Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.04.2022, Qupperneq 23

Læknablaðið - 01.04.2022, Qupperneq 23
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 187 R A N N S Ó K N því líður bendir þessi aukning á nýgengi Enterobacterales­blóðsýk- inga til þess að almenn greiningargeta sýkla- og veirufræðideildar hafi haldist þrátt fyrir mikið álag vegna COVID-19. Fækkun á sýnum til greiningar á Chlamydia trachomatis og um leið fækkun á jákvæðum sýnum kemur ekki á óvart í ljósi samkomutakmarkana, en óvíst er hvort sjúkdómurinn var van- greindur á árinu. Fátt bendir þó til að svo sé, enda var hlutfall jákvæðra prófa nánast óbreytt í samanburði við fyrri ár. Einnig var fækkun á HIV-prófum, en mesta fækkunin var í apríl þegar fyrsta bylgja faraldursins stóð í hámarki. Mikilvægt er að greina HIV- sýkingar sem allra fyrst því meðferð með veirulyfjum snemma skilar betri árangri og dregur einnig úr útbreiðslu smits. Erlendar rannsóknir hafa sýnt mikla fækkun í sýnatöku fyrir kynsjúkdóma á borð við klamydíu, lekanda og HIV í heimsfaraldrinum og hafa sumar þeirra greint frá fjölgun á lengra gengnum sýkingum á sama tíma og snemmgreiningum fækkaði.26-28 Í Bandaríkjunum hefur verið greint frá hlutfallslegri aukningu á jákvæðum sýnum á sama tíma og sýnataka dróst talsvert saman.29 Í Ástralíu varð 31% fækkun á innsendum sýnum til HIV-greininga en fjöldi ný- greindra tilfella var áþekkur og árið áður, sem er í samræmi við okkar niðurstöður, þó minni samdráttur hafi átt sér stað í sýna- töku hérlendis, eða um 10,9%.30 Þessar niðurstöður benda því ekki til að kynsjúkdómar hafi verið vangreindir hérlendis árið 2020. Helsti styrkleiki rannsóknarinnar er að hún nær yfir nægi- lega langt tímabil til að gefa yfirsýn yfir íslenskt heilbrigðiskerfi í eðlilegu árferði samanborið við ástandið í heimsfaraldri. Helsti veikleiki rannsóknarinnar var að erfitt gat reynst að ákvarða að- alorsök innlagnar því flestar innlagnir höfðu fleiri en einn ICD- 10 greiningarkóða við útskrift. Í afturskyggnri rannsókn má gera ráð fyrir einhverju misræmi á ýmsum sviðum, ekki síst í notkun greiningarkóða. Niðurstöður okkar benda til að nýgengi lungnabólgu og hjarta- dreps sem tengist ekki beint COVID-19 hafi í reynd lækkað í faraldrinum og þannig hafi sóttvarnaaðgerðir á árinu 2020 haft viðbótarheilsufarsávinning í för með sér hvað þessa sjúkdóma varðar. Mikilvægt verður að fylgjast með þróun þessara sjúkdóma og heilsufars almennt í kjölfar afléttingar á sóttvarnaaðgerðum og aukins ónæmis í samfélaginu. Þakkir Sérstakar þakkir fær Sturla Arinbjarnarson framkvæmdastjóri Sameindar rannsóknarstofu fyrir að leggja okkur lið við þessa rannsókn og útvega okkur tölulegar upplýsingar fyrir gagnasöfn- un. Heimildir 1. WHO Timeline - COVID-19. World Health Organisation. 2020. who.int/news/item/27-04- 2020-who-timeline-covid-19 - febrúar 2022. 2. Viðbrögð á Íslandi 2021. Embætti landlæknis. covid.is/undirflokkar/vidbrogd-a-islandi - febrúar 2022. 3. Hospital beds (indicator). OECD. 2021. data.oecd.org/healtheqt/hospital-beds.htm - febrú- ar 2022. 4. Reichert TA, Simonsen L, Sharma A, et al. Influenza and the Winter Increase in Mortality in the United States, 1959–1999. Am J Epidemiol 2004; 160: 492-502. 5. Kwong JC, Schwartz KL, Campitelli MA, et al. Acute Myocardial Infarction after Laboratory-Confirmed Influenza Infection. N Engl J Med 2018; 378: 345-53. 6. Roivainen M, Viik-Kajander M, Palosuo T, et al. Infections, Inflammation, and the Risk of Coronary Heart Disease. Circulation 2000; 101: 252-7. 7. Udell JA, Zawi R, Bhatt DL, et al. Association Between Influenza Vaccination and Cardiovascular Outcomes in High-Risk Patients: A Meta-analysis. JAMA 2013; 310: 1711-20. 8. Fröbert O, Götberg M, Erlinge D, et al. Influenza Vaccination After Myocardial Infarction: A Randomized, Double-Blind, Placebo-Controlled, Multicenter Trial. Circulation 2021; 144: 1476-84. 9. Tölulegar upplýsingar 2021. Embætti landlæknis. 2021. covid.is/tolulegar-upplysingar - febrúar 2022. 