Morgunblaðið - 21.07.2022, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 21.07.2022, Blaðsíða 56
56 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2022 HLAUPASKÓR Í MIKLU ÚRVALI Við hjálpum þér að velja réttu skóna Bíldshöfða 9 | 517 3900 | stod.is R aðmorðingjar hafa orðið mörgum yrkisefni og Söndru Brown tekst sér- lega vel upp í spennusög- unni Klækjabrögðum, kemur les- andanum hvað eftir annað á óvart og heldur honum við efnið allan tímann í langri sögu. Sagan snýst fyrst og fremst um meintan raðmorðingja, sem felur sig meðal annars á bak við ýmis nöfn, og Drex Easton, sérverkefnafulltrúa hjá bandarísku alríkislögreglunni. Hann sem hefur lengi fylgt mann- inum eftir og beitir óhefðbundum aðferðum sem falla yfirvaldinu ekki alls kostar í geð. Þegar böndin beinast að ákveðnum manni í Suður-Karólínu stekkur Drex strax í djúpu laugina, flytur í hús við hliðina á húsi Jaspers Fords, sem hann telur vera Weston Graham, og hefst handa við að afhjúpa hann sem raðmorðingja. Jasper er ekkert barn að leika sér við og í hönd fer mjög spennandi atburðarás, þar sem ómögulegt virðist vera að grípa Jasper glóðvolgan, enda er hann háll sem áll og gefur engan höggstað á sér. Og morðunum fjölg- ar. Söguþráðurinn er vel spunninn og helstu persónur eru skapaðar í hlut- verkin. Allt virðist ganga vel fyrir sig en á sama tíma er ekkert í lagi og þegar á reynir virðist fátt ganga upp. Nema glæpirnir. Samskipti fólksins eru líka ljóslif- andi. Á yfirborðinu virðist allt vera slétt og fellt en flestir hafa samt var- ann á. Nándin er stundum mikil en ekki er allt sem sýnist. Áfram brun- ar lestin, traustinu er hvergi fyrir að fara, morðinginn er alltaf skrefinu á undan en í huga Drex snýst málið einfaldlega um að duga eða drepast. Sandra Brown hakar í öll boxin og Klækjubrögð er ekki aðeins spenn- andi bók heldur líka góð tilbreyting frá norrænu glæpasögunum. Eltingaleikur við glæpamann Glæpasaga Klækjabrögð bbbbm Eftir Söndru Brown. Ragnar Hauksson íslenskaði. Kilja. 485 bls. Ugla 2022. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR Spennandi „Sandra Brown hakar í öll boxin og Klækjubrögð er ekki aðeins spennandi bók heldur líka góð tilbreyting frá norrænu glæpa- sögunum.“ Ljósmynd/Andrew Eccles „Mig langaði að semja eitthvað fal- legt,“ segir Einar Bjartur Egilsson um nýju breiðskífuna sína, Kyrrð, sem kom út 10. júní sl. Kyrrð er önn- ur breiðskífa Einars Bjarts á eftir Heimkomu frá árinu 2016 sem hann samdi og tók upp í Hollandi, þar sem hann stundaði meistaranám í Kon- servatoríinu í Maastricht, hjá Katiu Veekmans. Undanfarið hefur hann gefið út fjórar smáskífur, Dansandi skugga, Upphaf, Kalda birtu og Bak við tjöldin, að því er fram kemur í til- kynningu. Þörf til að skapa sjálfur Einar Bjartur Egilsson hóf píanó- nám sjö ára í Tónlistarskólanum í Reykjahlíð við Mývatn. „Þegar ég var yngri var markmiðið ekki endi- lega að verða píanóleikari, ég ákvað það rúmlega tvítugur þegar ég hóf klassískt píanónám í Listaháskóla Íslands undir handleiðslu Peters Máté. Það var í LHÍ sem áhugi minn á að semja tónlist vaknaði og í kjöl- farið fór ég í meistaranám í Hollandi þar sem ég samdi mína fyrstu plötu, Heimkomu. Ég fann að mig langaði að búa til og skapa eitthvað sjálfur þótt ég hefði áður aðallega verið að spila annarra manna tónlist. Kyrrð er verk sem ég er búinn að hafa í huganum í nokkur ár eða alla- vega elstu lögin og platan heitir í rauninni eftir fyrsta verkinu sem ég samdi fyrir plötuna, „Kyrrð“. Það má segja að platan sé tilraun mín til þess að finna innri ró og skapa þann- ig stemningu. Tónlistina geri ég fyr- ir sjálfan mig, hún er mitt tungumál og mín leið til þess að tjá eitthvað sem ég get ekki tjáð með orðum. Mér finnst auðveldara að tjá mig með tónlist heldur en með orðum.