Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2022, Síða 18

Læknablaðið - 01.04.2022, Síða 18
182 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 R A N N S Ó K N Inngangur Þann 31. desember 2019 bárust fréttir frá Wuhan-héraði í Kína um skyndilega aukningu tilfella lungnabólgu af óþekktum or- sökum. Fljótlega greindist ný kórónuveira sem fékk heitið Severe Acute Respiratory Syndrome Coronavirus-2 (SARS-CoV-2) og sjúk- dómurinn sem hún veldur nefndur Coronavirus Disease 2019 eða COVID-19.1 Fyrsta smit vegna SARS-CoV-2 greindist hér á landi þann 28. febrúar 2020 en strax var lögð rík áhersla á einangrun einstak- linga með staðfest smit, sóttkví útsettra, smitrakningu og gott aðgengi að sýnatöku til greiningar. Heilbrigðisyfirvöld mæltust til þess að almenningur takmarkaði sem mest samgang við fólk og lögðu áherslu á mikilvægi persónulegra sóttvarna á borð við fjarlægðartakmarkanir, handþvott og sótthreinsun.2 Jafnframt var samkomutakmörkunum komið á, en markmið allra þessara að- gerða var að koma í veg fyrir óhefta útbreiðslu smita, vernda við- kvæma hópa og draga úr álagi á heilbrigðiskerfið. Geta til þess að taka við umframálagi er mismunandi milli landa, en á Íslandi er fjöldi gjörgæslurýma hinn 6. lægsti meðal OECD-ríkja og því strax ljóst að ekki væri mikið rými fyrir viðbótarálag.3 Samspil farsóttarinnar sjálfrar og viðbragða við henni hefur haft gríðarleg áhrif á samfélög víða um heim, þar með talið mann- legt atferli og hegðun, en einnig tilurð og greiningu fjölmargra Aðalsteinn Dalmann Gylfason1 læknanemi Agnar Bjarnason1,2 læknir Kristján Orri Helgason3 læknir Kristján Godsk Rögnvaldsson1 læknir Brynja Ármannsdóttir3 læknir Ingibjörg J. Guðmundsdóttir1,4 læknir Magnús Gottfreðsson1,2,5 læknir 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2smitsjúkdómadeild, 3sýkla- og veirufræðideild, 4hjartadeild, 5vísindadeild Landspítala. Fyrirspurnum svarar Magnús Gottfreðsson, magnusgo@landspitali.is Á G R I P INNGANGUR Sóttvarnaaðgerðir og breytingar á venjum almennings drógu úr útbreiðslu COVID-19 smita á árinu 2020 en áhrif aðgerðanna á tilurð og greiningu annarra sjúkdóma eru óþekkt. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða áhrif heimsfaraldurs COVID-19 og viðbragða vegna hans á tíðni greininga bráðs hjartadreps og ákveðinna sýkinga með mismunandi smitleiðir árið 2020 samanborið við árin 2016-2019. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Kennitölur einstaklinga 18 ára og eldri sem lögðust inn á Landspítala 2016-2020 með lungnabólgu eða brátt hjartadrep voru fengnar úr sjúkraskrárkerfum. Fengin voru gögn um Chlamydia trachomatis sýni, inflúensugreiningar, HIV-próf og jákvæðar Enterobacterales-blóðsýkingar frá rannsóknastofum. Staðlað nýgengishlutfall (standardised incidence ratio, SIR) ásamt 95% öryggisbili (95% confidence interval, 95%CI) var reiknað fyrir þessa sjúkdóma árið 2020 borið saman við árin 2016-2019. NIÐURSTÖÐUR Fjöldi útskriftargreininga vegna lungnabólgu sem var ekki vegna COVID-19 dróst saman um 31% árið 2020 (SIR 0,69 (95%CI 0,64-0,75)). Útskriftargreiningum vegna bráðs hjartadreps fækkaði um 18% (SIR 0,82 (95%CI 0,75-0,90)) og bráðum hjartaþræðingum vegna bráðs kransæðaheilkennis um 23% (SIR 0,77 (95%CI 0,71-0,83)), en 15% aukning varð á blóðsýkingum með Enterobacterales-tegundum (SIR 1,15 (95%CI 1,04-1,28)). Sýnum þar sem leitað var að Chlamydia trachomatis fækkaði um 14,8% (p<0,001) og 16,3% fækkun (p<0,001) varð í heildarfjölda jákvæðra sýna. Fjöldi HIV-prófa dróst saman um 10,9% og 23,6% samdráttur varð á staðfestum inflúensutilfellum árið 2020 þrátt fyrir að sýnataka tvöfaldaðist. ÁLYKTANIR Sjúkrahúsinnlögnum vegna lungnabólgu af öðrum orsökum en COVID-19 fækkaði um ríflega fjórðung árið 2020. Greiningum á bráðu hjartadrepi, klamydíu og inflúensu fækkaði. Margt bendir til að um raunfækkun sé að ræða vegna breyttrar hegðunar á farsóttartímum. Sóttvarna- og samfélagsaðgerðir vegna heimsfaraldurs COVID-19 og greiningar á hjartadrepi og algengum sýkingum árið 2020

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.