Morgunblaðið - 21.07.2022, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 21.07.2022, Qupperneq 14
Landbrot og Meðalland Kirkjubæjar- klaustur 1 LANDBROT MEÐALLAND Syðri-Steinsmýri Seglbúðir Arnardrangur Lyngar Skarðs- fjöruviti Langholt Sandhóll Kúðafljót Skaftá Vík Höfn Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is M eðalland og Landbrot heitir landið milli Kúða- fljóts og Skaftár í Vest- ur-Skaftafellssýslu. Þetta er í Skaftárhreppi, mikil víð- átta og hér segir frá svæðinu sunnan hringvegarins í Eldhrauni og fram til sjávar. Hraunin miklu, meðal annars sá kargi sem rann frá Laka- gígum árið 1783, nær talsvert hér suður á bóginn en framar eru mýr- lendi og sandar. Víða eru tjarnir með starargróðri og lækir þar sem eft- irsótt er að renna fyrir sjóbirting. Sveitabæir eru allmargir en húsakostur víða sýnir glögglega að byggðin á í vök að verjast. Frá því eru þó undan- tekningar og möguleikar til vaxtar og viðgangs. Að minnsta kosti tekur Sigursveinn Guðjónsson, bóndi á Lyngum í Meðallandi, þann pól í hæðina. Uppspretta í ómæli Leiðin um Eldssveitir, eins og þetta svæði er stundum kallað, ligg- ur frá Kirkjubæjarklaustri og suður á bóginn með Skaftá á hægri hönd. Í góðu veðri blasa hér við Lómagnúp- ur og Öræfajökull, þar sem Hvanna- dalshnúk ber við himin. Hér erum við í Landbroti. Hraun stendur hér víða upp úr landinu og bæir eru gjarnan í brúnum þess. Hér eru eft- irtektarverð bæjarnöfn, svo sem Fagurhlíð, Arnardrangur og Segl- búðir. Á nokkrum stöðum er starf- rækt ferðaþjónusta í einhverri mynd, og svo hefðbundinn landbún- aður. Víða eru ágæt tún, en útjörð er gjarnan valllendi með viðkvæmum gróðri í eldfjallajarðvegi. Landbroti sleppir og Meðalland tekur við ofan við bæinn Efri-Steins- mýri. Þegar svo komið er nokkuð fram í Meðalland er ekið yfir brúna á Eldvatni. Upptök þess eru í svo- nefndum Fljótsbotni í Eldhrauni, en úr uppsprettum þar steymir vatn fram í ómæli. Í mýrlendinu efst í Meðallandi liggur beinn vegur, mjór með slitlagskápu. Hægt er að taka og aka eins konar hring um sveitina, 50 kílómetra lykkju frá Klaustri og koma svo aftur inn á hringveginn nærri Kúðafljótsbrúnni. Landgræðslubóndi á Lyngum Í Meðallandi eru bæir gjarnan nokkurn spöl frá aðalvegi og langir afleggjarar eru að þeim. Einn slíkur liggur að kirkjunni í Langholti en innar á sama legg er bærinn Lyng- ar. Þar er tvíbýlt og á öðrum bænum búa hjónin Soffía Antonsdóttir og Sigursveinn Guðjónsson. Hér hefur hann raunar búið hér alla tíð; er 12. í röðinni af þrettán systkinum. „Þegar ég var hér að alast upp á árunum um og eftir 1950 voru hér margir bæir í byggð og yfirleitt fjöldi barna á hverjum þeirra. Þetta er gjörbreytt núna, eins og flest hér í sveitinni,“ segir Sigursveinn sem lengi hafði skólaakstur og vörubíla- útgerð sem aðalstarf. Búskapurinn var aukageta, en taldi þó samt. Í dag segist Sigursveinn, gjarn- an nefndur Svenni, líta á sig sem landgræðslubónda. Hann hefur unn- ið mikið starf við að græða upp land bæði á Lyngum og Grímsstöðum, sem er samliggjandi jörð og er 4.500 ha. Á söndum þar hafa börð verið stungin niður og hey úr rúllum sett í flög. Öllu var ógnað „Sú var tíðin að sandfok ógnaði öllu hér. Algjör kaflaskil urðu í þeirri þróun þróun með framræslu- Morgunblaðið/Sigurður Bogi Víðáttan mikla í sveit milli sanda Landbrot og Meðalland í Skaftárhreppi eru milli hrauns og fjöru. Landið grætt upp. Ýmsir möguleikar eru í sveitum, þar sem byggð hefur verið á fallanda fæti. Sigursveinn Guðjónsson Meðalland Bærinn Fljótakrókur og ofar í landinu í baksýn er Efri-Steinsmýri. 5 SJÁ SÍÐU 16 14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2022 HAUSTIÐ 2022 S. 552 2018 • info@tasport.is Master Class í Toscana 27. október til 5. nóvember Dvöl í Villa Coletto í Garfagnana, Tuscany í níu nætur. Þér gefst kostur á að heimsækja þetta fræga vínhérað og lengja haustiðmeð því að dekra við sjálfan þig og bragðlaukana. Aðeins um tuttugu manns komast í þessa ferð til að tryggja að upplifun gesta verði eins og best verður á kosið. Gestgjafi er Pálmi Sigmarsson. Nánari upplýsingar á tasport.is Dæmi um það sem er innifalið: Flug og akstur til og fráflugvelli. Gisting í níu nætur í Colletto,morgunmatur, vín, hádegismatur, Gala kvöldverður ásamt öðrum kvöldverðum í Colletto. Allur akstur, vínsmökkunar ferðir ogmáltíð á vínekru ásamtmáltíðumá LaCorona í Bagni di Lucca. Íslensk farastjórn ásamt kynningu á vínumogmat. Sú var tíðin að á bugtinni úti fyrir Meðallandi mátti gjarn- an sjá fjölda fiskiskipa frá Evrópu, sem þá sóttu á Ís- landsmið. Franskar duggur voru þar áberandi og ófáar slíkar strönduðu í fjörunni. Með strandmönnum barst framandleg menning inn í samfélag sem var þá frum- stætt og fábreytt á flesta vísu. Umhverfi þetta ól þó af sér menn stóra í andanum. Frá Efri-Steinsmýri var Sigurbjörn Einarsson biskup (1911- 2008) og á Efri-Ey Jóhannes Sveinsson Kjarval listmálari (1885-1972). Báðir settu þeir sterkan svip á samtíma sinn. Og þótt þeir væru aðeins sín fyrstu ár í Meðallandi má ætla að umhverfi og aðstæður þar hafi fylgt þeim alla leið og mótað en báðir höfðu þeir hvor með sínum hætti mikil áhrif á samfélagið. Sigurbjörn biskup og Kjarval ÞEKKTIR ANDANS MENN VORU UPPRUNNIR Í SVEITINNI Sigurbjörn Einarsson Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Kjarval Var fæddur í Meðallandi en ólst upp að mestu á Borgarfirði eystra.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.