Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2022, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 01.04.2022, Blaðsíða 19
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 183 R A N N S Ó K N annarra sjúkdóma og sér ekki enn fyrir endann á því. Markmið viðbragðanna hérlendis hefur verið að lágmarka skaða vegna farsóttarinnar en á sama tíma að leitast við að gæta meðalhófs í takmörkunum með hliðsjón af stöðu faraldursins hverju sinni (mynd 1). Sýkingar geta haft ýmsar ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Þannig helst árstíðasveifla inflúensu í hendur við árstíðasveiflu lungnabólgu, bráðs hjartadreps og heilaáfalla.4 Nýlegri rann- sóknir hafa sýnt að staðfest sýking með inflúensu og sumum öðrum öndunarfæraveirum eykur verulega hættu á bráðu hjarta- drepi og heilaáföllum og er sú hætta mest fyrst eftir greiningu smits.5,6 Jafnframt hefur verið sýnt fram á að bólusetning gegn inflúensu getur dregið úr hættu á bráðu hjartadrepi um 36% í há-áhættusjúklingum.7,8 Markmið þessarar rannsóknar var að skoða áhrif heimsfar- aldurs COVID-19 árið 2020 og viðbragða vegna hans á greiningar hjartadreps og sýkinga með mismunandi meingerð og smitleið- ir. Í þessu skyni voru rannsakaðar greiningar og nýgengistölur lungnabólgu og blóðsýkingar af völdum gram-neikvæðra Enter­ obacterales-tegunda. Þá var fjöldi greiningarrannsókna á inflúensu, HIV og klamydíu árið 2020 borinn saman á landsvísu við árin 2016-2019. Efni og aðferðir Skilgreining þýðis, sjúkdómsgreiningar og leyfi Rannsóknin var afturskyggn. Viðföng voru allir 18 ára og eldri sem lögðust inn á Landspítala árabilið 2016-2020 og voru sjúk- dómsgreindir með lungnabólgu, brátt hjartadrep eða COVID-19. Kennitölur þeirra sem uppfylltu skilyrði rannsóknarinnar voru fengnar úr sjúkraskrárkerfi Landspítala af kerfisfræðingi. ICD- 10 (International Classification of Diseases, eða alþjóðleg flokkun sjúkdóma) kóðar fyrir lungnabólgu (J12-J18), COVID-19 (U07.1) og brátt hjartadrep (I21.0-I21.9) voru notaðir. Upplýsingar um fjölda og ábendingar hjartaþræðinga á árunum 2016-2020 voru fengn- ar úr SCAAR (The Swedish Coronary Angiography and Angi- oplasty Registry) gagnagrunninum frá hjartadeild Landspítala. Rannsóknin var samþykkt af siðanefnd heilbrigðisrannsókna á Landspítala (1/2021). Sýklafræðilegar greiningar Fengin voru ópersónugreinanleg gögn frá sýkla- og veirufræði- deild Landspítala um fjölda sýna sem tekin voru á árunum 2016- 2020 og send til greiningar á Chlamydia trachomatis, HIV og in- flúensu, ásamt fjölda jákvæðra sýna fyrir sama tímabil. Einnig fengust persónugreinanleg gögn um fjölda jákvæðra blóðrækt- anna af völdum Enterobacterales-tegunda (E. coli, Klebsiella spp. og skyldar tegundir). Þá fengust upplýsingar frá rannsóknastofunni Sameind um fjölda HIV-prófa á sama tíma. Chlamydia trachomatis­ sýni sem tekin voru frá augum, endaþarmi og hálsi voru tekin út úr gagnasafni, en yfirleitt er um aukasýni að ræða og því hætta á tvítalningu ef þau hefðu verið talin með. Tölfræði Gögnin voru unnin í tölvuforritinu Excel og tölfræðiforritinu Rstudio ásamt myndum og töflum. Aldursstaðlað nýgengishlut- fall og 95% öryggisbil var reiknað í tölfræðiforritinu Rstudio. Fengnar voru mannfjöldatölur frá Hagstofu Íslands fyrir árin 2016-2020. Þýðinu var skipt í aldurshópa með 5 ára millibili, fyrir utan yngsta aldurshópinn sem náði yfir einstaklinga 18-19 ára. Við aldursstöðlunina var notuð óbein stöðlun, en meðaltöl mannfjölda í hverjum aldurshópi voru reiknuð fyrir árin 2016-2019 og meðaltal nýgengis þessara ára var einnig reiknað. Staðlað nýgengishlutfall (standardized incidence ratio, SIR) hvers sjúkdóms árið 2020 var því reiknað miðað við óbeinu stöðlunina fyrir árin 2016-2019. Myndrænn samanburður var auk þess gerður á aldursbundnu nýgengi sjúkdóma rannsóknarinnar árið 2020 við meðaltöl áranna 2016-2019, reiknað sem tilfelli á 1000 íbúa innan hvers aldurshóps fyrir sig. Við útreikninga á aldursstöðluðu nýgengishlutfalli bráðra hjartaþræðinga var miðað við sama nýgengi í hverjum aldurshópi og í innlögnum vegna bráðs hjartadreps. Var þetta gert vegna þess að tölur yfir kransæðaþræðingar voru ópersónugreinanlegar en gert var ráð fyrir svipaðri aldursdreifingu og í innlagnatölum bráðs hjartadreps. Notað var tilgátupróf fyrir tvö hlutföll, eða „Two-proportions Z-test“, til að kanna mun á fjölda innlagna, in- flúensu-sýna, HIV-sýna og fjölda sýna fyrir Chlamydia trachomatis árið 2020 samanborið við meðaltal 2016-2019 í Rstudio. Tvíhliða tilgátupróf með marktækni við p<0,05 voru notuð. Mynd 1. Tímalína sóttvarnaað­ gerða á Íslandi og fjöldi í einangr­ un með SARS CoV­2 smit eftir mánuðum 2020.1,2 Tímalína COVID-19-sóttvarnaaðgerða á Íslandi jan feb mar apr maí jún júl ágú sep okt nóv des Fj öl di í ei na ng ru n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.