Morgunblaðið - 21.07.2022, Blaðsíða 57
MENNING 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2022
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
CHRIS
HEMSWORTH
CHRISTIAN
BALE
TESSA
THOMPSON
TAIKA
WAITITI
RUSSELL
WITH CROWE
NATALIE
AND PORTMAN
96%
Empire
The Playlist BBC The sun
Total FilmRogerEbert.com
HJÖRTUR JÓHANN JÓNSSON ALDÍS AMAH HAMILTON AHD TAMIMI GUÐJÓN DAVÍÐ KARLSSON
LÍSA PÁLSDÓTTIR HARALD G. HARALDS KATRÍN HALLDÓRA SIGURÐARDÓTTIR 82%
N
ýja íslenska kvikmyndin Þrot segir
frá dularfullu andláti ungrar konu,
Söru (Silja Rós), sem skekur lítið
samfélag úti á landi. Kvikmyndin
fylgir þremur ólíkum sögupersónum sem allar
tengjast hinni látnu á ólíkan hátt: systur henn-
ar, Örnu (Anna Hafþórsdóttir), eiginmanni
hennar, Júlíusi (Bjarni Snæbjörnsson), og
systur hans, Rögnu (Bára Lind Þórarins-
dóttir). Gömul sár verða að nýjum og nú reynir
á fjölskylduböndin sem aldrei fyrr. Þrot er því
enn ein íslenska myndin sem flokkast undir
sakamáladrama en miðað við íslenska kvik-
myndasögu mætti halda að það væri morð um
hverja helgi hérlendis.
Kvikmyndin hlaut verðlaun fyrir bestu
erlendu myndina á San Diego Movie Awards
sem haldin er á hverju misseri. Auk þess hefur
hún verið valin til þátttöku á BARCIFF
(Barcelona Indie Filmmakers Festival),
Crown Wood International Film Festival og
New Wave Film Festival í Þýskalandi en valið
er inn á þær hátíðir mánaðarlega.
Þrot er frumraun Heimis Bjarnasonar en
hann útskrifaðist úr Prague Film School árið
2016 og hefur undanfarin sex ár aðallega starf-
að sem klippari. Það er alltaf ánægjulegt að sjá
ungt kvikmyndagerðarfólk taka sín fyrstu
skref í kvikmyndageiranum. Ungt fólk verður
að hafa rými til að skapa, mistakast stundum
en þroskast um leið og vaxa sem listamenn.
Það er aðdáunarvert að þora að gera kvik-
mynd í fullri lengd og að fjármagna hana að
fullu sjálfur eins Heimir þurfti að gera.
Þrot segir í rauninni þrjár sögur sem sam-
einast í lokin, svona svolítill Love Actually
(Richard Curtis, 2003) fílingur en það er það
eina sem þessar myndir eiga sameiginlegt.
Ástin er fremur takmörkuð í Þroti en löngunin
í ást, eða viðurkenningu, er hins vegar sýnileg
í öllum þremur aðalpersónum myndarinnar en
persónusköpunin er sterkasti hluti myndar-
innar. Ragna og Arna eru mjög mannlegar og
auðvelt fyrir áhorfendur að samsama sig þeim
persónum. Ragna veit ekki alveg hver hún er
eða hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir hana
og kann svo sannarlega ekki að velja sér fyrir-
myndir. Arna er meiri uppreisnarseggur en
greinilega mikil tilfinningavera inn við beinið.
Júlíus byggir sjálfsmynd sína á því að uppfylla
kröfur samfélagsins, þ.e. að njóta velgengni á
vinnumarkaði og eignast fallega íbúð og konu.
Ekkert gat undirbúið hann fyrir þá óhamingju
sem hann átti eftir að mæta. Júlíus er illmenni
sögunnar og karlmennskan uppmáluð, hann er
alltaf vel greiddur, klæddur jakkafötum og
með uppstrílað brosið sem er ekkert annað en
tilbúningur. Bjarni Snæbjörnsson er fullkom-
inn í þetta hlutverk enda svo fallegur að það er
næstum því óhugnanlegt. Bjarni fer síðan með
best skrifuðu setninguna í myndinni: „Í dag
eru allir að reyna að vera eitthvað öðruvísi,
feitir, barnlausir, trans. Það er ekki lengur
sexý að vera eðlilegur. En þú, þú vilt bara vera
venjuleg. Þannig að ég hrósa þér fyrir það.“
Þessi setning endurspeglar mjög vel hver
Júlíus er sem persóna en hann lítur á lífið sem
kapphlaup og þeir sem taka ekki þátt eða fara
aðrar leiðir eru minna virði í hans augum.
