Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.04.2022, Qupperneq 4

Læknablaðið - 01.04.2022, Qupperneq 4
168 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 175 Jóhanna Gunnarsdóttir, Jónína Rún Ragnarsdóttir, Matthildur Sigurðardóttir, Kristjana Einarsdóttir Lækkandi tíðni þungburafæðinga á Íslandi – skoðuð með hliðsjón af breyttu verklagi um framköllun fæðinga Fjöldi þungbura sem fæddist á rannsóknartímabilinu var 5110, en af þeim voru einungis 313 sem áttu mæður með sykursýkigreiningu. Flestir þungburar fæddust við eða eftir áætlaðan fæðingardag við 40 vikur. Hlutfall þungbura af öllum fæðingum jókst með hækk- andi aldri mæðra og var hærra meðal fjölbyrja en frumbyrja. Mæður af erlendum uppruna voru í minni hættu að fæða þungbura miðað við mæður sem fæddust á Íslandi. 182 Aðalsteinn Dalmann Gylfason, Agnar Bjarnason, Kristján Orri Helgason, Kristján Godsk Rögnvaldsson, Brynja Ármannsdóttir, Ingibjörg J. Guðmundsdóttir, Magnús Gottfreðsson Sóttvarna- og samfélagsaðgerðir vegna heimsfaraldurs COVID-19 og greiningar á hjartadrepi og algengum sýkingum árið 2020 Markmið viðbragða hérlendis hefur verið að lágmarka skaða en á sama tíma leitast við að gæta meðalhófs í takmörkunum með hliðsjón af stöðu faraldursins hverju sinn. Þannig helst árstíðasveifla inflúensu í hendur við árstíðasveiflu lungnabólgu, bráðs hjartadreps og heilaáfalla. 189 Bryndís Benediktsdóttir, Tinna Karen Árnadóttir, Þórarinn Gíslason, Jordan Cunningham, Björg Þorleifsdóttir Er svefn Íslendinga að styttast? - Yfirlitsgrein um svefnlengd og svefnvenjur Fullyrt er að svefnlengd sé að styttast og stefni heilsu Íslendinga í voða. Fjárhagslegir hagsmunir og sölumennska lita umræðu um heilsu og þar er svefn engin undantekning. Hér er leitast við að varpa ljósi á vísindalegan bakgrunn þessara staðhæfinga. F R Æ Ð I G R E I N A R 4. tölublað · 108. árgangur · 2022 171 Ástríður Stefánsdóttir Læknaeiðurinn á stríðstímum Áríðandi er að taka vel á móti þeim hópi sem og öllum þeim sem hingað leita á flótta und- an stríði. Nú reynir á að lækn- ar þekki köllun sína, og leggi sín lóð á vogarskálarnar til að græða sár þeirra sem sviptir hafa verið heimili og heilsu. L E I Ð A R A R Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur staðfest fjölmargar árásir Rússa á heilbrigðisstofnanir í landinu öllu: spítala, fæðingardeildir, barnaspít- ala, elliheimili. Stríðið mun hafa mjög alvarlegar afleiðingar fyrir heilsu úkraínsku þjóðarinnar næstu áratugi þar sem hún er hrakin að heiman út í óvissuna. Nágranna- þjóðirnar munu líka líða fyrir þetta. Yfirvöld í Maríupól segja 90% af íbúðarhúsum borgarinnar eyðilögð og þeir íbúar sem eftir eru hafast við í kjöllurum. Gjöreyðilegging blasir við, bæði á fólki og fénaði og eignum. Mynd Pierre Crom/Getty Images sýnir bugaða manneskju sem er á flótta úr heimalandi sínu. Á FORSÍÐU STRÍÐ Í ÚKRAÍNU 173 Dóra Lúðvíksdóttir Sef ég nóg? Rómverski meistarinn Quintilianus (35 e.kr.) vissi að góður nætursvefn gæti styrkt minnið. Hann taldi einnig að orsök svefnleysis (insomnia) væri í raun ekki skortur á svefni heldur of miklar áhyggjur. Geyr Garmur mjög fyr Gnipahelli, festur mun slitna en freki renna. Fjöld veit hún fræða, fram sé eg lengra um ragnarök römm sigtíva. Bræður munu berjast og að bönum verðast, munu systrungar sifjum spilla; hart er í heimi, hórdómur mikill, skeggöld, skálmöld, skildir eru klofnir, vindöld, vargöld, áður veröld steypist, mun engi maður öðrum þyrma. Heimsmyndin hefur skekkst, og vert að minnast orða völvunnar í Völuspá:

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.