Morgunblaðið - 21.07.2022, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 21.07.2022, Blaðsíða 64
Hljómsveitin Dirty Cello kemur fram á tónleikum í Iðnó í kvöld kl. 20. Fyrir sveitinni fer Rebecca Roud- man sellóleikari, sem býr og starfar í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Mun þetta vera í þriðja sinn sem sveit- in heldur í tónleikaferðalag til Íslands, en sveitin ferðast vítt og breitt um heiminn til að leika blús- og rokkskotna tónlist sína. The Oakland magazine lýsir sveitinni með orðunum: „funky, karnival, róman- tísk, kynþokkafull, afar taktviss og aðeins einstöku sinnum klassísk.“ Að sögn Roudman er markmið sveitarinnar ávallt að skemmta áheyrendum sem best með stuði. Allar nánari upplýs- ingar og miðasala er á vefnum dirtycello.com. Dirty Cello leikur í Iðnó í kvöld www.husgagnahollin.is Sími: 558 1100 PÓSTLISTASKRÁNING Viltu skrá þig á póstlista? Skannaðu QR kóðann. NÝJUM 30-50% AFSLÁTTUR RÝMUM FYRIR 21. - 26. JÚLÍ VÖRUM CLEVELAND Hornsófi, hægri eða vinstri. Dökkgrátt eða ljósgrátt áklæði. 308 x 203 x 81 cm. 139.993 kr. 199.990 kr. RICHMOND Borðstofuborð. Olíuborin eik. Ø120 cm. 49.995 kr. 99.990 kr. 30% 50% AF VÖLDUM SÝNINGARVÖRUM OG SÍÐUSTU EINTÖKUM AF LAGER Verð og vöruupplýsingar í auglýsingunni eru birtar með fyrirvara um prentvillur. Yfirstrikað verð sýnir fullt verð vöru. FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 202. DAGUR ÁRSINS 2022 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 776 kr. Áskrift 8.383 kr. Helgaráskrift 5.230 kr. PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr. Íslands- og bikarmeistarar Víkings og Breiðablik, topp- lið Bestu deildarinnar í fótbolta, leika fyrri leiki sína í 2. umferð Sambandsdeildarinnar í kvöld. Víkingur mætir The New Saints frá Wales á Víkingsvelli ogBreiðablik fær Buducnost Podgorica frá Svartfjallalandi í heim- sókn á Kópavogsvöll. Víkingur vann Levadia Tallinn frá Eistlandi og Inter Club d’Escaldes frá Andorra í for- keppni Meistaradeildarinnar en tapaði síðan fyrir Malmö og fór því í Sambandsdeilina. Breiðablik sló UE Santa Coloma frá Andorra úr leik í 1. umferð. »54 Íslensku liðin byrja á heimavelli ÍÞRÓTTIR MENNING Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Í suðri er Rauðasandur mót hafi og sól. Í vestri, austri og norðri veita há fjöllin skjól fyrir ríkjandi vindáttum, svo oft er hér alveg dásemdarveður, sem bætist þá við einstaka náttúru- fegurð hér,“ segir Ástþór Skúlason, ferðaþjónustubóndi á Melanesi á Rauðasandi. Margir hafa lagt leið sína þangað í sveit að undanförnu, samanber að á þeim tíma þegar að mestu tók fyrir utanlandsferðir í far- aldrinum fræga, sótti landinn Ísland heim og lét sér vel líka. Íslendingar áberandi á svæðinu nú í júlí Innst á Rauðasandi er Melanes, þaðan sem er frábært útsýni yfir rauðleitar fjörurnar og til Látra- bjargs, sem þarna er útvörður í vestri. Síðustu árin hafa þau Ástþór og Sigríður María Sigurðardóttir, kona hans, sett kraft í uppbyggingu ferðaþjónustu – í því skyni að skapa sér atvinnu. Ástþór slasaðist alvar- lega í bílslysi fyrir um tuttugu árum og hefur verið í hjólastól síðan. Á Rauðasandi vilja þau þó vera og hvergi annars staðar. Hefðbundinn búskapur hentar Ástþóri ekki og því varð að breyta um kúrs. Því lá beint við að hasla sér völl í þjónustu við ferðafólk og kynna staðinn sem slík- an. Þetta hefur virkað vel. „Við opnuðum tjaldsvæðin hér í maí og fyrstu vikurnar voru erlendir ferðamenn mest áberandi. Núna í júlí eru Íslendingar hins vegar mest áberandi og bara gaman að því. Þeg- ar best lætur hafa næturgestir á tjaldsvæðinu hér á Melanesi verið um 500, enda þótt staðurinn taki talsvert fleiri,“ segir Ástþór. „Flest- ir eru hér í tjöldum eða farhýsum ýmiss konar. Fyrir nokkrum árum reistum við hér þrjú smáhýsi sem taka tvo til þrjá í gistingu hvert. Þau hafa verið uppbókuð á nánast hverri nóttu í sumar, sem segir okkur að grundvöllur sé fyrir uppbyggingu hér. Eðlilega lét maður allt slíkt bíða meðan á heimsfaraldri stóð og óvissuástand ríkti. Nú er hins vegar að rætast úr – og þá horfir maður fram á veginn.“ Sveitin ber nafn með rentu Skel í rifjum úti á Breiðafirði sem molnar og rekur með straumum á land mótar svip lands og náttúru í Rauðasandi, sem þannig ber nafn með rentu. Úr sunnanverðum Pat- reksfirði liggur leiðin yfir Skersfjall og svo um sneiðinga í bröttum brekkum í Bjarngötudal. Þar er komið á Rauðasand, sem er heitur reitur í fleiri en einum skilningi. Bæði er sveitin orðin vinsæll ferða- mannastaður og skjólið, sem fjöllin veita þarna, ræður miklu um hita- stig. „Á sumrin koma stundum þannig dagar að á veðurathugunarstöðinni á Lambavatni, hér yst á Rauðasandi, er tíu gráðum hlýrra en á Patreks- firði, hér rétt norðan við okkur. Ferðafólk velur því oft að vera hér á Melanesi í nokkra daga í senn – og gerir þá héðan út á áhugaverða staði, svo sem á Látrabjarg og í Ket- ildali. Vestfirðir koma sterkir inn – og staðan verður vonandi enn betri þegar betri vegir í Reykhólasveit og á Dynjandisheiði eru komnir í gagn- ið,“ segir Ástþór á Melanesi að síð- ustu. Vesturbyggð Flugsýn yfir tjaldsvæðin sem eru niðri við flæðarmálið. Í baksýn eru bæjarhúsin í Melanesi. Rauðasandur heitur reitur - Áningarstað- urinn er hjá Ástþóri bónda í Melanesi Morgunblaðið/Sigurður Bogi Ástþór Skapaði sér tækifæri og at- vinnu í ferðaþjónustunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.