Morgunblaðið - 21.07.2022, Blaðsíða 44
44 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2022
✝
Nanna Sæ-
mundsdóttir
fæddist 5. ágúst
1950 í Skagafirði.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu
Hömrum 10. júlí
2022.
Foreldrar
hennar voru Sæ-
mundur Jónsson,
f. 28. nóvember
1915, d. 13. maí
1993, og Mínerva Gísladóttir,
f. 14. september 1915, d. 9.
febrúar 1998. Systkini Nönnu:
Erla, f. 1936, d. 2010, Jón, f.
1939, Soffía, f. 1940, Sig-
urbjörg, f. 1942, Oddný, f.
1943, Sigríður, f. 1946, d.
2014, Gísli, f. 1947, drengur,
f. 1949, d. 1949.
Nanna ólst upp á Bessastöð-
um í Sæmundarhlíð. Hún klár-
börn Nönnu eru sex talsins:
Bjarmi Leó, Daníel Smári,
Nanna, Stefán Ingi, Davíð Þór
og Arnar Freyr.
Nanna hafði unun af að
ferðast með fjölskyldu og vin-
um. Bakstur og eldamennska
áttu stóran sess í hennar lífi
og hafði hún gaman af að
undirbúa veislur með systrum
sínum og taka á móti fjöl-
skyldu og vinum. Það verður
nú samt að segjast að hennar
helsta áhugamál voru barna-
börnin og hlúði hún að þeim
af einstakri natni. Sjúkraliða-
starfinu unni hún af öllu
hjarta, hún naut þess að
starfa á Landspítalanum og
eignaðist hún þar sínar bestu
vinkonur.
Nanna var heilsuhraust
lengst af en árið 2018 greind-
ist hún með alzheimersjúk-
dóminn sem tók hana alltof
hratt. Síðasta rúma árið bjó
hún á hjúkrunarheimilinu
Hömrum.
Nanna verður jarðsungin
frá Árbæjarkirkju í dag, 21.
júlí 2022, klukkan 13.
aði barnaskóla
Staðarhrepps og
vann í verslun
Bjarna Har á
Sauðárkróki, við
matseld á Hólum í
Hjaltadal og Sól-
heimum í Gríms-
nesi. Nanna flutti
til Reykjavíkur
1971 og lauk
sjúkraliðaprófi frá
Landspítalanum
það sama ár. Á Landspít-
alanum vann hún sleitulaust á
árunum 1971-2017, lengst af á
deild 11-B.
Árið 1971 giftist Nanna
Stefáni Helgasyni, f. 19. sept-
ember 1934, d. 27. febrúar
2017. Fyrir átti Stefán börnin
Skafta, Þórólf og Helgu. Börn
Stefáns og Nönnu eru Hlynur
Freyr og Bylgja Rún. Barna-
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Elsku mamma.
Okkur fannst þetta ljóð segja
svo margt um síðustu ár. Við
erum svo þakklát fyrir þig og
árin sem við áttum saman. Við
brölluðum margt, utanlands-
ferðir, sumarbústaðaferðir,
sunnudagskvöldin og bara
hversdagsleikinn frá degi til
dags. Við systkinin og fjöl-
skyldur röðuðum okkur í kring-
um ykkur pabba, það segir
margt um hversu notalegt hef-
ur verið að hafa ykkur í okkar
lífi.
Takk fyrir allt, elsku
mamma, þú varst sú allra
besta.
Hlynur og Bylgja.
Elsku tengdamamma okkar,
þegar við sitjum hér saman og
rifjum upp liðna tíma þá erum
við svo full af þakklæti fyrir all-
ar þær góðu stundir sem við
höfum átt með þér. Það er svo
ótalmargt sem við höfum brall-
að saman sem skilur eftir svo
ljúfar og góðar minningar. Það
sem er okkur efst í huga er
sunnudagsmaturinn sem var al-
gjörlega ómissandi en þá hitt-
umst við öll, fórum yfir vikuna,
ræddum um daginn og veginn
og nutum þess að vera saman í
góðum félagsskap. Þarna núll-
stilltum við okkur fyrir vikuna.
