Morgunblaðið - 21.07.2022, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 21.07.2022, Blaðsíða 42
42 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2022 Mín fyrstu kynni af Guðmundi Magn- ússyni voru þegar hann hóf með sínum léttleik og gamansemi að sækja skákæfingar sem við nokkrir kennarar við Miðbæjarskólann og öðrum skólum stóðum að. Það lifnaði yfir þessum æfingum þeg- ar Guðmundur kom í þennan hóp. Um vorið 1969 verða þær breytingar að grunnskólakennsla er lögð niður við Miðbæjarskól- ann. Kennarar skólans fóru þá margir til starfa við Austurbæj- arskólann en ég og kona mín fór- um í Breiðholtsskóla sem þá var verið að byggja. Þangað kom Guðmundur Magnússon sem skólastjóri, en hann hafði áður verið skólastjóri við Laugalækj- arskóla. Á öðru ári skólans hvatti Guðmundur mig að sækja um stöðu yfirkennara við skólann, sem ég og gerði og var ráðinn. Nemendum fjölgaði ört og á næstu árum fóru þeir vel yfir þús- und og þrengsli voru mikil. Guð- mundur var góður og farsæll stjórnandi og var vel liðinn bæði af starfsfólki og nemendum skól- ans. Hann var hugmyndaríkur í starfi og kom meðal annars á miklu átaki gegn reykingum nemenda. Naut hann við það góðrar aðstoðar Þorvarðar Örn- ólfssonar hjá Krabbameinsfélagi Reykjavíkur. Í kjölfarið tóku margir skólar í Reykjavík og á landsbyggðinni upp samskonar átak. Um vorið 1977 var staða Guðmundur Magnússon ✝ Guðmundur Magnússon fæddist 9. janúar 1926. Hann lést 8. júlí 2022. Guð- mundur var jarð- sunginn 20. júlí 2022. fræðslustjóra Aust- urlands auglýst til umsóknar. Guð- mundur sótti um stöðuna, sem hann og fékk. Langaði hann að vinna á heimaslóðum, en hann og kona hans, Anna Frímanns- dóttir, voru bæði frá Reyðarfirði. Margt lætur Guð- mundur eftir sig í rituðu máli og veit ég að aðrir munu gera því skil. Ég sendi Önnu og börnum þeirra hjóna innilegar samúðar- kveðjur og þakka Guðmundi fyrir góða samvinnu og vinskap, en við héldum reglulegu sambandi alla tíð. Blessuð sé minning hans. Þorvaldur Óskarsson. Nú þegar Gummi frændi er fallinn frá í hárri elli sækja að ýmsar minningar sem tengjast honum. Ein fyrsta minning mín er að ég, á 3ja ári, hleyp eftir gangi Landakotsspítala og hoppa í fang Gumma frænda sem kominn er til að sækja mig. Gummi og Anna móðursystir mín voru alltaf nærri ef einhvers þurfti við, þau og börn þeirra voru okkar nánustu. Við Mæju og Palla börnin, fyrst þrjú í kippu og að lokum fimm, vorum í raun einnig hluti af hópi Gumma og nutum þess. Hann sýndi okkur umhyggju, hampaði okkur litlum á hnjám sér og glettist, brosmild- ur og hlýr. Kort hans til mín frá fjarlægri Ameríku gladdi og stækkaði lítinn dreng. Gummi var nálægur við öll helstu tímamót og gleðistundir í fjölskyldunni, sagði sögur, spjallaði og hló, söng og spilaði á harmóniku eða píanó ef tækifæri gafst. Þegar árin liðu fengu samskiptin auðvitað full- orðinsbrag, Gummi forvitinn um það sem við tókum okkur fyrir hendur og ræddi það af áhuga, fylgdist með okkur og fjölskyld- um okkar. Takk Gummi fyrir samfylgd- ina, umhyggjuna og áhuga á lífs- hlaupi okkar. Finnur Pálsson. Kvatt hefur eftir langa og far- sæla ævi, kær vinur og fyrir- mynd, Guðmundur Magnússon, fyrrum skólastjóri í Breiðholts- skóla og fræðslustjóri á Austur- landi. Það var haustið 1973 að ég var að leita eftir kennslu meðfram námi og mér var sagt að prófa að tala við skólastjórann í Breið- holtsskóla, „hann er voða góður kall“ sagði viðkomandi mér. Ég mætti á skrifstofuna hans og spurði afar stressaður, hvort ég gæti fengið að kenna nokkra tíma á viku. Hvað getur þú kennt, vin- ur minn? spurði