Morgunblaðið - 21.07.2022, Side 64

Morgunblaðið - 21.07.2022, Side 64
Hljómsveitin Dirty Cello kemur fram á tónleikum í Iðnó í kvöld kl. 20. Fyrir sveitinni fer Rebecca Roud- man sellóleikari, sem býr og starfar í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Mun þetta vera í þriðja sinn sem sveit- in heldur í tónleikaferðalag til Íslands, en sveitin ferðast vítt og breitt um heiminn til að leika blús- og rokkskotna tónlist sína. The Oakland magazine lýsir sveitinni með orðunum: „funky, karnival, róman- tísk, kynþokkafull, afar taktviss og aðeins einstöku sinnum klassísk.“ Að sögn Roudman er markmið sveitarinnar ávallt að skemmta áheyrendum sem best með stuði. Allar nánari upplýs- ingar og miðasala er á vefnum dirtycello.com. Dirty Cello leikur í Iðnó í kvöld www.husgagnahollin.is Sími: 558 1100 PÓSTLISTASKRÁNING Viltu skrá þig á póstlista? Skannaðu QR kóðann. NÝJUM 30-50% AFSLÁTTUR RÝMUM FYRIR 21. - 26. JÚLÍ VÖRUM CLEVELAND Hornsófi, hægri eða vinstri. Dökkgrátt eða ljósgrátt áklæði. 308 x 203 x 81 cm. 139.993 kr. 199.990 kr. RICHMOND Borðstofuborð. Olíuborin eik. Ø120 cm. 49.995 kr. 99.990 kr. 30% 50% AF VÖLDUM SÝNINGARVÖRUM OG SÍÐUSTU EINTÖKUM AF LAGER Verð og vöruupplýsingar í auglýsingunni eru birtar með fyrirvara um prentvillur. Yfirstrikað verð sýnir fullt verð vöru. FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 202. DAGUR ÁRSINS 2022 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 776 kr. Áskrift 8.383 kr. Helgaráskrift 5.230 kr. PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr. Íslands- og bikarmeistarar Víkings og Breiðablik, topp- lið Bestu deildarinnar í fótbolta, leika fyrri leiki sína í 2. umferð Sambandsdeildarinnar í kvöld. Víkingur mætir The New Saints frá Wales á Víkingsvelli ogBreiðablik fær Buducnost Podgorica frá Svartfjallalandi í heim- sókn á Kópavogsvöll. Víkingur vann Levadia Tallinn frá Eistlandi og Inter Club d’Escaldes frá Andorra í for- keppni Meistaradeildarinnar en tapaði síðan fyrir Malmö og fór því í Sambandsdeilina. Breiðablik sló UE Santa Coloma frá Andorra úr leik í 1. umferð. »54 Íslensku liðin byrja á heimavelli ÍÞRÓTTIR MENNING Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Í suðri er Rauðasandur mót hafi og sól. Í vestri, austri og norðri veita há fjöllin skjól fyrir ríkjandi vindáttum, svo oft er hér alveg dásemdarveður, sem bætist þá við einstaka náttúru- fegurð hér,“ segir Ástþór Skúlason, ferðaþjónustubóndi á Melanesi á Rauðasandi. Margir hafa lagt leið sína þangað í sveit að undanförnu, samanber að á þeim tíma þegar að mestu tók fyrir utanlandsferðir í far- aldrinum fræga, sótti landinn Ísland heim og lét sér vel líka. Íslendingar áberandi á svæðinu nú í júlí Innst á Rauðasandi er Melanes, þaðan sem er frábært útsýni yfir rauðleitar fjörurnar og til Látra- bjargs, sem þarna er útvörður í vestri. Síðustu árin hafa þau Ástþór og Sigríður María Sigurðardóttir, kona hans, sett kraft í uppbyggingu ferðaþjónustu – í því skyni að skapa sér atvinnu. Ástþór slasaðist alvar- lega í bílslysi fyrir um tuttugu árum og hefur verið í hjólastól síðan. Á Rauðasandi vilja þau þó vera og hvergi annars staðar. Hefðbundinn búskapur hentar Ástþóri ekki og því varð að breyta um kúrs. Því lá beint við að hasla sér völl í þjónustu við ferðafólk og kynna staðinn sem slík- an. Þetta hefur virkað vel. „Við opnuðum tjaldsvæðin hér í maí og fyrstu vikurnar voru erlendir ferðamenn mest áberandi. Núna í júlí eru Íslendingar hins vegar mest áberandi og bara gaman að því. Þeg- ar best lætur hafa næturgestir á tjaldsvæðinu hér á Melanesi verið um 500, enda þótt staðurinn taki talsvert fleiri,“ segir Ástþór. „Flest- ir eru hér í tjöldum eða farhýsum ýmiss konar. Fyrir nokkrum árum reistum við hér þrjú smáhýsi sem taka tvo til þrjá í gistingu hvert. Þau hafa verið uppbókuð á nánast hverri nóttu í sumar, sem segir okkur að grundvöllur sé fyrir uppbyggingu hér. Eðlilega lét maður allt slíkt bíða meðan á heimsfaraldri stóð og óvissuástand ríkti. Nú er hins vegar að rætast úr – og þá horfir maður fram á veginn.“ Sveitin ber nafn með rentu Skel í rifjum úti á Breiðafirði sem molnar og rekur með straumum á land mótar svip lands og náttúru í Rauðasandi, sem þannig ber nafn með rentu. Úr sunnanverðum Pat- reksfirði liggur leiðin yfir Skersfjall og svo um sneiðinga í bröttum brekkum í Bjarngötudal. Þar er komið á Rauðasand, sem er heitur reitur í fleiri en einum skilningi. Bæði er sveitin orðin vinsæll ferða- mannastaður og skjólið, sem fjöllin veita þarna, ræður miklu um hita- stig. „Á sumrin koma stundum þannig dagar að á veðurathugunarstöðinni á Lambavatni, hér yst á Rauðasandi, er tíu gráðum hlýrra en á Patreks- firði, hér rétt norðan við okkur. Ferðafólk velur því oft að vera hér á Melanesi í nokkra daga í senn – og gerir þá héðan út á áhugaverða staði, svo sem á Látrabjarg og í Ket- ildali. Vestfirðir koma sterkir inn – og staðan verður vonandi enn betri þegar betri vegir í Reykhólasveit og á Dynjandisheiði eru komnir í gagn- ið,“ segir Ástþór á Melanesi að síð- ustu. Vesturbyggð Flugsýn yfir tjaldsvæðin sem eru niðri við flæðarmálið. Í baksýn eru bæjarhúsin í Melanesi. Rauðasandur heitur reitur - Áningarstað- urinn er hjá Ástþóri bónda í Melanesi Morgunblaðið/Sigurður Bogi Ástþór Skapaði sér tækifæri og at- vinnu í ferðaþjónustunni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.