breskir skólar
séu vanbúnir loftkælingu. „Foreldr-
ar komu með viftur í skólann svo
börnum þeirra yrði líft í kennslu-
stundum,“ sagði Guðrún.
Rúmlega 500 dauðsföll á Spáni síð-
ustu daga hafa að sögn Reuters-
fréttastofunnar verið tengd við hita-
stigið, auk þess sem yfir 30 skógar-
eldar hafa kviknað þar í landi.
Greinir Reuters enn fremur frá því
að eldri hjón hafi fundist látin í bif-
reið sinni, sem brunnið hafði til
kaldra kola í Portúgal. Höfðu hjónin
að sögn fréttastofunnar ætlað að
forða sér undan skógareldi í bænum
Murca í Norður-Portúgal og lent í
árekstri við aðra bifreið.
„Bíllinn var brunninn til ösku er
að var komið. Hjónin mættu þar ör-
lögum sínum. Ótrúlegir hlutir eiga
sér stað í Murca um þessar mundir,
meira en hálfur bærinn brennur,“
sagði Mário Artur Lopes bæjarstjóri
við Reuters.
Þá barðist slökkvilið í Grikklandi
við 73 elda á mánudag og vara
stjórnvöld þar í landi við eldfimu
ástandi áfram í hitabylgjunni sem nú
skilur eftir sig sviðna jörð í Evrópu
og Bandaríkjunum.
Komu með viftur í skólann
- Annasamasti dagur slökkviliðs Lundúna síðan í heimsstyrjöldinni - Engin loft-
kæling í breskum skólum - Íslendingur í Twickenham ræddi við mbl.is í gær
AFP/Niklas Halle’n
Komast hvergi Lestir Lundúna
stöðvuðust vegna bruna við teinana.
Aðvörun um „háskalega hitabylgju“
náði til 110 milljóna Bandaríkja-
manna í rúmlega tuttugu ríkjum
landsins í gær. „Komið ykkur á svala
staði og gætið hvert að öðru,“ hljóm-
uðu einföld skilaboð frá stjórnvöld-
um þar.
Hve heitast hefur orðið í kolunum í
Suðvestur- og syðri miðríkjum
Bandaríkjanna, svo sem í Texas, þar
sem hitastig fór yfir 100 gráður á Fa-
hrenheit í gær, 38 gráður á Celsíus.
Keyrði raforkunotkun þar um þver-
bak, þegar fólk knúði loftkælingar-
búnað heimila sinna til hins ýtrasta.
Reikna veðurfræðingar vestanhafs
með því að ekkert lát verði á hitanum
fyrr en í fyrsta lagi eftir helgi, auk
þess sem rakt loft í mörgum ríkjum
gerir ástandið þungbærara þeim sem
viðkvæmir eru fyrir miklum hita.
Hitabylgja geisar beggja vegna Atlantsála og knýja Bandaríkjamenn loftkælingar sínar til hins ýtrasta
Fólk hvatt
til að leita
svalra staða
AFP/Getty Images/Brandon Bell