skólastjórinn. Ég sagðist aldrei hafa kennt en væri í raungreinanámi og gæti kannski kennt stærðfræði á unglingastigi og bjóst ekki við miklu. Guð- mundur var fljótur að svara, handsalaði starfið og sagði að ég ætti að kenna 8 tíma á viku. Þar með má segja að teningunum hafi verið kastað og meðfram námi og eftir útskrift starfaði ég sem kennari og skólastjóri í Breið- holtsskóla í 32 ár. Þegar ég lít til baka þá er ég þess fullviss að skólamaðurinn og mannvinurinn Guðmundur og leiðsögn hans á fyrstu kennaraárum mínum varð til þess að ævistarf mitt var ákveðið. Breiðholtsskólinn tók til starfa 1969 og Guðmundur skólastjóri og Þorvaldur Óskarsson, síðar skólastjóri við skólann í tæpa tvo áratugi, lögðu sig alla fram ásamt frábærum kennurum um að mennta og ala upp afar fjölbreytt- an nemendahóp. Á þessum árum var skólinn þrísetinn með um og yfir 1.000 nemendur og líka kennt á laugardögum. Guðmundur lagði línurnar og treysti sínum góða starfsfólki til verka. Ég man einn daginn þegar elstu nemendurnir, mjög ósáttir, stormuðu niður á kontór til Guðmundar og kröfðust réttlætis í einhverju stóru máli að þeirra mati. Guðmundur skóla- stjóri sagði að þetta þyrfti að ræða og boðaði alla á sal, bauð þeim til sætis á gólfinu og settist síðan sjálfur á gólfið í innsta hring. Málin voru rædd og nið- urstaða var fundin, þetta var hug- myndafræði og verklag Guð- mundar, ræðum saman og finnum farsæla lausn. Guðmundur var glaðvær mað- ur, síbrosandi og með hnyttin til- svör og smitaði hann glaðværð og manngæsku bæði til samstarfs- manna og nemenda. Árið 1977 hætti Guðmundur sem skólastjóri og tók við sem fræðslustjóri á Austurlandi og flutti á Reyðarfjörð, þar sem voru hans æskuslóðir. Hann og hans yndislega kona Anna héldu alla tíð tryggð við fyrrverandi samstarfsfólk Guð- mundar í Breiðholtsskóla og þau mættu reglulega á viðburði og gleðskap sem tengdist skólanum. Við leiðarlok vil ég halda því fram að betri og vitrari skóla- mann en Guðmund sé erfitt að hitta á lífsleiðinni. Hann leið- beindi og stýrði með hlýju og mannúð, treysti sínu fólki og var til staðar þegar þurfti. Öllum þótti vænt um hann og öllum vildi hann vel. Um leið og ég þakka honum fyrir allt sem ég lærði af honum, þá vil ég einnig sem fyrrverandi skólastjóri Breiðholtsskóla þakka honum fyrir hönd okkar sam- starfsmanna hans fyrir gæfuríkt samstarf og fyrir hönd nemenda hans þakka ég farsæla menntun og velferð. Ég færi Önnu, eftirlifandi eig- inkonu Guðmundar, og fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur. Minningin um mannvininn og skólamanninn Guðmund Magn- ússon mun lifa. Ragnar Þorsteinsson. „Verið lítillát og metið hvert annað meira en ykkur sjálf. Lítið ekki aðeins á eigin hag heldur einnig annarra. Ver- ið með sama hugarfari sem Krist- ur Jesús var.“ Fil. 2.K. 3-5 vers. Þannig var líf þeirrar konu sem við kveðjum hér í dag. Einstök kona sem svo sannarlega lifði samkvæmt þessum versum. En þá er líka rétti tíminn til að þakka liðinn tíma. Alla hlýju, vin- áttu, kærleika og umhyggju. Að koma inn á heimili þeirra hjóna, Ellu og Jóa, var yndislegt. Maður var svo velkominn. Allt gert til þess að manni liði vel. Kveikt var á kertum og hlý birtan streymdi um á meðan notið var veitinganna og tíminn nýttur í spjall. Og eftir að þau höfðu flust með heimili sitt á annan stað þá varð engin breyting á hlýjum mót- tökum né umhyggjunni fyrir okk- ar fólki. Svo þegar komið var að heim- ferð þá dugði ekkert minna en fangið fullt af gjöfum. Vettlingar á hendur afkomenda okkar, nýbak- aðar jólakökur o.fl. Síðustu árin hennar hafa verið