Morgunblaðið - 21.07.2022, Blaðsíða 14
Landbrot
og Meðalland
Kirkjubæjar-
klaustur
1
LANDBROT
MEÐALLAND
Syðri-Steinsmýri
Seglbúðir
Arnardrangur
Lyngar
Skarðs-
fjöruviti
Langholt
Sandhóll
Kúðafljót
Skaftá
Vík
Höfn
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
M
eðalland og Landbrot
heitir landið milli Kúða-
fljóts og Skaftár í Vest-
ur-Skaftafellssýslu.
Þetta er í Skaftárhreppi, mikil víð-
átta og hér segir frá svæðinu sunnan
hringvegarins í Eldhrauni og fram
til sjávar. Hraunin miklu, meðal
annars sá kargi sem rann frá Laka-
gígum árið 1783, nær talsvert hér
suður á bóginn en framar eru mýr-
lendi og sandar. Víða eru tjarnir með
starargróðri og
lækir þar sem eft-
irsótt er að renna
fyrir sjóbirting.
Sveitabæir eru
allmargir en
húsakostur víða
sýnir glögglega
að byggðin á í vök
að verjast. Frá
því eru þó undan-
tekningar og
möguleikar til vaxtar og viðgangs.
Að minnsta kosti tekur Sigursveinn
Guðjónsson, bóndi á Lyngum í
Meðallandi, þann pól í hæðina.
Uppspretta í ómæli
Leiðin um Eldssveitir, eins og
þetta svæði er stundum kallað, ligg-
ur frá Kirkjubæjarklaustri og suður
á bóginn með Skaftá á hægri hönd. Í
góðu veðri blasa hér við Lómagnúp-
ur og Öræfajökull, þar sem Hvanna-
dalshnúk ber við himin. Hér erum
við í Landbroti. Hraun stendur hér
víða upp úr landinu og bæir eru
gjarnan í brúnum þess. Hér eru eft-
irtektarverð bæjarnöfn, svo sem
Fagurhlíð, Arnardrangur og Segl-
búðir. Á nokkrum stöðum er starf-
rækt ferðaþjónusta í einhverri
mynd, og svo hefðbundinn landbún-
aður. Víða eru ágæt tún, en útjörð er
gjarnan valllendi með viðkvæmum
gróðri í eldfjallajarðvegi.
Landbroti sleppir og Meðalland
tekur við ofan við bæinn Efri-Steins-
mýri. Þegar svo komið er nokkuð
fram í Meðalland er ekið yfir brúna á
Eldvatni. Upptök þess eru í svo-
nefndum Fljótsbotni í Eldhrauni, en
úr uppsprettum þar steymir vatn
fram í ómæli. Í mýrlendinu efst í
Meðallandi liggur beinn vegur, mjór
með slitlagskápu. Hægt er að taka
og aka eins konar hring um sveitina,
50 kílómetra lykkju frá Klaustri og
koma svo aftur inn á hringveginn
nærri Kúðafljótsbrúnni.
Landgræðslubóndi á Lyngum
Í Meðallandi eru bæir gjarnan
nokkurn spöl frá aðalvegi og langir
afleggjarar eru að þeim. Einn slíkur
liggur að kirkjunni í Langholti en
innar á sama legg er bærinn Lyng-
ar. Þar er tvíbýlt og á öðrum bænum
búa hjónin Soffía Antonsdóttir og
Sigursveinn Guðjónsson. Hér hefur
hann raunar búið hér alla tíð; er 12. í
röðinni af þrettán systkinum.
„Þegar ég var hér að alast upp á
árunum um og eftir 1950 voru hér
margir bæir í byggð og yfirleitt
fjöldi barna á hverjum þeirra. Þetta
er gjörbreytt núna, eins og flest hér í
sveitinni,“ segir Sigursveinn sem
lengi hafði skólaakstur og vörubíla-
útgerð sem aðalstarf. Búskapurinn
var aukageta, en taldi þó samt.
Í dag segist Sigursveinn, gjarn-
an nefndur Svenni, líta á sig sem
landgræðslubónda. Hann hefur unn-
ið mikið starf við að græða upp land
bæði á Lyngum og Grímsstöðum,
sem er samliggjandi jörð og er 4.500
ha. Á söndum þar hafa börð verið
stungin niður og hey úr rúllum sett í
flög.
Öllu var ógnað
„Sú var tíðin að sandfok ógnaði
öllu hér. Algjör kaflaskil urðu í
þeirri þróun þróun með framræslu-
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Víðáttan mikla í sveit milli sanda
Landbrot og Meðalland í Skaftárhreppi eru milli hrauns og fjöru. Landið grætt
upp. Ýmsir möguleikar eru í sveitum, þar sem byggð hefur verið á fallanda fæti.
Sigursveinn
Guðjónsson
Meðalland Bærinn Fljótakrókur og ofar
í landinu í baksýn er Efri-Steinsmýri.
5 SJÁ SÍÐU 16
14 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2022
HAUSTIÐ 2022
S. 552 2018 • info@tasport.is
Master Class í Toscana 27. október til 5. nóvember
Dvöl í Villa Coletto í Garfagnana, Tuscany í níu nætur. Þér gefst kostur á að heimsækja þetta fræga
vínhérað og lengja haustiðmeð því að dekra við sjálfan þig og bragðlaukana. Aðeins um tuttugu
manns komast í þessa ferð til að tryggja að upplifun gesta verði eins og best verður á kosið.
Gestgjafi er Pálmi Sigmarsson.
Nánari upplýsingar á tasport.is
Dæmi um það sem er innifalið:
Flug og akstur til og fráflugvelli. Gisting í níu nætur í Colletto,morgunmatur, vín,
hádegismatur, Gala kvöldverður ásamt öðrum kvöldverðum í Colletto.
Allur akstur, vínsmökkunar ferðir ogmáltíð á vínekru ásamtmáltíðumá LaCorona í
Bagni di Lucca. Íslensk farastjórn ásamt kynningu á vínumogmat.
Sú var tíðin að á bugtinni úti fyrir Meðallandi mátti gjarn-
an sjá fjölda fiskiskipa frá Evrópu, sem þá sóttu á Ís-
landsmið. Franskar duggur voru þar áberandi og ófáar
slíkar strönduðu í fjörunni. Með strandmönnum barst
framandleg menning inn í samfélag sem var þá frum-
stætt og fábreytt á flesta vísu.
Umhverfi þetta ól þó af sér menn stóra í andanum. Frá
Efri-Steinsmýri var Sigurbjörn Einarsson biskup (1911-
2008) og á Efri-Ey Jóhannes Sveinsson Kjarval listmálari
(1885-1972). Báðir settu þeir sterkan svip á samtíma
sinn. Og þótt þeir væru aðeins sín fyrstu ár í Meðallandi
má ætla að umhverfi og aðstæður þar hafi fylgt þeim alla leið og mótað en
báðir höfðu þeir hvor með sínum hætti mikil áhrif á samfélagið.
Sigurbjörn biskup og Kjarval
ÞEKKTIR ANDANS MENN VORU UPPRUNNIR Í SVEITINNI
Sigurbjörn
Einarsson
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Kjarval Var fæddur í Meðallandi en ólst upp að mestu á Borgarfirði eystra.