Morgunblaðið - 21.07.2022, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.07.2022, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2022 Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is stalogstansar.is VARAHLUTIR Í KERRUR 2012 2021 21. júlí 2022 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 135.58 Sterlingspund 162.83 Kanadadalur 104.72 Dönsk króna 18.657 Norsk króna 13.65 Sænsk króna 13.233 Svissn. franki 140.05 Japanskt jen 0.985 SDR 178.87 Evra 138.9 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 171.8653 « Vísitala leiguverðs á höfuðborgar- svæðinu var 219 stig í júní 2022 og lækkar um 0,8% frá fyrri mánuði. Gildið 100 miðast við stöðuna í jan- úar 2011. Íbúðarhúsnæði er skipt í flokka eftir herbergjafjölda og staðsetn- ingu og er reiknað meðalfermetraverð fyrir sex flokka íbúðarhúsnæðis. Vísitalan stóð í 212,2 stigum í janúar og hefur því hækkað um 3,2% á fyrri hluta ársins. Til samanburðar hækkaði vísitalan um 0,35% á fyrri hluta síðasta árs en lækkaði um 2,4% á fyrri hluta árs 2020. Sú lækkun skýrðist ekki síst af kórónuveirufaraldrinum en hrun varð þá í skammtímaleigu íbúða til erlendra ferðamanna og efnahagshorfur versn- uðu. Vísitalan var 204 stig í febrúar 2020 og náði ekki hærra gildi fyrr en í ágústmánuði 2021, er hún var 207,8 stig. baldura@mbl.is Leiguverðið lækkaði um 0,8% milli mánaða Vísitala leiguverðs Þróunin sl. 12 mánuði 230 220 210 200 190 201 219 221 júní 2021 júní 2022 Janúar 2011=100 Heimild: Þjóðskrá 6.mán. +4,3% 12.mán. +8,8% BAKSVIÐ Logi Sigurðarson logis@mbl.is Samanlagður hagnaður viðskipta- bankanna þriggja og Kviku var um 92 milljarðar króna í fyrra. Síðan þá hefur vaxtastig tekið að hækka, eignamarkaðir lækkað og innrás Rússa hefur sett sinn svip á heims- hagkerfið. Snorri Jakobs- son hjá Jakobs- son Capital segir að almennt hafi hærra vaxtastig jákvæð áhrif á rekstur bank- anna. Seðlabanki Íslands hefur hækkað stýri- vexti á árinu um 2,75%, úr 2% í 4,75%, en þeir urðu lægstir 0,75% í nóvembermánuði 2020. „Stýrivextir voru komnir undir 1,0-1,5%, sem gerir rekstrarum- hverfi erfitt fyrir banka. Þessar vaxtahækkanir bankanna [í kjölfar stýrivaxtahækkana] verða til þess að vaxtatekjurnar, sem er meginuppi- staða tekna viðskiptabankanna, munu líklega aukast mikið. Þetta er stærsti tekjuliðurinn þeirra,“ segir Snorri. Bjartsýnn á uppgjör bankanna Aðspurður segist hann vera bjart- sýnn á uppgjör stóru viðskiptabank- anna og telur þau verða sterk. Hann bendir þó á að útlitið fyrir fjárfest- ingarbanka sé dekkra, þar sem hærra vaxtastig geti haft neikvæð áhrif á tekjur þeirra. Eins og mbl.is greindi frá á þriðjudag, sendi Kvika frá sér neikvæða afkomuviðvörun, þar sem bankinn varaði við því að hagnaður fyrir skatta yrði 1,8 millj- örðum lægri en áætlað var 12. maí. Minni hagnaður skýrist af lægri fjár- festingartekjum vegna erfiðra að- stæðna á verðbréfamörkuðum. Horfurnar betri á Íslandi Snorri tekur þó fram að rekstur Kviku sé mun fjölbreyttari en fyrir tveimur