Morgunblaðið - 21.07.2022, Page 8

Morgunblaðið - 21.07.2022, Page 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2022 Hjarta heimilisins Við hönnum innréttingar að þínum þörfum Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. Sumaropnun: Mán. – Föst. 10–17 Laugardaga LOKAÐ 2000 — 2022 Björn Bjarnason fjallar um bens- ínstöðvabrask borgarstjóra á vef sínum og segir að markvisst hafi verið reynt að þagga niður opinber- ar umræður um samningana. Þá vís- ar hann til fréttar Morgunblaðsins um málið snemma árs en að borgarstjóri hafi brugðist við með því að segja að taka þyrfti fréttum Morg- unblaðsins með fyr- irvara í aðdraganda kosninga! - - - Björn bendir á að ótrúlega lítið hafi verið minnst á bensínstöðvamálin í aðdraganda kosn- inganna en nú hafi annar af borgar- fulltrúum Sósíalista, Trausti Breið- fjörð Magnússon, skrifað um þau og segi að borgin gefi olíufélögunum grænt ljós á lóðabrask. - - - Trausti segi að í borgarráði hafi verið lögð fram tillaga um að færa Skeljungs-lóðina við Birkimel frá Skel fjárfestingarfélagi til félags- ins Reirs þróunar. Á lóðinni megi byggja án greiðslu innviðagjalds en kjörnir fulltrúar fái engar upplýs- ingar um söluverð lóðarinnar. - - - Björn segir að Morgunblaðið hafi spáð því í leiðara að þetta bensínstöðvabrask borgarstjóra mundi draga ófagran dilk á eftir sér. Grein borgarfulltrúa Sósíalista sýni að viðvörunarorðin hafi verið rétt- mæt. „Nú þegar olíufélög breytast í fasteignafélög og taka að selja fríð- indalóðirnar til annarra fasteigna- félaga er réttmætt að tala um lóða- brask með leynd og leyfi borgar- ráðs,“ segir Björn. - - - Hvers vegna telur borgarstjóri eðlilegt að afhenda slík gæði með þessum hætti? Borgarstjórinn og bensínstöðvarnar STAKSTEINAR Dagur B. Eggertsson Trausti Breið- fjörð Magnússon Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Raunveruleikaþáttaröðin The Bachelor hefur fengið mest endur- greitt úr endurgreiðslukerfi Kvik- myndamiðstöðvar Íslands á þessu ári. Greiðslan nemur um 75 millj- ónum króna. Eins og hefur verið greint frá var tvöfaldur lokaþáttur The Bachelor tekinn upp hér á landi og sýndur í vor. Endurgreiðslukerf- ið heyrir nú undir menningar- og viðskiptaráðuneytið sem hefur falið Kvikmyndamiðstöð Íslands umsjón. Færeysku sjónvarpsþættirnir Trom fylgja Bachelor á eftir en þeir hafa hlotið 61 milljón frá Kvik- myndamiðstöð í formi endur- greiðslna. Trom voru ólíkt The Bachelor ekki teknir upp hér á landi heldur voru þeir fyrstu þættirnir í sögunni til að vera eingöngu teknir upp í Færeyjum. Leifur B. Dag- finnsson, Elín Mjöll Þórhallsdóttir og Kristinn Þórðarson komu öll að framleiðslu þáttanna en þau eru öll á snærum íslenska framleiðslufyrir- tækisins True North. Í þriðja sæti er íslenska kvik- myndin Leynilögga sem var sýnd í kvikmyndahúsum fyrr á þessu ári. Hún var framleidd af Pegasus og fékk 20 milljónir í endurgreiðslu. Upplýsingar um endurgreiðslur til verkefna er hægt að nálgast á vef Kvikmyndamiðstöðvarinnar. AFP Trom Dönsku leikararnir Ulrich Thomsen og Maria Rich, ásamt færeyska leikaranum Olaf Johannessen úr Trom á sjónvarpsþáttahátíð í Mónakó. Bachelor fengið mest endurgreitt á árinu Uppselt var á Skötumessuna sem haldin var í Gerðaskóla í gærkvöld. Þar var á borðum kæst skata og saltfiskur með tilheyrandi meðlæti. Dói og Baldvin léku harmónikku- lög fyrir matinn. Páll Rúnar Pálsson frá Heiði í Mýrdal söng og fé- lagarnir Davíð Már og Óskar Ívars- son sungu við undirleik Jarls Sigur- geirssonar. Þá söng Sísí Ástþórs við undirleik Kristjáns R. Guðnasonar og Jón Arnór og Baldur fluttu nokk- ur lög. Jarl Sigurgeirsson stjórnaði fjöldasöng og karlakórinn Smala- drengir frá Kjalarnesi söng. Ein- söng og dúett með kórnum sungu Jón Magnús Jónsson og Ólafur Magnússon. Ræðumaður kvöldsins var Sigurður Tómasson. Þá var úthlutað styrkjum Skötu- messunnar sem byggjast á miðasöl- unni og stuðningi ýmissa velunnara. Á meðal þeirra sem hlutu styrki að þessu sinni voru Ferðasjóður NES, Velferðarsjóður Suðurnesja, Knatt- spyrnufélagið Víðir, Miðstöð sí- menntunar á Suðurnesjum, ferða- sjóður Bjargarinnar, dagdvöl aldr- aðra í Garði, Krabbameinsfélag Suðurnesja og ýmsir einstaklingar sem eiga um sárt að binda. Helstu bakhjarlar Skötumess- unnar eru Skólamatur, Suðurnesja- bær, Icelandair og gestir sem mæta á viðburðinn. gudni@mbl.is Uppselt var á Skötumessu í Garði - Fjölbreytt skemmtidagskrá - Fjölda styrkja var úthlutað til góðra málefna Morgunblaðið/GE Garður Vinsæl Skötumessa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.