10. Bjarnason A, Westin J, Lindh M, al. Incidence, Etiology, and Outcomes of Community- Acquired Pneumonia: A Population-Based Study. Open Forum Infect Dis 2018; 5: ofy010. 11. Olsen SJ, Azziz-Baumgartner E, Budd AP, et al. Decreased Influenza Activity During the COVID-19 Pandemic - United States, Australia, Chile, and South Africa, 2020. MMWR Morb Mortal Wkly Rep 2020; 69: 1305-9. 12. Cowling BJ, Ali ST, Ng TWY, et al. Impact assessment of non-pharmaceutical interventions against coronavirus disease 2019 and influenza in Hong Kong: an observational study. Lancet Publ Health 2020; 5: e279-e88. 13. Li Z-J, Yu L-J, Zhang H-Y, et al. Broad impacts of COVID-19 pandemic on acute respiratory infections in China: an observational study. Clin Infect Dis 2021: ciab942. 14. Weinberger DM, Krause TG, Mølbak K, et al. Influenza epidemics in Iceland over 9 decades: changes in timing and synchrony with the United States and Europe. Am J Epidemiol 2012; 176: 649-55. 15. Garcia S, Albaghdadi MS, Meraj PM, et al. Reduction in ST-Segment Elevation Cardiac Catheterization Laboratory Activations in the United States During COVID-19 Pandemic. J Am Coll Cardiol 2020; 75: 2871-2. 16. Van Belle E, Manigold T, Piérache A, et al. Myocardial Infarction incidence during national lockdown in two French provinces unevenly affected by COVID-19 outbreak: An observational study. Lancet Reg Health Eur 2021; 100030. 17. Karlinsky A, Kobak D. Tracking excess mortality across countries during the COVID-19 pandemic with the World Mortality Dataset. eLife 2021; 10: e69336. 18. Muscente F, De Caterina R. Causal relationship between influenza infection and risk of acute myocardial infarction: pathophysiological hypothesis and clinical implications. Eur Heart J Suppl 2020; 22(Suppl E): E68-e72. 19. Barnes M, Heywood AE, Mahimbo A, et al. Acute myocardial infarction and influenza: a meta-analysis of case–control studies. Heart 2015; 101: 1738-47. 20. García-Lledó A, Rodríguez-Martín S, Tobías A, et al. Relationship Between Influenza, Temperature, and Type 1 Myocardial Infarction: An Ecological Time-Series Study. J Am Heart Assoc 2021; 10: e0196088. 21. Mohammad MA, Tham J, Koul S, et al. Association of acute myocardial infarction with influenza: A nationwide observational study. PLoS ONE 2020; 15: e0236866. 22. Katsoularis I, Fonseca-Rodríguez O, Farrington P, et al. Risk of acute myocardial infarction and ischaemic stroke following COVID-19 in Sweden: a self-controlled case series and matched cohort study. Lancet 2021; 398: 599-607. 23. Baden LR, El Sahly HM, Essink B, et al. Efficacy and Safety of the mRNA-1273 SARS- CoV-2 Vaccine. N Engl J Med 2020; 384: 403-16. 24. Polack FP, Thomas SJ, Kitchin N, et al. Safety and Efficacy of the BNT162b2 mRNA Covid- 19 Vaccine. N Engl J Med 2020; 383: 2603-15. 25. Elínardóttir SH. Starfsemi heilbrigðisþjónustu í annarri og þriðju bylgju COVID-19. 2020. Embætti landlæknis. landlaeknir.is/servlet/file/store93/item44014/Talnabrunnur_ Desember_2020.pdf - febrúar 2022. 26. Ejima K, Koizumi Y, Yamamoto N, et al. HIV testing by public health centers and municipalities, and new HIV cases during the COVID-19 pandemic in Japan. J Acquir Immune Defic Syndr 2021; 87: e182-e187. 27. Hensley KS, Jordans CCE, van Kampen JJA, et al. Significant Impact of Coronavirus Disease 2019 (COVID-19) on Human Immunodeficiency Virus (HIV) Care in Hospitals Affecting the First Pillar of the HIV Care Continuum. Clin Infect Dis 2022; 74: 521-4. 28. Menza TWM, Zlot AI, Garai J, et al. The Impact of the SARS-CoV-2 Pandemic on Human Immunodeficiency Virus and Bacterial Sexually Transmitted Infection Testing and Diagnosis in Oregon. Sex Transm Dis 2021; 48: e59-e63. 29. Pinto CN, Niles JK, Kaufman HW, et al. Impact of the COVID-19 Pandemic on Chlamydia and Gonorrhea Screening in the U.S. Am J Prev Med 2021; 61: 386-93. 30. Chow EPF, Ong JJ, Denham I, et al. HIV Testing and Diagnoses During the COVID-19 Pandemic in Melbourne, Australia. J Acquir Immune Defic Syndr 2021; 86: e114-e5. Greinin barst til blaðsins 28. janúar 2022, samþykkt til birtingar 21. mars 2022.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.