Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2022, Síða 25

Læknablaðið - 01.04.2022, Síða 25
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 189 Y F I R L I T S G R E I N Inngangur Góður svefn, reglubundin hreyfing og hollt mataræði hafa verið taldir mikilvægir áhrifaþættir góðrar heilsu. Áhugi almennings á svefni hefur aukist undanfarin ár samfara mikilli fjölmiðla- umræðu. Á sama tíma hefur komið á markað einfaldur mælibún- aður fyrir almenning, sem ætlað er að skrá og mæla svefn. Kjarni þessarar umræðu er að svefn sé að styttast, ekki síst hjá börnum og unglingum, sem stefni heilsu og framtíð þeirra í voða. Þessi umræða er þó ekki ný af nálinni. Frá upphafi síðustu aldar hefur því verið haldið fram að aukinn hraði í þjóðfélaginu og ný tækni (raflýsing, útvarp, sjónvarp, myndbönd eða skjánotkun) valdi því að svefn sé að styttast. En þegar rýnt er í rannsóknir með safn- greiningu (meta­analysis) kemur í ljós að svo er ekki, að minnsta kosti ekki meðal fullorðinna.1,2 Niðurstöður fjölmargra rannsókna leiða í ljós tengsl á milli stutts svefns og ýmissa líffræðilegra þátta, til dæmis aukinnar fæðuneyslu, offitu, breytinga á hormónafram- leiðslu,3 en einnig minnis og athygli.4,5 Oft er fullyrt að þessi tengsl við stuttan svefn séu sönnun orsakasambands við neikvæða heilsufarsþætti eins og offitu, sykursýki, hjarta- og æðasjúkdóma, þunglyndis, minnkuð afköst í vinnu og aukna slysahættu. Þessari umræðu fylgir gjarnan hvatning til almennings um að sofa leng- ur.6-9 Bryndís Benediktsdóttir1,2 læknir Tinna Karen Árnadóttir3 læknir Þórarinn Gíslason1,2 læknir Jordan Cunningham1 læknir Björg Þorleifsdóttir1 lífeðlisfræðingur 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2svefndeild Landspítala, 3Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Fyrirspurnum svarar Bryndís Benediktsdóttir, brynben@hi.is Á G R I P Svefn er sífellt oftar til umfjöllunar hér á landi. Áberandi eru fullyrðingar um að svefnlengd sé að styttast og stefni heilsu Íslendinga í voða. Fjárhagslegir hagsmunir og sölumennska lita umræðu um heilsu og þar er svefn engin undantekning. Í þessari yfirlitsgrein verður leitast við að varpa ljósi á vísindalegan bakgrunn þessara staðhæfinga. Alþjóðlegar yfirlitsrannsóknir sem byggja á safngreiningu (meta-analysis) sýna að lítil breyting hefur orðið á svefnlengd hjá fullorðnum síðustu 100 árin, en svefn barna hefur styst, en ekki hefur verið sýnt fram á að þau sofi ekki nóg. Ekki hefur verið sýnt að svefn fullorðinna hafi styst. Svefnlengd íslenskra unglinga og fullorðinna er sú sama ef hún er borin saman við sambærilega hópa erlendis. Mæliaðferðir sem liggja til grundvallar þegar rannsóknir á svefnlengd eru bornar saman eru breytilegar og geta leitt til ólíkrar niðurstöðu. Þó sýnt hafi verið fram á tengsl svefnlengdar við neikvæða heilsufarsþætti, líkamlega og andlega, hefur ekki hefur verið sýnt fram á orsakasamband og nauðsynlegt er að horfa til fleiri þátta varðandi þau tengsl. Svefntímar Íslendinga eru hins vegar seinni en hjá fólki í nálægum löndum, líklega vegna hnattstöðu Íslands og misræmis milli náttúrulegrar sólarhæðar og staðartíma. Er svefn Íslendinga að styttast? Yfirlitsgrein um svefnlengd og svefnvenjur Lítið hefur farið fyrir umræðu um vísindalegan bakgrunn og stöðu þekkingar, þótt oftsinnis hafi verið bent á að enda þótt tengsl finnist milli margvíslegra þátta í lífinu jafngildir það ekki orsakasambandi.10 Í þessari yfirlitsgrein er fjallað um hvað fjöl- þjóðlegar rannsóknir hafa sýnt varðandi ofangreindar staðhæf- ingar og niðurstöður íslenskra rannsókna skoðaðar sérstaklega. Leitað var heimilda bæði á PubMed og Google Scholar með leitarorðum sem tengjast svefnlengd og svefntímum. Einungis var stuðst við greinar í ritrýndum fagtímaritum. Svefnlengd og svefntímar Svefnlengd er skilgreind sem sá afmarkaði tími sem raunveru- lega er sofið. Jafnan er eingöngu átt við nætursvefn, en svefni að deginum er stundum bætt við. Svefnlengd er einstaklingsbundin, og breytist með aldri. Hún er flókið samspil erfða, umhverfis og hegðunar. Hugtakið svefntími vísar til þess tíma sólarhringsins þegar sofið er, hvenær er farið að sofa og hvenær er vaknað. Tveir meginþættir hafa áhrif á svefn mannsins: svefnþörf og dægurklukka (líkamsklukka). Svefnþörfin eykst í vöku og dvínar í svefni (endurspeglar homeostasis). Hún ræðst bæði af lengd vök-

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.