Læknablaðið - 01.04.2022, Síða 29
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 193
Y F I R L I T S G R E I N
hafði styst að meðaltali um 0,75 mínútur á ári, þegar litið var til
alls hópsins, eða um rúma eina klukkustund á liðlega einni öld.
Breyting á svefnlengd var þó mismunandi eftir löndum.47 Þannig
sýndi þessi rannsókn að svefn barna og unglinga hafði lengst á
Norðurlöndum, í Ástralíu og Bretlandi, en styst í öðrum löndum
á þessu tímabili. Þar var jafnframt bent á að þótt svefn barna og
unglinga hafi styst frá 1905 jafngilti það ekki ónógum svefni og
óvíst hvort sú stytting hafi áhrif á heilsu og líðan.
Rannsóknir á svefnlengd fullorðinna gerðar með huglægu
mati hafa vakið efasemdir um þá staðhæfingu að svefn hafi styst
verulega á undanförnum áratugum og fleiri sofi of stutt, það er <6
klukkustundir.47-53 Samsvarandi rannsóknir sem gerðar voru með
hlutlægu mati á árunum 1960-2013 sýndu líka að svefn fullorðinna
styttist ekki á því tímabili.54 Enn aðrar rannsóknir sýna lengri
svefn fullorðinna og að hlutfall þeirra sem sofa lengi sé heldur að
aukast.49,55
Svefnlengd, svefntímar og heilsa
Tengslum svefns við heilsufar og dánartíðni fullorðinna hefur ver-
ið lýst með U-laga kúrfu, þar sem minnst áhætta tengist 7 klukku-
stunda svefni, en eykst eftir því sem svefn styttist eða lengist.56
Nýlegar viðamiklar yfirlitsgreinar56-58 varpa nánara ljósi á þessi
tengsl. Bæði of stuttur (<6 klst.) og langur svefn (>9 klst.) tengj-
ast aukinni dánartíðni,56-59 áunninni sykursýki56-58,60 efnaskipta-
villu (metabolic syndrome),56-58,61 hjarta- og æðasjúkdómum,56-58,61
kransæðasjúkdómum,56-58,61 heilaáfalli (mynd 5),61,62 þunglyndi,63
skertri vitrænni getu,64 fallhættu og hrörleika meðal eldri.65,66
Stuttur svefn fullorðinna tengist auk þess aukinni áhættu á há-
þrýstingi56,57,67 og offitu,57,68 þó hafa síðarnefndu tengslin verið
dregin í efa.69 Heilaáfall sýnir sterkari tengsl við langan svefn en
stuttan62 og aukin áhætta var meðal þeirra sem sváfu lengi á að fá
minnisglöp og Alzheimer.64
Meðal barna tengist stuttur svefn aukinni áhættu á offitu og
tilfinningalegri vanlíðan.70-72 Tengsl við aðra heilsufarsþætti eins
og vitræna getu, áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki
og slysahættu eru mun minna rannsökuð og ekki hefur verið
sýnt fram á óyggjandi tengsl þessara þátta við svefnlengd meðal
barna.70,71
Fram að þessu hefur höfuðáhersla í rannsóknum verið lögð á
að sýna fram á tengsl svefnlengdar og heilsu. Bent hefur verið á
að þegar skoða eigi samband svefns og heilsu þurfi að taka tillit
til fjölda annarra þátta en svefnlengdar, ekki síst á hvaða tímum
sofið er.71-73 Ef svefntímar eru ekki í takt við þá dægursveiflu sem
einstaklingi er eðlileg getur það haft víðtæk áhrif á heilsu og líð-
an.74 Þeir sem fara seint að sofa sýna oftar einkenni áhættuhegð-
unar. Þeir eru líklegri til að borða meira á kvöldin, neyta fleiri
hitaeininga, reykja, neyta alkóhóls, ánetjast fíkniefnum og hreyfa
sig minna.75 Sýnt hefur verið fram á tengsl á milli áhættuhegð-
unar unglinga og svefnlengdar.76 Ennfremur að seinir svefntímar
barna og unglinga77,78 og einnig fullorðinna79 tengjast offitu frekar
en svefnlengdin.
Aftur ber að hafa í huga að það sem vitað er um tengsl svefn-
lengdar og heilsu byggist langoftast á þversniðsrannsóknum þar
Mynd 5. Ólínuleg skammtasvörunargreining á tengslum svefnlengdar við dánartíðni (A), hjartaog æðasjúkdóma (B), kransæðasjúkdóma (C) og heilaáfall (D).
1,80
1,70
1,60
1,50
1,40
1,30
1,20
1,10
1,00
3 4 5 6 7 8 9 10 11
H
lu
tf
al
ls
le
g
áh
æ
tt
a
B
Svefnlengd (klst./sólarhring)
1,80
1,70
1,60
1,50
1,40
1,30
1,20
1,10
1,00
3 4 5 6 7 8 9 10 11
H
lu
tf
al
ls
le
g
áh
æ
tt
a
1,80
1,70
1,60
1,50
1,40
1,30
1,20
1,10
1,00
3 4 5 6 7 8 9 10 11
H
lu
tf
al
ls
le
g
áh
æ
tt
a
Svefnlengd (klst./sólarhring)Svefnlengd (klst./sólarhring)
C D
1,80
1,70
1,60
1,50
1,40
1,30
1,20
1,10
1,00
3 4 5 6 7 8 9 10 11
H
lu
tf
al
ls
le
g
áh
æ
tt
a
A
Svefnlengd (klst./sólarhring)
95% öryggisbil
Þriðja stigs brúunarfall
Hjarta- og æðasjúkdómar
Kransæðasjúkdómar Heilaáfall
Allar dánarorsakir
95% öryggisbil
Þriðja stigs brúunarfall
95% öryggisbil
Þriðja stigs brúunarfall
95% öryggisbil
Þriðja stigs brúunarfall