árum, vægi útlánasafns bankans hafi aukist. Einnig samein- uðust Kvika og TM í fyrra. Snorri segir að efnahagshorfurnar hér séu mun bjartari en til dæmis á meginlandi Evrópu. Þar sé horft upp á vaxtahækkanir auk samdráttar í hagkerfinu, en samkvæmt Hagstofu Íslands jókst landsframleiðsla um 8,6% á fyrsta ársfjórðungi. „Hér er gríðarlega kröftugur hag- vöxtur, sem drífur áfram mikinn út- lánavöxt hjá bönkunum. Þeir fá bæði hærri vaxtatekjur, líklega vegna aukins vaxtamunar, og einnig gríð- arlegan vöxt á lánasafninu.“ Nú hafa erlendir miðlar greint frá því að hagnaður banka vestanhafs hafi tekið að minnka og þeir búi sig undir samdrátt. Lækkanir á eigna- mörkuðum hafa spilað inn í þessa lækkun og auk þess eru þeir farnir að byggja upp varasjóði fyrir lán sem fara mögulega í vanskil. Erfitt að bera þá saman Snorri segir í raun ekki hægt að bera þetta saman við þróunina hér á Íslandi vegna smæðar efnahags- kerfisins hérlendis. Einnig hafi myndast mun stærri bóla á eigna- mörkuðum vestanhafs en hér, fyrst og fremst í verði tækni- og vaxta- fyrirtækja. „Hlutabréfamarkaður- inn hér byggist að miklu leyti á arðgreiðslufélögum sem vaxa hægt,“ segir Snorri Jakobsson. Hækkandi vextir hafi jákvæð áhrif á afkomu Morgunblaði/Arnþór Birkisson Bankar Stýrivaxtahækkanir Seðlabankans hafa jákvæð áhrif á rekstur viðskiptabankanna, að mati sérfræðings. - Samanlagður hagnaður bankanna í fyrra 92 milljarðar - Kröftugur hagvöxtur Snorri Jakobsson Hlutabréfaverð í Marel hríðféll í gær eftir að fyrirtækið gaf út afkomuvið- vörun í fyrradag. Hlutabréfaverð Marels lækkaði um tæplega 11% í viðskiptum sem námu 744 milljón- um. Gengið stendur nú í 606 krónum. Gengi Kviku lækkaði einnig en ekki jafn skarpt en þó um rúmlega 3% í viðskiptum sem hlupu á 1,2 milljörð- um króna. Marel er stærsta félagið í Kauphöllinni og dró í kjölfarið Úr- valsvísitöluna niður um tæp 5%. Fækka starfsfólki um 5% Líkt og mbl.is greindi frá í vikunni hyggst Marel fækka starfsfólki um 5% á heimsvísu vegna krefjandi rekstrarumhverfis. Í bráðabirgða- uppgjöri fyrirtækisins segir að rekstrarniðurstaða félagsins á öðrum ársfjórðungi sé undir vænt- ingum. Verkefnastaðan sé þó góð og drifin áfram af nýsköpun og aukinni markaðssókn um heim allan. Líkt og Marel, sendi Kvika frá sér afkomuviðvörun á þriðjudag þar sem fyrirtækið varaði við því að hagnað- ur fyrir skatta væri 1,8 milljörðum minni en ráðgert var á öðrum árs- fjórðungi. Það skýrist aðallega af lægri fjárfestingartekjum, en að- stæður á verðbréfamörkuðum hafi verið krefjandi. Icelandair lækkaði líka Icelandair lækkaði einnig í við- skiptum gærdagsins, eða um rúm- lega 2%. Arion banki og Icelandic Seafood International voru einu fé- lögin sem hækkuðu á markaði í gær, þó aðeins lítillega. logis@mbl.is Morgunblaðið/Þórður Viðskipti Úrvalsvísitalan féll um tæp 5% eftir afkomuviðvaranir. Hlutabréfaverð Marels hríðféll - Afkomuviðvar- anir settu sinn svip á markaðinn í gær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.