Morgunblaðið - 21.07.2022, Side 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2022
Bi
rt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tv
ill
ur
.H
ei
m
sf
er
ði
rá
sk
ilj
a
sé
rr
ét
tt
il
le
ið
ré
tti
ng
a
á
sl
ík
u.
At
h.
að
ve
rð
ge
tu
rb
re
ys
tá
n
fy
rir
va
ra
.
595 1000 www.heimsferdir.is
Alicante
Flug aðra leið til
19.900
Flug aðra leið frá
Flugsæti
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
öllu hlutafé Vísis í Grindavík. Hefur
hún m.a. beinst að því að fyrirtækið
er nú komið upp yfir svokallað kvóta-
þak, en það setur takmörk fyrir því á
hve miklum aflaheimildum hvert
fyrirtæki í greininni getur haldið.
Gunnþór segir að endurskoða þurfi
hvernig takmarkanir af þessu tagi
eru útfærðar. Það tengist m.a. mikl-
um sveiflum í úthlutuðum aflaheim-
ildum í uppsjávarfisktegundum.
Ekki séu mörg ár síðan engum kvóta
var úthlutað í loðnu en nú síðast hafi
verið gefinn út risakvóti, sem auðvit-
að hafi áhrif.
Veðja í meiri
mæli á laxeldi
- Kallar eftir breytingum á kvótaþaki
Morgunblaðið/Kristinn Magnúss
Útgerð Gunnþór Ingvason, fram-
kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar
DAGMÁL
Stefán Einar Stefánsson
ses@mbl.is
Síldarvinnslan sér mikil tækifæri í
uppbyggingu fiskeldis á Íslandi á
komandi árum. Þetta segir Gunnþór
Ingvason, forstjóri fyrirtækisins í
viðtali í Dagmálum Morgunblaðsins,
streymi á netinu, sem opið er öllum
áskrifendum.
Gunnþór segir að ástæða sé til
þess fyrir hefðbundin sjávarútvegs-
fyrirtæki að gefa fiskeldi meiri
gaum. Hann bendir á að stærri sjáv-
arútvegsfyrirtækjum landsins sé
orðinn þröngur stakkur sniðinn til
vaxtar, vegna kvótaþaks sem í gildi
er. Því sé prótínframleiðsla á grund-
velli eldis álitlegur kostur. Hann
nefnir og í viðtalinu á að innan fárra
ára gætu stærstu fiskeldisfyrirtæki
landsins vel verið orðin stærstu sjáv-
arútvegsfyrirtæki landsins.
Síldarvinnslan fjárfesti fyrr á
þessu ári fyrir um 15 milljarða króna
í norska laxeldisfyrirtækinu Arctic
Fish Holding en það er með töluverð
umsvif á Vestfjörðum. Nemur hlutur
Síldarvinnslunnar rúmum 34%. Seg-
ir Gunnþór að kaupin hafi verið
áhugavert skref fyrir fyrirtækið,
ekki síst vegna þeirrar miklu sér-
þekkingar sem Norðmenn búa yfir á
sviði eldismála.
Í viðtalinu er Gunnþór spurður út í
gagnrýni sem fram hefur komið í
kjölfar kaupa Síldarvinnslunnar á
Tómas Arnar Þorláksson
tomasarnar@mbl.is
Rúmlega 200 einkaþotur lenda mán-
aðarlega á Reykjavíkurflugvelli, eða
sem nemur um sjö vélum á dag að
jafnaði. Þetta segir Guðmundur
Þengill Vilhelmsson, forstjóri og eig-
andi Iceland Aero Agents (IAA), í
samtali við Morgunblaðið.
IAA þjónustar um helming þess-
ara einkaþotna á Reykjavíkurflug-
velli eða um 100 á mánuði. Að sögn
Hákons Öder Einarssonar, rekstrar-
stjóra ACE FBO, annast ACE FBO
þjónustu við hinn helminginn.
Þessi tvö fyrirtæki þjónusta nær
allar lúxusþoturnar sem lenda á
Reykjavíkurflugvelli en að sögn
þeirra er Reykjavíkurflugvöllur
mjög mikilvægur fyrir lúxusferðalög
til Íslands.
Að sögn Guðmundar þjónustar
fyrirtækið um 15 vélar á dag þegar
mest lætur og sömu sögu er að segja
af ACE FBO. Getur því komið fyrir
að allt að 30 einkaþotur lendi á
Reykjavíkurflugvelli á einum degi.
Guðmundur ítrekar þó að dagarnir
séu ákaflega misjafnir að þessu leyti.
Jafnvel meira en fyrir Covid
„Það hefur verði veldisvöxtur í
þessu í sumar miðað við síðustu
sumur vegna kórónuveirufarald-
ursins. Fólk finnur fyrir rosalegri
fjölgun, því það hefur ekki verið vant
að sjá svona margar einkaþotur á
vellinum síðastliðin tvö ár,“ segir
Guðmundur.