henni erfið vegna heilsunnar þar sem henni fannst hún þurfa að geta allt það sem áður var. Jói og Ella áttu fjögur yndisleg börn sem öll reyndust henni á sem bestan Elín Guðlaugsdóttir ✝ Elín Guðlaugs- dóttir fæddist 21. apríl 1930. Hún lést 5. júlí 2022. Út- för Elínar fór fram 20. júlí 2022. hátt. Við færum þeim og öðrum ást- vinum hennar sam- úðarkveðjur frá okk- ar fjölskyldu, með þakklæti í huga fyrir tuga ára vináttu sem var okkur svo mikils virði. Ármann og Sigríður. Við fráfall Ellu streyma fram minningar um allt það sem ofið hefur okkur saman frá barnæsku minni. Mín veröld var á Brekastíg 33 og garðurinn okkar lá að garð- inum á Bessastíg 10 þar sem Ella og fjölskylda bjó. Fljótlega tók ég, lítið stelpu- skott, að venja komur mínar til Ellu, gjarnan á matartímum og alltaf var pláss fyrir mig við borðið. Þar var ég ávallt kölluð Sigga litla. Á laugardögum fór ég oft með þeim í hvíldardagsskólann og svo var far- ið í mat á Bessastíginn. Oftar en ekki var hakk og spagettí í matinn, það besta í heimi og enn þann dag í dag er það mitt uppáhalds. Mín fyrsta dúkka var frá Ellu og fjöl- skyldu, hún var með brún augu og gat lokað augunum. Það lá beinast við að hún fengi nafnið Ragna Gulla. Sjónvarp kom á Bessastíg- inn áður en það kom heim til mín og því horfði ég á barnatíminn hjá þeim. Ella og Jói höfðu milligöngu um það að ég færi í forskóla í Að- ventistaskólanum í Eyjum fimm ára gömul. Það var skemmtilegur og eftirminnilegur tími. Á gosnóttina örlgaríku fyrir næstum fimmtíu árum vaknaði ég við að síminn hringdi rétt um eitt. Í símanum var kona sem sagði mér að fara og vekja mömmu og segja henni að koma í símann. Konan sagði mömmu að gos væri hafið í Eyjum og var mamma vantrúuð. Þegar við kíktum út um stofugluggann sáum við himininn loga. Þá breyttist tilveran hjá litlu stelpuskotti og við tók brottflutn- ingur um miðja nótt. Löngu síðar kom í ljós að konan sem hringdi var Ella. Fjölskylda mín flutti ekki aftur til Eyja. Það var eins og Ella væri þráð- urinn minn við æskuslóðirnar. Við héldum sambandi þó langt væri á milli okkar. Hún fylgdist alltaf vel með öllu sem um var að vera og samgladdist þegar ég stofnaði fjölskyldu og eignaðist börnin. Þegar við komum til Eyja var allt- af farið í heimsókn til hennar. Við vorum leyst út með útprjónuðum vettlingum og dúkkufötum sem Ella og Guðný höfðu prjónað. Og blessunaróskum. Hún varð hluti af baklandinu mínu og okkar. Ég hitti Ellu skömmu eftir að hún kom á Hraunbúðir nú í vor. Hún var svo fín og hugguleg og ég fann hversu vænt mér hefur þótt um þessa konu sem ég tengdist sem barn. Við sátum saman stutta stund, rifjuðum upp gamla tíma og hún spurði frétta af öllum mín- um. Inn á milli sagði hún mann- inum mínum sögur af Siggu litlu. Nú er hún Ella mín farin, ég sakna hennar en er full þakklætis fyrir hvað hún var mér í næstum sextíu ár. Rögnu, Gulla, Guðnýju, Jóhanni og fjölskyldu sendi ég samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Ellu. Sigríður Heiðrún Guðjónsdóttir. Nú er hún Elín horfin á braut og hefur skilið eftir sig skarð sem verður ekki fyllt í hugum ástvin- anna og þeirra sem hún um- gekkst. Ella var skarpgreind kona sem hafði ákveðnar skoðanir en umfram allt var hún yndislega góð manneskja sem mátti ekkert aumt sjá. Sjaldnast eða aldrei fór maður svo frá henni eftir heimsókn að maður hefði ekki eitthvað með- ferðis sem gjöf frá henni. Það voru þá oft á tíðum, sérstaklega seinni árin, vettlingar sem hún prjónaði af miklu listfengi, vettlingar fyrir okkur, fyrir börnin okkar og jafn- vel barnabörnin! Eða þá að hún sendi