Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2022, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 01.04.2022, Blaðsíða 20
184 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 R A N N S Ó K N Niðurstöður Lungnabólga Aldursstaðlað nýgengishlutfall (SIR) var 0,69 (CI 0,64-0,75) og því 31% færri slíkar innlagnir árið 2020 en árabilið 2016-2019, að teknu tilliti til breyttrar aldurssamsetningar (tafla I). Nýgengi innlagna með lungnabólgu var lægra en í meðalári frá janúar og fram til maí 2020 en hækkaði svo aftur yfir sumarmánuðina í júní og júlí þegar nýgengi var svipað og í meðalári (mynd 2). Nýgengi lækk- aði svo aftur seinni hluta ársins, frá ágúst til desember. Nýgengi lungnabólgu fylgir hækkandi aldri, en það var lægra árið 2020 í öllum aldurshópum samanborið við árin á undan (mynd 2). Sam- kvæmt ICD-10 greiningarkóðum var sýkill í langflestum tilvikum ótilgreindur en í þeim tilfellum þar sem hægt var að bera kennsl á sýkingarvald var lungnabólgan oftast vegna baktería. Brátt hjartadrep Aldursstaðlað nýgengishlutfall árið 2020 var 0,82 (CI 0,75-0,90) og því voru um 18% færri útskriftargreiningar bráðs hjartadreps en hefði mátt búast við (tafla I). Nýgengi innlagna vegna bráðs hjartadreps var svipað og í meðalári fyrri hluta ársins 2020 með leitni í fækkun frá ágúst og út árið og hæsta hlutfall tilfella á hverja 1000 íbúa var í aldurshópnum yfir 90 ára (mynd 3). Fjöldi hjartaþræðinga vegna bráðs kransæðaheilkennis (acute coronary syndrome), það er bráðs hjartadreps eða óstöðugrar hjartaöngvar, lækkaði að sama skapi árið 2020. Aldursstaðlað nýgengishlutfall var 0,77 (0,71-0,83) og voru aðgerðirnar 665, en hefði mátt búast við 866 ef miðað er við árin á undan og tillit tekið til breyttrar aldurssamsetningar (tafla I). Enterobacterales-blóðsýkingar Aldursstaðlað nýgengishlutfall var 1,15 (CI 1,04-1,28), það er fjölg- un jákvæðra sýna um 15% árið 2020 miðað við árabilið 2016-2019 í þýði með sömu aldurssamsetningu (tafla I). Fjöldi jákvæðra blóð- sýkinga var umtalsvert meiri í mars og október árið 2020 miðað við meðalárið. Að öðru leyti var fjöldinn svipaður en með leitni í hækkun. Aldursbundið nýgengi var hæst árið 2020, en þessi hækkun var bundin við aldurshópinn 80-89 ára (mynd 4). Chlamydia trachomatis Innsendum sýnum til greiningar á Chlamydia trachomatis fækkaði um 14,8% árið 2020 borið saman við meðaltal áranna 2016-2019 (15.788 borið saman við 18.522, p<0,001) og 16,3% fækkun varð í heildarfjölda jákvæðra sýna (1582 borið saman við 1890, p<0,001). Heildarfjöldi sýna og jákvæðra sýna lækkaði í byrjun árs 2020 og var lægstur í apríl (mynd 5). Hlutfall jákvæðra sýna hélst svipað árið 2020 (10%) samanborið við meðaltal áranna 2016-2019 (10,2%). HIV-greiningar Fjöldi HIV-prófa árið 2020 dróst saman um 10,9% borið saman við meðaltal áranna 2016-2019 (12.045, borið saman við 13.522, p=<0,001). Mesti samdráttur í framkvæmd prófa var í apríl, eða um 32,7% frá meðaltali áranna 2016-2019. Fjöldi þeirra sem greindust með HIV árið 2020 var 31 sem er sambærilegt við meðaltal áranna 2016-2019 (31,3 jákvæðar greiningar). Þá var hlutfall jákvæðra 0,26 á hver 100 próf sem voru tekin árið 2020 samanborið við 0,23 á hver 100 próf að meðaltali árin 2016-2019. Tafla I. Aldursstaðlað nýgengishlutfall. Samanburður á raungildi og væntigildi innlagna, bráðra kransæðaþræðinga og blóðsýkinga með Enterobacterales árið 2020 miðað við aldursstaðlað nýgengi meðaltals áranna 2016-2019 með 95% öryggisbil (CI). SIR = Standardized Incidence Ratio, staðlað nýgengishlutfall. Sjúkdómur Raungildi 2020 Væntigildi 2020 SIR CI (95%) Lungnabólga - innlagnir 622 898 0,69 0,64-0,75 Brátt hjartadrep - innlagnir 443 539 0,82 0,75-0,90 Hjartaþræðingar vegna bráðs kransæðaheilkennis 665 866 0,77 0,71-0,83 Blóðsýkingar af völdum Enterobacterales 335 291 1,15 1,04-1,28 Mynd 2. Samanburður á fjölda innlagna lungnabólgu (efri mynd) og aldursbundið nýgengi (neðri mynd) árið 2020 borið saman við meðaltal 2016­2019. Á súluriti á efri mynd er fjöldi smita SARS­CoV­2 í hverjum mánuði árið 2020. Lóðréttar línur sýna 95% öryggisbil. jan feb mar apr maí jún júl ágú sep okt nóv des Aldursbundið nýgengi Lungnabólga Fj öl di /1 00 0 íb úa In nl ag ni r Fj öl do C O VI D s m ita Aldurshópar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.