Að sögn Guðmundar er fjöldi
einkaþotna núna sambærilegur því
sem var fyrir kórónuveirufaraldur-
inn og fjöldinn jafnvel að aukast enn
frekar.
Guðmundur segir munaðarferða-
mennsku á Íslandi í miklum vexti um
þessar mundir og að einkaþoturnar
leiki þar mikilvægt hlutverk. Hann
ítrekar mikilvægi þess og bendir á
að þess háttar ferðamennska skili
mikilli innkomu fyrir ferðaþjón-
ustuna og ríkissjóð og efli þannig
hagvöxtinn.
„Mér finnst þetta mjög jákvæð
þróun og jákvætt hvað þetta fólk
skilur eftir í ríkiskassanum.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Einkaþotur Guðmundur segir hugsanlega ástæðu fyrir því að fólki telji að fleiri þotur séu á vellinum en fyrir kórónuveirufaraldurinn vera að einkaþoturnar séu orðnar stærri og fyrirferðarmeiri.
Fleiri en 200 einkaþotur á mánuði
- Mest lenda 30 einkaþotur á Reykjavíkurflugvelli á dag - Lúxusferðamennska góð fyrir hagkerfið
Einkaþotur á Reykjavíkurflugvelli hafa verið mikið í umræðunni undanfarið
en sumir telja þau gjöld sem þurfi að greiða fyrir komu á einkaþotu til
landsins vera of lág og hafa aðrir jafnvel grínast með að ódýrara sé að
leggja einkaþotu á flugvellinum en að leggja bíl í miðbænum. Samkvæmt
gjaldskrá Isavia fyrir Reykjavíkurflugvöll kostar ekkert að leggja einkaþotu
á vellinum fyrstu sex tímana en eftir það eru rukkaðar 1.545 krónur fyrir
hvert tonn af hámarksflugtaksmassa þotunnar fyrir sólarhring en 945
krónur á tonn eftir fyrstu tvo sólarhringana. Hámarksflugtaksmassi þot-
unnar Gulfstream G650 er 45,2 tonn og miðað við það myndi fyrsti sólar-
hringurinn kosta um 70 þúsund krónur. Ofan á það kemur síðan lendingar-
gjald, farþegagjöld, flugverndargjald og fleira, sem um munar. Bílastæði í
miðbæ Reykjavíkur kostar um 3.465 krónur á sólarhring.
Ýmsir kostnaðarliðir einkaþota
- ÓDÝRARA AÐ LEGGJA EINKAÞOTU Í SEX TÍMA EN EINKABÍL
Endursmitum af völdum Covid-19 hefur fjölgað veru-
lega á síðustu tveimur mánuðum og hafa þau á undan-
förnum vikum mælst um 20% af daglegum fjölda smita.
„Fjölgunin tengist auknu nýgengi á BA.5 afbrigði kór-
ónuveirunnar en þetta afbrigði veldur nú um 80% allra
smita hér á landi,“ segir í tilkynningu frá Þórólfi Guðna-
syni sóttvarnalækni.
Samkvæmt skráningu hafa 5.116 greinst tvisvar hér-
lendis og 19 þrisvar, en endursmitin gætu þó verið mun
fleiri. Endursmit eru 2,6% af öllum smitum en reikna má
með að hlutfallið sé hærra, því ekki fara allir með endur-
smit í opinber próf.“ Þá segir Þórólfur að helsti óvissu-
þátturinn í dag hvað varðar kórónuveirufaraldurinn, snúi að því hversu vel
og lengi ónæmi varir eftir sýkingu og/eða bólusetningu.
Endursmitum fjölgar mikið
Þórólfur
Guðnason
Mikil aukning hefur verið á umferð
farþega um Keflavíkurflugvöll síð-
ustu mánuði. Þetta staðfestir Guð-
jón Helgason, upplýsingafulltrúi
Isavia. „Endurheimtin gengur vel
og við erum komin mjög nálægt töl-
unum árið 2019,“ segir hann í sam-
tali við Morgunblaðið.
Spurður, hvort Leifsstöð hafi
staðið frammi fyrir svipuðum erfið-
leikum og aðrir flugvellir í Evrópu
eftir kórónuveirufaraldurinn, neit-
ar Guðjón því. „Það gekk vel að
ráða í sumarstörf fyrir alla starf-
semi vallarins og því raðir verið
svipaðar og vanalega.“
Keflavíkurflugvöllur
aftur í fyrra horf
Morgunblaðið/Eggert
700 þúsund fóru í gegnum völlinn í júní.
Það er fimmföld fjölgun frá því í fyrra.
Vilhjálmur Árna-
son, formaður
samgöngu-
nefndar, telur
sanngjarnara að
hafa gjaldtöku á
stofnæðum frá
höfuðborgar-
svæðinu en við
jarðgöng, líkt og
Sigurður Ingi Jó-
hannsson innviðaráðherra hefur
boðað. Þannig greiði erlendir
ferðamenn, sem aukið hafi álag á
vegakerfið, sinn skerf.
Vill að ferðamenn
greiði sinn skerf
Vilhjálmur Árnason