Þrot minnir mig á WASGIJ?-púsluspil en
fyrir þá sem þekkja það ekki þá er það púslu-
spil þar sem sá sem er að púsla veit ekki hvað
hann er að púsla fyrr en því er lokið, það er
engin mynd til fyrirmyndar. Kvikmyndin er
s.s. mjög ruglingsleg, það er erfitt er að átta
sig á því hvaða söguþræði og sögupersónu
áhorfendur eiga að fylgja og hvaða kvik-
myndagrein Þrot tilheyrir. Í byrjun leit út
fyrir að um væri að ræða einhvers konar vís-
indaskáldskap eða framtíðarmynd af því að
fyrirtæki Júlíusar, Vandale, virtist hafa
óvenjulega mikil völd í þessu litla samfélagi,
alls staðar var hægt að sjá varning merktan
fyrirtækinu en það reyndist síðan ekki vera en
eins og fram hefur komið er Þrot sakamála-
drama. Galli myndarinnar er sá að hún er út
um allar trissur. Myndin tekst á við mál eins
og spillingu innan fyrirtækis og heils sam-
félags, fíkniefnaneyslu, brotnar fjölskyldur og
síðast en ekki síst andlát ungrar og efnilegrar
konu. Þetta er efni í margar kvikmyndir og
með því að reyna að koma þessu öllu fyrir kæf-
ir Heimir söguþráðinn. Það var oft sem rýnir
missti þráðinn og eftir myndina var mörgum
spurningum enn ósvarað. Í henni eru t.d. alltof
margar persónur sem skipta ekki lykilmáli
fyrir söguframvinduna og hefði því mátt
sleppa. Þar má nefna Gumma (Vilhjálmur
Hjálmarsson) sem er einn af alltof mörgum
sem tengjast morðmálinu á einhvern hátt og
fyrrverandi kærasta Rögnu (Tómas Howser)
en endurlitin hefðu alveg verið möguleg án
hans. Auk þess eru sum atriðin óþörf eins og
kynlífsatriði myndarinnar þegar lögfræðing-
urinn, Rikki (Gunnar Kristinsson), fer niður á
Örnu á skrifstofu sinni. Hið sama mætti segja
um kvikmyndatökuna. Stundum er eins og
myndin sé sett saman úr ýmsum skotum frá
mismunandi kvikmyndum, það er enginn sam-
felldur kvikmyndastíll í myndinni. Fallegu
drónaskotin af íslenska landslaginu pössuðu
t.d. ekki við restina af myndinni. Það er líka
eitt skot sem virkar eins og skrattinn úr sauð-
arleggnum af því að það lítur út fyrir að hafa
verið tekið á filmu, þ.e. þegar Rikki er á leið-
inni að sækja Örnu á gamaldags bílnum sínum.
Skotið er virkilega flott en stingur í stúf við hin
skotin í myndinni. Atriðið í kjölfarið er líkt og
úr gamanmynd, Rikki og Arna sitja þétt sam-
an í litla bílnum og reykja. Atriðið minnir mig
á íslensku gamanmyndina Bakk (2015) eftir
Davíð Óskar Ólafsson og Gunnar Hansson.
Það er greinilegt að Heimir sækir inn-
blástur í myndir Tarantino. Þrot inniheldur
margar persónur sem allar fá sína sögu líkt og
t.d. í Pulp Fiction (1994) en hann hefur hins
vegar ekki sömu tök á handritinu og
Tarantino.
Þrátt fyrir fyrrnefnda vankanta er Þrot gott
byrjandaverk og spennandi mynd en gjarnan
ruglingsleg. Það er t.d. virkilega flott hvernig
Heimir notar umhverfishljóð til þess að skapa
spennu eins og í atriðinu þegar Dísa tekur
Rögnu í bíltúr til þess að semja við hana. Í því
atriði skapa rúðuþurrkurnar spennuna. Einnig
verð ég að hrósa Heimi fyrir jafna kynjaskipt-
ingu bæði fyrir framan og aftan tökuvélina,
sérstaklega í ljósi þess hversu karllægur kvik-
myndaiðnaðurinn er hérlendis og almennt.
Í viðtali við Morgunblaðið sl. sunnudag
sagðist Heimir vera kominn langt með handrit
að gamanmynd með rómantísku ívafi sem
fengi nafnið Fínt en eftir hana ætli hann sér að
gera hrollvekju sem mun heita Fórn. Undir-
rituð er virkilega spennt fyrir næstu myndum
Heimis, enda mikill aðdáandi rómantískra
gamanmynda og greinilegt að hér er efnilegur
kvikmyndagerðarmaður á ferð.
Þræðir liggja til allra átta
Laugarásbíó
Þrot bbbnn
Leikstjórn: Heimir Bjarnason. Handrit: Heimir
Bjarnason. Aðalleikarar: Bára Lind Þórarinsdóttir,
Anna Hafþórsdóttir, Bjarni Snæbjörnsson, Guðrún
Gísladóttir, Pálmi Gestsson og Gunnar Kristinsson.
Ísland, 2022. 91 mín.
JÓNA GRÉTA
HILMARSDÓTTIR
KVIKMYNDIR
Spenna „Þrot er gott byrjendaverk og spennandi mynd en gjarnan ruglingsleg,“ skrifar gagnrýnandi m.a. um fyrstu mynd Heimis Bjarnasonar.