Morgunblaðið - 21.07.2022, Side 31
31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2022
Í oft og tíðum rugl-
ingslegri umræðu um
sjávarútveginn hafa
margir lagt lykkju á
leið sína til þess að
halda því fram að
hagnaður og afkoma
fyrirtækja þar sé önn-
ur og betri en þekkist í
íslensku samfélagi. Það
geri síðan fyrirtækjum
í sjávarútvegi kleift að
kaupa „upp“ aðrar at-
vinnugreinar. Ekkert er fjær lagi,
því fyrirtæki í sjávarútvegi eru ekki
með betri afkomu en gengur og ger-
ist og arðsemi þar er síst meiri en
við eigum að venjast á íslenskum
fyrirtækjamarkaði. Því miður, ligg-
ur mér við að segja, en sem betur fer
eru mörg fyrirtæki í sjávarútvegi vel
rekin og skila góðri afkomu þó þau
starfi í mjög krefjandi umhverfi þar
sem alþjóðleg samkeppni er hörð á
sama tíma og þau þurfa sífellt að
laga sig að breytingum sem lúta að
grunnþáttum greinarinnar.
Framlegð sjávarútvegs byggist
ekki á fákeppni
Í síðustu grein minni hér í Morg-
unblaðinu sýndi ég fram á að sam-
þjöppun er til þess að gera lítil í
sjávarútvegi. Í framhaldi af því er
rétt að horfa til afkomu sjávarút-
vegsfyrirtækja eins og hún birtist í
sömu gögnum og stuðst var við þá.
Þá er mikilvægt að horfa á mismun-
andi atvinnugreinar. Hér berum við
saman nokkra atvinnugreinaflokka
Hagstofunnar (ISAT)
eins og vatnsveitur,
rafmagnsframleiðslu,
fjármálastarfsemi,
tryggingarfélög, mann-
virkjagerð, fjarskipta-
félög, sjávarútveg, alla
smásölu, heildverslun
og byggingu húsnæðis.
Ef við síðan berum
saman nokkrar lyk-
ilstærðir, eins og fram-
legð og ávöxtun eigin
fjár, þá fáum við upp þá
mynd sem hér fylgir.
Hún sýnir okkur að
hagnaður sjávarútvegsfyrirtækja
byggist á um 14% ávöxtun eigin fjár
og 25% framlegð. Því hærri sem
framlegðin er því meira er greitt í
auðlindagjald, því þriðjungur fram-
legðar útgerðar fer til greiðslu auð-
lindagjalds. Afkoma áranna 2020 og
2021 var sérstaklega góð í sjávar-
útvegi.
Þessi mynd er byggð á skoðun á
ársreikningum um 900 félaga frá ár-
unum 2020 og 2021. Þannig hlýtur að
vekja athygli að vatnsveitur og raf-
magnsframleiðsla eru með góða
framlegð þótt ávöxtun eigin fjár sé
ekki há. Bankar og tryggingarfélög
eru sömuleiðis með háa framlegð en
einnig góða ávöxtun af eigin fé. Get-
ur það tengst því að þarna eru til
þess að gera fá fyrirtæki (oft aðeins
þrjú) að starfa á umræddum mark-
aði?
Sambærileg arðsemishlutföll
og í mannvirkjagerð
Það er óhætt að segja að afkoman
í sjávarútvegi sé síður en svo einstök
og satt best að segja ekkert sérstök.
Við sjáum einnig af myndinni að það
eru svipuð arðsemishlutföll í sjávar-
útvegi og mannvirkjagerð þó að
markaðshlutdeild í sjávarútvegi sé
dreifðari. Í því sambandi væri án efa
áhugavert að skoða hinar miklu
sveiflur í afkomu sjávarútvegsfyrir-
tækja samanborðið við afkomu ann-
arra greina fyrir fleiri ár en þessi tvö
sem hér eru undir. Fáar atvinnu-
greinar búa við jafnmiklar ytri
áskoranir og sjávarútvegurinn eins
og áður sagði. Einnig verður að
horfa til þess að nútímasjávarút-
vegur kallar á meiri fjárfestingu en
margar aðrar starfsgreinar, nema
hugsanlega rafmagnsframleiðsla.
Frystitogari kostar meira en vöru-
skemma eða skrifstofur utan um
tryggingastarfsemi, svo dæmi séu
tekin. Þegar vel veiðist eru margir
uppteknir af aflatölum og aflaverð-
mæti eins og við þekkjum af lax-
veiðimönnum. En þegar ekkert
fiskast þegja flestir.
Allir græða þegar vel gengur
Ef fyrirtækjum í sjávarútvegi
tekst að bæta afkomu sína, þá græð-
ir þjóðin í formi hærri auðlinda-
gjalda, aukinna skattgreiðslna og
vaxandi gjaldeyristekna. Mikilvægt
er að stjórnmálamenn átti sig á því
og stuðli að bættum leikreglum
þannig að afkoma sjávarútvegsfyr-
irtækja verði enn betri. Jafnframt
getum við bætt enn frekar í og flutt
út okkar þekkingu á rekstri sjávar-
útvegsfyrirtækja og aðstoðað aðrar
þjóðir við að reka sinn sjávarútveg á
hagkvæman hátt. Það gerist ekki
með því að dreifa ósannindum um
stöðuna eða fara í tilraunastarfsemi
og breytt rekstrarform þegar það
fyrirkomulag sem við vinnum eftir
er nú þegar álitið það besta í heimi
af flestum sem til þekkja.
Eftir Svan
Guðmundsson
»Ef fyrirtækjum í
sjávarútvegi tekst
að bæta afkomu sína, þá
græðir þjóðin í formi
hærri auðlindagjalda,
aukinna skattgreiðslna
og vaxandi gjaldeyris-
tekna.
Svanur
Guðmundsson
Höfundur er framkvæmdastjóri Bláa
hagkerfisins ehf. og sjávarútvegs-
fræðingur.
svanur@arcticeconomy.com
Villandi umræða um ofurhagnað sjávarútvegsins
Framlegð, hagnaður af eigið fé og fjöldi fyrirtækja 80/20*
Skv. ársreikningum árin 2020 og 2021
Vatnsveita Rafmagnsfram-
leiðsla
Bankar, fjár-
málafyrirtæki
Skaða-
tryggingar
Sjávarútvegur Mannvirkjagerð Fjarskipti Smásölu-
verslun
Heildverslun Bygging
húsnæðis
36%
14%
11% 11%
11%
14%
62%
48%
35%
28%
25%
21%
19%
9% 8% 8%
1 3 3 3
22
13
3
14
43 45
3%
5%
12%
16%
*Fjöldi fyrirtækja
með 80% veltu
hvers Isat-flokks
Framlegð (%) Hagnaður af eigið fé (%)
Fjöldi fyrirtækja sem samtals eru með 80% af veltu í flokki*
Tollhúsið Náðugur dagur í skjóli mósaíkmyndar Gerðar Helgadóttur af mestu verstöð landsins, en þar hefur verið komið fyrir steyptri stétt í stað malbikaðra bílastæða.
Hákon Pálsson