“ Einar Bjartur segir tónlistina sína tilheyra svokölluðum nýklassískum eða kvikmyndatónlistarstíl. „Tón- listin er svona lífsferðalag, í henni er að finna ákveðna möguleika og bjartsýni þótt undirtónninn sé dap- urlegur.“ Breiddin í tónlist meiri í ár Að sögn Einars Bjarts á tónlistar- maðurinn Snorri Hallgrímsson stór- an hluta í plötunni en hann annaðist upptöku, hljóðblandaði og hjálpaði Einari Bjarti við tónsmíðarnar. Hljóðheiminn sem skapast hefur á plötunni mynda, auk Einars Bjarts, Chrissie Guðmundsdóttir fiðluleik- ari og Ólöf Sigursveinsdóttir selló- leikari: „Á fyrri plötunni minni, Heim- komu, er meira af hefðbundnum píanóverkum og aðeins minna af strengjum. Í Kyrrð langaði mig að kafa aðeins dýpra og fá strengi og um leið meiri breidd í tónlistina, þróa mig áfram. Ég tók upp píanóið heima hjá mér, ég er með lítinn flyg- il í stofunni, sem ég dempaði svo til að fá mjúkan tón. Tökurnar fóru því fram heima hjá mér og svo í stúdíói með strengjaleikurunum.“ Nóg er á döfinni hjá Einari Bjarti en þegar viðtalið var tekið var hann staddur í La Paz í Bólivíu og var búin að vera á ferðlagi í Suður- Ameríku í rúman mánuð. Einar Bjartur er píanókennari og vinnur mikið sem meðleikari. Í lok þessa mánaðar heldur hann tónleika á Ólafsfirði á Berjadögum og seinna litla tónleika á Selfossi. Einar Bjart- ur er síðan spenntur fyrir því að geta haldið útgáfutónleika fyrir nýju plötuna vonandi einhvern tímann í haust. Að sögn Einars Bjarts megum við eiga von á fleiri plötum frá honum en þó ekki strax: „Ég er ánægður með útkomuna á Kyrrð og mig langar að halda áfram að þróa tónlistina mína.“ jonagreta@mbl.is Bjartsýni og mögu- leikar í tónlistinni - Einar Bjartur Egilsson gefur út breiðskífuna Kyrrð Tjáningarleið Einar Bjartur Egilsson tónlistarmaður er höfundur nýju breiðskífunnar Kyrrðar, sem er hans tilraun til þess að finna innri ró. Ein af minnisbókum sænska leik- skáldsins Augusts Strindbergs, sem hvarf frá Konunglega bókasafninu í Stokkhólmi fyrir 50 árum, skaut ný- verið óvænt upp kollinum þegar hún var sett til sölu hjá uppboðsfyrirtæk- inu Sotheby’s í London. Þar var bók- in verðmetin á 15.000 pund sem sam- svarar um 2,4 milljónum íslenskra króna. Þessu greinir sænska dag- blaðið Dagens Nyheter frá. Þar kemur fram að starfsfólk Kon- unglega bókasafnsins hefur kært þjófnaðinn til lögreglunnar. Við- brögð forsvarsmanna Sotheby’s þegar þeim var gert viðvart var að taka bókina umsvifalaust úr sölu. August Strindberg er einn þekkt- asti rithöfundur Svíþjóðar. Í samtali við Dagens Nyheter segir Göran Söderström, sérfræðingur hjá Strindbergfélaginu, að þjófnaðurinn á bókinni sé með alvarlegri hand- ritaþjófnuðum samtímans. Segir hann minnisbókina, sem Strindberg skrifaði í á árunum 1893- 95, vera ómetanlegt gagn í höfund- arferli skáldsins. „Bókin er sér- staklega mikilvæg vegna þess að hún fjallar um tímann eftir að Strindberg yfirgaf Svíþjóð 1892 og hélt til Þýskalands og Parísar. Fáir vita það, en bókin inniheldur fjölda heimilisfanga fólks sem Strindberg var í samskiptum við,“ segir Söder- ström, sem er einn fárra sérfræð- inga sem náðu að skoða minnisbók- ina áður en hún hvarf, en hann rakst á bókina þegar hann var að skrifa doktorsritgerð sína fyrir hálfri öld. Samkvæmt frétt Dagens Nyheter var bókin hluti af safni Vilhelms Carlheims Gyllenskölds, en hann mun hafa keypt bókina af Fanny Falkner, sem var síðasta kærasta Strindbergs. Sænska lögreglan er nú með málið til rannsóknar. Ómetanlegt gagn í ferli Strindbergs - Horfin minnisbók sett á uppboð Ljósmynd/Herman Anderson Þekktur August Strindberg á mynd sem sennilega var tekin 1902.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.