Morgunblaðið - 21.07.2022, Side 18
BAKSVIÐ
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Framkvæmdir við fyrirhugaðan Sæ-
brautarstokk munu hafa í för með
sér umtalsverða röskun hjá fyrir-
tækjum sem eru með starfsemi í
húsum austan megin við Sæbraut.
Eins og fram hefur komið í frétt-
um hefur Vegagerðin í samvinnu við
Reykjavíkurborg og Veitur áform
um að leggja Reykjanesbraut/
Sæbraut (41) í stokk frá Vestur-
landsvegi í norðurátt til móts við
Húsasmiðjuna, alls rúmlega einn
kílómetra. Vegurinn verður með
tveimur akreinum í hvora aksturs-
stefnu í tvískiptum stokk með flótta-
rými á milli hluta. Verkefnið er hluti
samgöngusáttmála ríkis og sveitar-
félaga. Áætlað er að framkvæmdin
taki tvö ár og er vonast til að stokk-
urinn verði tilbúinn til notkunar
fyrri hluta árs 2027.
Vegna fyrirhugaðra framkvæmda
sendi Vegagerðin umhverfis- og
skipulagssviði Reykjavíkurborgar
bréf hinn 1. júlí síðastliðinn. Þar seg-
ir m.a.: „Ljóst er að vegna fram-
kvæmdanna verður þörf á að leggja
bráðabirgðaveg, samsíða Sæbraut,
sem þjónar almennri umferð á með-
an á framkvæmdum stendur. Á
þessu stigi er helst horft til þess að
bráðabirgðavegurinn verði lagður
austan megin við fyrirhugaðan
stokk, á svæðinu milli núverandi Sæ-
brautar og Dugguvogs.“
Ennfremur segir í bréfinu að á
þessu svæði séu nú hús og í þeim
fyrirtæki í fullum rekstri. Lóðirnar
eru; Skektuvogur 1, Súðarvogur
2E-F, Dugguvogur 42, Dugguvogur
44, Dugguvogur 46, Dugguvogur 48-
50, Dugguvogur 52, Knarrarvogur 2
og Knarrarvogur 4. Í sumum
húsanna er engin starfsemi en í öðr-
um eru skráð allt að 20 fyrirtæki.
Leita þarf til lóðarhafa
„Vegna þess hvað undirbúningur
verksins er kominn stutt eru enn
margar breytur óljósar en fram-
kvæmdaraðilar hafa boðið út vinnu
við mat á umhverfisáhrifum og for-
hönnun stokksins,“ segir í bréfi
Vegagerðarinnar. Einnig sé að hefj-
ast vinna við deiliskipulag svæðisins
hjá Reykjavíkurborg.
„Vegagerðin hefur þess vegna
ákveðið að senda þetta erindi til
Reykjavíkurborgar þar sem farið er
fram á að Reykjavíkurborg leiði
saman lóðarhafa og Vegagerðina ef
einhverjar óskir koma fram um
skipulags- og/eða leyfismál á svæð-
inu, t.d. um útgáfu byggingarleyfa,
gerð nýrra lóðarleigusamninga,
rekstrarleyfa o.þ.h. Farið er fram á
að erindi lóðarhafa varðandi skipu-
lags- og leyfismál verði send Vega-
gerðinni til umfjöllunar og umsagn-
ar þ.a. ekki verði árekstrar við vænt-
anlegar framkvæmdir.“
Jafnframt vekur Vegagerðin at-
hygli á að huga þurfi tímanlega að
skipulagsmálum og öðrum nauðsyn-
legum ráðstöfunum vegna aðliggj-
andi eigna vestan megin við fyrir-
hugaðan stokk, bæði á fram-
kvæmdatíma og rekstrartíma Sæ-
brautarstokks. Einkum er bent á
fasteignirnar Barðavog 40, 42 og 44
og Snekkjuvog 23.
Vegagerðin muni hafa forgöngu
um viðræður við lóðarhafa og er
mælst til þess að erindum varðandi
skipulags- og leyfismál á þessu
svæði sem og almennum fyrir-
spurnum lóðarhafa og íbúa á svæð-
inu verði vísað til verkefnastjóra hjá
Vegagerðinni.
Í lok júní sl. var kynnt matsáætl-
un vegna fyrirhugaðs vegstokks á
Sæbraut/Reykjanesbraut í Reykja-
vík. Gert er ráð fyrir að Sæbrautin
verði lækkuð og sett í stokk. Útbúin
verða mislæg gatnamót við Klepps-
mýrarveg. Gera má ráð fyrir að að-
laga þurfi rampa á mislægum gatna-
mótum Sæbrautar og Vestur-
landsvegar þegar Sæbrautin er
lækkuð, segir í verklýsingu.