Við vorum kannski ekki alltaf
sammála, Nanna mín, um það
hver grilltíminn ætti að vera á
kjötinu því krafan frá þér var
að allt kjöt væri steikt í gegn,
en við leystum það að sjálf-
sögðu þannig að allir fengu sitt.
Við erum sammála um það að
betri ferðafélaga er vart hægt
að hugsa sér. Árlegar sumarbú-
staðaferðir og ótalmörg fjöl-
skyldufrí til hinna ýmsu landa
skilja eftir hafsjó af ljúfum
minningum. Jólaferð okkar
stelpnanna til Heidelberg var
frábær þar sem við keyptum
fallegt jólaskraut og fengum
okkur púrtvín, þar varst þú í
essinu þínu.
Þið Stebbi voruð einstök.
Frá fyrstu kynnum vorum við
velkomin inn í ykkar líf og
heimili. Þar var ávallt gott að
koma. Þið voruð ósérhlífin og
nutuð þess að hafa barnabörnin
hjá ykkur öllum stundum.
Heimilið oft undirlagt eftir leik
barnanna og ykkur stóð á sama
um það. Það sem þeim þótti
gott að dvelja hjá ykkur. Hjá
ömmu og afa lærðu allir að
spila og þegar farið var á rúnt-
inn með ömmu var hlustað á
Johnny Cash. Mögulega vegna
þess að diskurinn var fastur í
tækinu.
Mikil var lífsins lukka að fá
að vera samferða þér í lífinu.
Þú ert okkur fyrirmynd með
svo ótal margt og skilur mikið
eftir. Við gátum ávallt leitað til
þín og gerðum við það óhikað.
Það var gott að leita til þín.
Okkur þótti vænt um að hafa
þig viðstadda fæðingu allra
okkar barna, þar lagðir þú svo
sannarlega grunninn að þeim
sterku tengslum sem þú áttir
við öll þín barnabörn. Við verð-
um þér ævinlega þakklát fyrir
það hve traust og góð þú varst
við okkur. Þinn stuðningur og
leiðsögn var okkur dýrmæt. Þú
átt stóran stað í hjarta okkar
og við minnumst þín með hlý-
hug.
Megir þú hvíla í friði, elsku
Nanna, minning þín lifir.
Þín tengdabörn,
Bjarni og Matta.
Elsku amma.
Við sitjum hér öll saman
barnabörnin þín og erum öll
sammála um það hve hlý og
góð þú varst. Þú varst alltaf til
staðar.
Við munum öll eftir því að
hafa farið eftir hvern einasta
dag í fyrsta bekk til ömmu
beint úr skólanum. Það var
heilmikið ferðalag þar sem við
þurftum að klífa Reykásbrekk-
una sem var ekkert grín þegar
maður var í fyrsta bekk. Hún
gat verið krefjandi að klífa
vegna erfiðra aðstæðna eins og
í snjó og rigningu. En þegar
komið var á leiðarenda varð
allt þess virði því amma og afi
biðu okkar með besta mat í
heiminum tilbúinn. Þar var far-
ið yfir heimsmálin og amma
kenndi okkur öllum t.d. marg-
földunartöfluna, faðirvorið og
að spila. Á hótel Reykási áttu
allir sinn tannbursta og sæng
og kodda. Einnig var heims-
frægur veitingastaður á hótel-
inu þar sem amma eldaði sinn
fræga mat. Frægasti rétturinn
hennar ömmu var grillaður
kjúklingur á teini. Þegar lýð-
urinn heyrði fréttirnar að það
væri kjúklingur á teini missti
hann vitið.
