Morgunblaðið - 21.07.2022, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 21.07.2022, Qupperneq 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2022 Hjarta heimilisins Við hönnum innréttingar að þínum þörfum Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. Sumaropnun: Mán. – Föst. 10–17 Laugardaga LOKAÐ 2000 — 2022 Björn Bjarnason fjallar um bens- ínstöðvabrask borgarstjóra á vef sínum og segir að markvisst hafi verið reynt að þagga niður opinber- ar umræður um samningana. Þá vís- ar hann til fréttar Morgunblaðsins um málið snemma árs en að borgarstjóri hafi brugðist við með því að segja að taka þyrfti fréttum Morg- unblaðsins með fyr- irvara í aðdraganda kosninga! - - - Björn bendir á að ótrúlega lítið hafi verið minnst á bensínstöðvamálin í aðdraganda kosn- inganna en nú hafi annar af borgar- fulltrúum Sósíalista, Trausti Breið- fjörð Magnússon, skrifað um þau og segi að borgin gefi olíufélögunum grænt ljós á lóðabrask. - - - Trausti segi að í borgarráði hafi verið lögð fram tillaga um að færa Skeljungs-lóðina við Birkimel frá Skel fjárfestingarfélagi til félags- ins Reirs þróunar. Á lóðinni megi byggja án greiðslu innviðagjalds en kjörnir fulltrúar fái engar upplýs- ingar um söluverð lóðarinnar. - - - Björn segir að Morgunblaðið hafi spáð því í leiðara að þetta bensínstöðvabrask borgarstjóra mundi draga ófagran dilk á eftir sér. Grein borgarfulltrúa Sósíalista sýni að viðvörunarorðin hafi verið rétt- mæt. „Nú þegar olíufélög breytast í fasteignafélög og taka að selja fríð- indalóðirnar til annarra fasteigna- félaga er réttmætt að tala um lóða- brask með leynd og leyfi borgar- ráðs,“ segir Björn. - - - Hvers vegna telur borgarstjóri eðlilegt að afhenda slík gæði með þessum hætti? Borgarstjórinn og bensínstöðvarnar STAKSTEINAR Dagur B. Eggertsson Trausti Breið- fjörð Magnússon Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Raunveruleikaþáttaröðin The Bachelor hefur fengið mest endur- greitt úr endurgreiðslukerfi Kvik- myndamiðstöðvar Íslands á þessu ári. Greiðslan nemur um 75 millj- ónum króna. Eins og hefur verið greint frá var tvöfaldur lokaþáttur The Bachelor tekinn upp hér á landi og sýndur í vor. Endurgreiðslukerf- ið heyrir nú undir menningar- og viðskiptaráðuneytið sem hefur falið Kvikmyndamiðstöð Íslands umsjón. Færeysku sjónvarpsþættirnir Trom fylgja Bachelor á eftir en þeir hafa hlotið 61 milljón frá Kvik- myndamiðstöð í formi endur- greiðslna. Trom voru ólíkt The Bachelor ekki teknir upp hér á landi heldur voru þeir fyrstu þættirnir í sögunni til að vera eingöngu teknir upp í Færeyjum. Leifur B. Dag- finnsson, Elín Mjöll Þórhallsdóttir og Kristinn Þórðarson komu öll að framleiðslu þáttanna en þau eru öll á snærum íslenska framleiðslufyrir- tækisins True North. Í þriðja sæti er íslenska kvik- myndin Leynilögga sem var sýnd í kvikmyndahúsum fyrr á þessu ári. Hún var framleidd af Pegasus og fékk 20 milljónir í endurgreiðslu. Upplýsingar um endurgreiðslur til verkefna er hægt að nálgast á vef Kvikmyndamiðstöðvarinnar. AFP Trom Dönsku leikararnir Ulrich Thomsen og Maria Rich, ásamt færeyska leikaranum Olaf Johannessen úr Trom á sjónvarpsþáttahátíð í Mónakó. Bachelor fengið mest endurgreitt á árinu Uppselt var á Skötumessuna sem haldin var í Gerðaskóla í gærkvöld. Þar var á borðum kæst skata og saltfiskur með tilheyrandi meðlæti. Dói og Baldvin léku harmónikku- lög fyrir matinn. Páll Rúnar Pálsson frá Heiði í Mýrdal söng og fé- lagarnir Davíð Már og Óskar Ívars- son sungu við undirleik Jarls Sigur- geirssonar. Þá söng Sísí Ástþórs við undirleik Kristjáns R. Guðnasonar og Jón Arnór og Baldur fluttu nokk- ur lög. Jarl Sigurgeirsson stjórnaði fjöldasöng og karlakórinn Smala- drengir frá Kjalarnesi söng. Ein- söng og dúett með kórnum sungu Jón Magnús Jónsson og Ólafur Magnússon. Ræðumaður kvöldsins var Sigurður Tómasson. Þá var úthlutað styrkjum Skötu- messunnar sem byggjast á miðasöl- unni og stuðningi ýmissa velunnara. Á meðal þeirra sem hlutu styrki að þessu sinni voru Ferðasjóður NES, Velferðarsjóður Suðurnesja, Knatt- spyrnufélagið Víðir, Miðstöð sí- menntunar á Suðurnesjum, ferða- sjóður Bjargarinnar, dagdvöl aldr- aðra í Garði, Krabbameinsfélag Suðurnesja og ýmsir einstaklingar sem eiga um sárt að binda. Helstu bakhjarlar Skötumess- unnar eru Skólamatur, Suðurnesja- bær, Icelandair og gestir sem mæta á viðburðinn. gudni@mbl.is Uppselt var á Skötumessu í Garði - Fjölbreytt skemmtidagskrá - Fjölda styrkja var úthlutað til góðra málefna Morgunblaðið/GE Garður Vinsæl Skötumessa.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.