okkur af stað með nesti til fararinnar upp á land, eitthvað af þeim ríkulegu veitingum sem maður hafði notið hjá henni, þá ekki síst pönnukökurnar sem hún bakaði betur en nokkur sem við könnumst við. (Og svo hálfs lítra dós af maltöli sem var í uppáhaldi hjá mér!) Ég minnist þess að við vorum eitt sinn sem oftar með 20 manna unglingahóp í safnaðar- heimili aðventista á Brekastíg að skemmta okkur á laugardags- kvöldi. Þá birtast þær mæðgurnar Ella og Guðný og höfðu þá bakað feiknastafla af pönnukökum handa öllu liðinu, nokkuð sem skapaði ósvikna lukku í hópnum. Þetta lýsir hugulsemi og hjarta- gæsku þessarar góðu konu. Enda var það hennar áhugamál innan safnaðarins hennar að sinna líkn- armálum, nokkuð sem hún starf- aði við í fjölmörg ár af kostgæfni, og margir eru þeir sem hafa notið góðs af starfsemi félagsins. Megi góður Guð blessa minningu Ellu og umvefja ástvinina sem eftir lifa sínum ástarörmum. Þú sofnað hefur síðsta blund í sætri von um endurfund. Nú breiðist yfir undurhljótt Guðs ást og friður, sofðu rótt. (Aðalbj. Magnúsdóttir) Blessuð sé minning hennar Ellu. Eric og Laila. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA RÓSA SCHEVING frá Hjalla í Vestmannaeyjum, lést mánudaginn 4. júlí á hjúkrunarheimilinu Eir. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að hennar ósk. Kærar þakkir til starfsfólks Eirarholts fyrir umhyggju og hlýju. Heiðar Páll Halldórsson Sigrún Halldórsdóttir Víðir Bragason Bjarni Halldórsson Erla B.S. Halldórsdóttir Heimir Sverrisson Halldór Halldórsson Guðlaug Björgvinsdóttir ömmu- og langömmubörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, DAGUR KRISTMUNDSSON vörubifreiðarstjóri, Bláskógum 7, Egilsstöðum, andaðist á Hjúkrunarheimilinu Sundabúð, Vopnafirði, mánudaginn 11. júlí. Útförin fer fram frá Egilsstaðakirkju fimmtudaginn 28. júlí klukkan 14. Útförinni verður streymt frá egilsstadakirkja.is. Einnig má nálgast hlekk á streymi á mbl.is/andlat. Þuríður Kolbrún Ingólfsdóttir Dagbjört Dagsdóttir Guðmundur Örn Úlfarsson Unnur Inga Dagsdóttir Jóhann H. Harðarson Kristmundur Dagsson Alda Ósk Harðardóttir og barnabörn Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýju við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS J. RAGNARSSONAR skipstjóra. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík fyrir góða umönnun. Kristín Thorstensen Magnús Jónsson Laufey Einarsdóttir Ólína Jónsdóttir Ásmundur Guðnason Steinunn Jónsdóttir Anton Pétursson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, fóstursonur, bróðir, tengdasonur, frændi og vinur svo margra, ÞÓRARINN VALUR KRISTINSSON, varð bráðkvaddur 11. júlí. Útför hans fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ mánudaginn 25. júlí klukkan 13. Alesia Fralova Anthony Dagur Valsson Alex Máni Valsson Brynja Dís Valsdóttir Guðmundur Viðar Karlsson Kristinn Dagsson Helga Guðmundsdóttir Galina Fralova Elena Fralova Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍNBORG GUÐMUNDSDÓTTIR (ELLA), leirlistakona, Arkarholti 1, Mosfellsbæ, lést í faðmi barna sinna sunnudaginn 17. júlí. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 4. ágúst klukkan 15. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeir sem vilja minnast hennar láti Heru, sérhæfða líknarheimaþjónustu, njóta þess. Ellert Austmann Ingimundarson Eva Karlsdóttir Annetta Austmann Ingimundardóttir Bjarni Þorsteinsson Rebekka Austmann Ingimundardóttir Sigurður Guðmundsson Elísabet Austmann Ingimundardóttir Hilmar Garðar Hjaltason ömmu- og langömmubörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.