Það var einn dagur á ári
þegar við krakkarnir forðuð-
umst Reykásinn. Það var á
Þorláksmessu þegar afi var að
sjóða skötuna. Þegar kokkur-
inn var í fríi var farið með lýð-
inn á Skalla í Árbænum og
keypt bland í poka. Síðan var
farið á vídeóleiguna og leigðar
tvær myndir, ein gömul og ein
ný. Á leiðinni heim var síðan
hækkað í græjunum og Johnny
Cash spilaður. Það var ekki
verið að slá nein hraðamet á
leiðinni heim í akstrinum. Þeg-
ar komið var heim var ann-
aðhvort spilað langt fram á
kvöld eða horft á mynd. Ef það
var mikill æsingur í mann-
skapnum glímdum við en það
vita ekki margir að amma var
rosaleg í glímu. Hún var þó
með einn veikleika, hún var
mjög kitlin. Það jafnaði samt
aðeins leikana. Amma var líka
svakalegur húsasmiður. Það
sem hún hjálpaði okkur alltaf
að búa til heilu virkin inni í
stofu úr stólum, pullum og
teppum. Það var öllu tjaldað
til. Svo var amma líka smá
safnari. Vínbúðin myndi fá
minnimáttarkennd ef þeir sæju
áfengissafnið hennar ömmu þar
sem það þakti vegginn fyrir of-
an eldhúsborðið. Hellingur af
litlum vínflöskum í öllum litum
og tegundum. Amma passaði
alltaf að allir færu frá mat-
arborðinu pakksaddir. Það
vantaði aldrei mat heima hjá
ömmu og var ísskápurinn alltaf
troðfullur. Ef maður t.d. nefndi
við ömmu að manni fyndist
eitthvert kex gott var daginn
eftir búið að fylla allar hillur af
kexinu. Það var sko alvöru
þjónusta hjá ömmu.
Amma var yndislegasta
manneskja sem við höfum hitt.
Við krakkarnir vorum alltaf hjá
henni þegar við vorum yngri og
Reykásinn var annað heimilið
okkar. Hún var rosalega bón-
góð, umburðarlynd og gerði
hvað sem er fyrir okkur. Takk
fyrir allar góðu stundirnar,
elsku amma okkar. Við munum
sakna þín.
Bjarmi Leó, Daníel
Smári, Nanna, Stefán
Ingi, Davíð Þór
og Arnar Freyr.
Elsku frænka mín, hún
Nanna frænka, hefur kvatt
okkur.
Ég er ævinlega þakklát fyrir
samfylgdina í gegnum lífið og
mun geyma allar góðu minning-
arnar okkar í hjarta mér.
Nanna var í raun mín föð-
urfjölskylda, hún heimsótti mig
alltaf á Þorláksmessu þegar ég
var lítil og færði mér pakka frá
afa og ömmu. Þegar ég fékk
bílpróf fór ég að heimsækja
Nönnu á Þorláksmessu og þeg-
ar ég var búin að eignast stelp-
urnar mínar færðum við daginn
okkar yfir á laugardag eða
sunnudag í desember þar sem
ég mætti með þær í kaffi til
Nönnu og þá var nú heldur bet-
ur veisla, ekki minna en átta
sortir af smákökum, lagtertur,
peruterta, pönnukökur og alltaf
heitur réttur, heitt súkkulaði
og kaffi. Þetta var borið á borð
fyrir okkur þrjár. Eydís og
Birgitta lærðu fljótt inn á
þennan sið okkar Nönnu og
voru ekki nema 3-4 ára þegar
þær fóru að spyrja í desember:
„Hvenær förum við að heim-
sækja Nönnu frænku?“ Þær
voru oft búnar að æfa söng eða
dansatriði sem þær sýndu
Nönnu og Stebba. Svo vorum
við alltaf búnar að finna eitt-
hvert fallegt jólaskraut til að
færa Nönnu okkar. Nanna var
mikið jólabarn og það var svo
skemmtilegt að kaupa fallegt
jólaskraut og færa henni. Við
söknum þessara stunda sem við
áttum fyrir jólin með Nönnu
frænku og við varðveitum
minningarnar.