Mestur ávinningur af stokk
Árið 2019 var unnin greining á
valkostum á Sæbraut/Reykjanes-
braut. Þar voru settar fram mögu-
legar lausnir á umferðarskipulagi
brautarinnar milli Stekkjarbakka og
Holtavegar, bæði til skemmri og
lengri tíma með tilkomu Sunda-
brautar. Meginmarkmið verkefn-
isins var að finna lausnir fyrir um-
ferð bíla á Sæbraut/Reykjanesbraut
sem samrýmast myndu framtíðar-
þróun svæðisins þar sem m.a. voru
teknar inn forsendur uppbyggingar
á svæðinu og forsendur fyrir legu
borgarlínu.
„Niðurstaða greiningarinnar var
að sviðsmynd með Sæbraut í stokk
og mislæg gatnamót við Bústaðaveg
og Skeiðarvog myndi gefa mestan
ávinning ef litið er til framtíðar og
bestu lausnina fyrir alla ferðamáta,“
segir m.a. í matsáætlun um verkið,
sem unnin var af verkfræðistofunni
Verkís. Almenningur getur kynnt
sér matsáætlunina á vegagerdin.is.
Röskun vegna vegastokks
- Leggja þarf bráðabirgðaveg samsíða Sæbraut austan megin - Á þessu svæði eru mörg fyrirtæki í
fullum rekstri - Sæbrautarstokkur verður kílómetri að lengd - Framkvæmdir standa yfir í tvö ár
Morgunblaðið/sisi
Sæbrautin Þröngt er víða milli götunnar og húsa austan megin. Sum hús ná að Sæbraut. Húsið t.v. er Dugguvogur 42 en þar eru skráð 20 fyrirtæki.
H
ei
m
ild
:V
eg
ag
er
ð
in
G
ru
n
n
ko
rt
:V
er
kí
s
Fyrirhuguð lagning Sæbrautar í stokk
S
ke
ið
a
rvo
g
u
r M
ik
la
b
ra
u
t
V
e
s
tu
rl
a
n
d
s
v
e
g
u
r
K
le
p
p
s
m
ý
ra
rv
e
g
u
r
Sæbraut
Stokkur frá gatnamótum við
Vesturlandsveg og norður fyrir
gatnamótin við Kleppsmýrarveg.
Aðlögun á aðliggjandi götum.
Úr matsáætlun
» Meginmarkmið með gerð
stokka er að auka umhverfis-
gæði í aðliggjandi byggð og
tengja betur saman hverfi sem
eru aðskilin með umferðar-
þungum stofnbrautum.
» Stokkalausnir greiða götu
borgarlínunnar, þar sem hún
þarf að þvera stofnbrautir og
bæta almennt skilyrði fyrir
vistvæna ferðamáta.
» Stokkalausnir tryggja einnig
ný byggingarsvæði fyrir íbúðir
og blandaða byggð og skapa
skilyrði fyrir borgargötur með
rólegu yfirbragði.
» Mögulegt er að skapa ný al-
menningsrými og útivistar-
svæði á helgunarsvæðum
stofnbrautanna.
» Auðveldara verður að ná
sátt um gatnamót helstu
stofnbrauta borgarinnar.
18 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2022
N Ý F O R M
H Ú S G A G N A V E R S L U N
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Mikið úrval af HVÍLDARST
með og án rafmagns lyftibú
Komið og
skoðið úrvalið
ÓLUM
naði
Guðrún Sigríður Arnalds
gsa@mbl.is
Vísindamenn hjá Íslenskri erfða-
greiningu hafa raðgreint erfðamengi
150 þúsund einstaklinga fyrir UK
biobank. Hingað til hafa vís-
indamenn beint sjónum sínum helst
að erfðavísunum, en niðurstöður
þessar leiddu í ljós mikilvægi þeirra
svæða sem eru inn á milli þeirra.
Greint var frá þessu í grein í tímarit-
inu Nature í gær.
Umrætt verkefni er stærsta rað-
greiningarverkefni í heiminum til
þessa. Raðgreint var erfðamengi
150.000 einstaklinga og tóku um
250.000 manns þátt.
Niðurstöður rannsóknarinnar
varpam.a. ljósi á það að svæði inn á
milli erfðavísanna séu mögulega
mikilvægari í erfðamenginu heldur
en vísarnir sjálfir, að sögn Kára
Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar
erfðagreiningar.
„Langstærstur hluti þeirra svæða
sem þola verst breytingar, eru utan
erfðavísanna og er því ekkert „rusl-
DNA“ eins og menn töldu áður,
heldur gegna mikilvægu hlutverki,“
segir Kári.
Kallar á frekari rannsóknir
Vísindamenn ÍE unnu jafnframt
við að tengja þessa breytileika við
sjúkdóma og aðrar svipgerðir, sem
hægt var með skýrum hætti. Nú
þurfi að skoða svæðin í smáatriðum.
Kári segir niðurstöðurnar opna
marga möguleika á ítarlegri rann-
sókn á þessum svæðum: „Nú er
kominn tími til að elta þessi svæði,
en maður spyr sig hvað þessi svæði
gera ef þau framleiða ekki prótín
beint.“
Uppgötvun við raðgreiningu
- Árangur metnaðarfyllsta raðgreiningarverkefnis í heimi
Ljósmynd/Aðsend
Erfðagreining Kári Stefánsson