Elsku Hlynur, Bylgja og fjöl-
skyldur, ég votta ykkur mína
dýpstu samúð.
Ég er þakklát fyrir Nönnu
mína og samfylgdina með henni
í gegnum lífið, hún var uppá-
haldsfrænkan mín og ég mun
varðveita minningu hennar.
Selma Gísladóttir.
Útbreiddur faðmur og inni-
legt faðmlag, þannig minnumst
við Nönnu okkar. Ásamt gleði
hennar, rökfesti, ákveðni og
hlýju, enda ómaði hláturinn oft
þar sem hún var. Vinnusemi og
vandvirkni, alltaf allt hreint og
fínt og nýtt kaffi að hellast upp
á.
Fjölmargar minningar eigum
við bræður af henni úr barn-
æsku okkar sem eru okkar afar
kærar í dag. Það eru einhvern
veginn endalaust góðar minn-
ingar þegar horft er til baka,
samverustundir í sumarbústöð-
um, í Gunnarsholti, Reykási,
Munaðarnesi eða Skagafirði
voru svo margar, fjörugar og
ánægjulegar. Minnisstæðar eru
þrettándaveislurnar sem hún
hélt í Reykásnum en þær voru
með allra bestu veislum sem
við fórum í og við hlökkuðum
til allt haustið. Það er óhætt að
fullyrða að borðið svignaði und-
an kræsingunum, ættingjar
sem við höfðum ekki séð lengi
og síðan út að sprengja flug-
elda og upplifa þrettándann í
Reykjavík. Einnig þegar við
vorum í pössun hjá henni sem
börn, það var alltaf tilhlökk-
unarefni, einhvern veginn var
alltaf nóg að gera og gleði og
fjör í loftinu, og gaman fyrir
sveitastrákana að koma til
Reykjavíkur og upplifa borg-
ina.
Þegar horft er til baka þá
sjáum við alltaf betur og betur
hve einstakt lag hún hafði á
börnum, enda var sá hæfileki
og umhyggja fyrir ungviðinu
alltaf með henni, líka undir lok-
in þegar veikindin herjuðu á,
þá samt passaði hún að litla
fólkið fengi athygli, nóg að
borða og hún hafði lag á að
tengja við þau og hjálpa þeim
þegar vantaði upp á þroska og
getu.
Ekki er hægt að hugsa til
Nönnu okkar án þess að að
nefna hversu mikill afburða-
kokkur og afbragðsbakari hún
var. Þar sem við bræður höfum
alltaf verið miklir matmenn þá
var alltaf gott að koma í Rey-
kásinn, smakka nýjar gerðir af
smákökum og spjalla um
heima og geima. Hún gat sett
saman afbragðsveislu á engum
tíma, bara á sinn gleðilega og
jákvæða hátt birtist kaka,
smákökur, kakó og kaffi, enda
var það ekki fyrr en seinna
þegar við ætluðum að leika
þetta eftir að við sáum að
þetta er ekki á færi venjulegra
einstaklinga
Hugur okkar er hjá Bylgju
og Bjarna, Hlyni og Möttu og
krökkunum. Það er sárt að
missa Nönnu okkar, en hún var
sannarlega búin að gefa af sér
alla sína tíð og hennar ævi að
kveldi komin þegar hún kvaddi
þennan heim.
Okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Runólfur, Páll og Sæ-
mundur Sveinssynir.
Elsku Nanna móðursystir
mín er fallin frá eftir löng og
ströng veikindi. Ég er svo
heppin að vera komin af sterk-
um og heilsteyptum konum.
Nanna er heldur betur í þeim
hópi og mun ég ávallt líta upp
til hennar í leik og starfi með
þakklæti fyrir allt sem hún hef-
ur kennt mér.
Öll hennar iðja einkenndist
af dugnaði, festu og áreiðan-
leika. Hún og mamma mín heit-
in, Sigríður Sæmundsdóttir,
voru afar nánar og samrýmdar
í öllu sínu. Því skipa Nanna og
fjölskylda stóran sess í öllum
okkar hefðum s.s. í jólaundir-
búningi og þegar einhverjir við-
burðir hafa verið. Þær mamma
bökuðu t.d. alltaf fyrir jólin og
voru búnar að því um miðjan
nóvember ár hvert. Auk þess
matbjuggu þær ýmislegt sama
árið um kring og voru allar
frystikistur fylltar af slátri,
steiktum kleinur og flatbrauð
svo eitthvað sé nefnt. Þegar
þær voru að bardúsa í þessu
öllu áttum við krakkarnir
gæðastundir við að hjálpa smá
til en aðallega að leika okkur
saman.
Þrátt fyrir að hafa unnið
mikið alla tíð þá var Nanna
mikil húsmóðir, hélt fallegt
heimili og átti alltaf til bakkelsi
með kaffinu. Enginn gerði betri
súkkulaðiköku en Nanna. Það
eru ófá dásemdar samtölin sem
við áttum við eldhúsborðið í
Reykásnum og einnig á ég
margar góðar minningar um
samverustundir við Nönnu
mína, bæði í sveitinni á Bessa-
stöðum i Skagafirði og svo við
eldhúsborðið hjá ömmu og afa
á Öldustígnum á Króknum.
Elsku frænka ég mun svo
sannarlega sakna þín en minn-
ingarnar sem þú og mamma
sköpuðu fyrir okkur eru ómet-
anlegar og munu lifa með okk-
ur um alla tíð. Takk fyrir allt.
Elsku Bylgja, Hlynur og fjöl-
skyldur missirinn er stór þegar
maður missir mömmu sem var
mamma og amma af lífi og sál.
En á sama tíma er hægt að ylja
sér við minningarnar og hefð-
irnar sem hún skapaði. Hvíl í
fríði elsku Nanna mín.
Íris Eik Ólafsdóttir.
Drottinn blessi alla, er unna þér,
sem eru farnir, eða dvelja hér,
og gefi þeim að lifa í ljóssins trú,
sem leggur milli sólkerfanna brú.
Mér gefur sýn, þú kemur heill í hlað,
heilsa vinir þér á fögrum stað.
Mér gefur sýn, og gleðin hrífur mig,
guðleg birta ljómar kringum þig.
(Jón Jónsson Skagfirðingur)
Svo kvað afi Nönnu frá
Bessastöðum í Sæmundarhlíð.
Við kveðjum í dag elskulega
mágkonu mína, en bjartar
minningar um vináttu hennar
og tryggð munu lifa áfram í
huga okkar.
Nanna ólst upp í skagfirsk-
um dal við búskap og sveita-
menningu. Hún giftist ung
Skagfirðingnum Stefáni
Helgasyni frá Tungu. Hann
lést fyrir nokkrum árum eftir
erfiðan sjúkdóm. Þá var hún
farin að finna fyrir þeim veik-
indum sem nú hafa bundið
enda á líf hennar, langt um
aldur fram. Margar ógleyman-
legar ánægjustundir áttum við
með þeim hjónum yfir veislu-
mat eða kaffibolla og ræddum
um Skagafjörðinn eða bara um
lífið og tilveruna. Það var
ávallt tilhlökkunarefni fyrir
okkur þegar við komum til
Reykjavíkur að koma í morg-
unkaffi til Nönnu og mæta þar
einstakri hlýju og gestrisni.
Við minnumst þeirra samveru-
stunda með söknuði og virð-
ingu.
Heimili þeirra hjóna í
Reykjavík var afar smekklegt
og glæsilegt í senn enda þau
einstaklega gestrisin og höfð-
ingjar heim að sækja. Nanna
var einstök húsmóðir, listagóð
matreiðslukona og við borð
hennar var alltaf pláss. Heim-
ilishættir þeirra hjóna voru
rómaðir eins og mætur maður
skrifaði. Allir sem þau hjónin
sóttu heim hafa góðar minn-
ingar frá heimili þeirra.
Nanna var gædd miklum
mannkostum, góðum gáfum,
velviljuð og vinaföst. Hún var
einstaklega hæfileikarík og allt
virtist leika í höndunum á
henni. Hún var ákaflega hóg-
vær kona, rólynd og yfirveguð,
en það var aldrei langt í gleðina
og húmorinn. Nanna var trygg
vinum sínum og afar heilsteypt
manneskja og hnjóðaði aldrei í
neinn.
Það voru forréttindi að fá að
kynnast henni og eiga hana að
vinkonu um langt árabil. Að
leiðarlokum er mér efst í huga
söknuður og þakklæti fyrir ára-
langa vináttu og samskipti sem
aldrei bar skugga á. Ég er
henni ævarandi þakklátur fyrir
hversu elskuleg hún var við
syni okkar Oddnýjar. Öll voru
þau samskipti á einn veg, hún
var traustur félagi, hrein og
bein, vinaföst og frá henni staf-
aði mikil innri hlýja. Fjölskyld-
ur, ættingjar og vinir kveðja nú
mikilhæfa konu með söknuði og
þakklæti fyrir að hafa fengið að
njóta samvistanna við hana.
Við hjónin vottum Bylgju
Rún, Hlyni Frey og fjölskyld-
um þeirra innilega samúð okk-
ar.
Sveinn Runólfsson.
Nú er hún Nanna okkar fall-
in frá.
Nanna var sjúkraliði á Land-
spítala við Hringbraut og hafði
unnið þar í mörg ár. Þegar
meltingar- og nýrnadeild flutt-
ist á 12E við Hringbrautina ár-
ið 2006 byrjaði hún að vinna
þar. Það voru forréttindi að
vinna með Nönnu. Hún var
dugnaðarforkur, stundvís, dríf-
andi, ósérhlífin og góður leið-
beinandi. Hún sinnti sínum
sjúklingum afar vel, af hlýju,
natni, rósemi, yfirvegun, kost-
gæfni og virðingu. Það var allt-
af gott að vinna með henni.
Hún var sterkur karakter,
hreinskilin, hlý, glettin, trygg
og traust. Nanna var elskuð og
dáð af samstarfsfólki og sjúk-
lingum. Hún var góð í gegn.
Margar minningar koma í
hugann tengdar henni Nönnu
okkar, sem hægt væri að telja
endalaust upp. Nanna var alltaf
fyrst að mæta í vinnu upp úr
klukkan sjö. Nanna var fyrst að
standa upp ef við áttum að fara
að gera eitthvað og sagði:
„Jæja, komið þið stelpur mínar,
drífum þetta af.“ Ég sé fyrir
mér Nönnu að ganga eftir
ganginum í ljósgula vinnu-
jakkanum, alltaf að vinna og
fara inn á stofurnar til sjúk-
linga á sinn yfirvegaða hátt.
Eitt stendur þó upp úr en það
er sörurnar og marenskakan
hennar, sem hún kom oft með á
Þorláksmessukvöld eða yfir jól-
in. Sörurnar voru himneskar og
marenskakan ekki síðri. Nanna
verður alltaf Nannan okkar
vinnufélaga á deild 12E og
hennar er sárt saknað.
Nanna var gæfukona í einka-
lífi og var fjölskyldan henni af-
ar dýrmæt.
Við þökkum Nönnu okkar
samfylgdina og vottum ástvin-
um hennar dýpstu samúð.
Blessuð sé minning Nönnu Sæ-
mundsdóttur.
F.h. samstarfsmanna á deild
12E á Landspítalanum,
Guðrún Yrsa
Ómarsdóttir hjúkrunar-
deildarstjóri.
Nanna
Sæmundsdóttir