Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2022, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 01.04.2022, Blaðsíða 37
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 201 F R É T T I R Forseti Íslands á Læknadögum 2022 „Ég þakka ykkur læknar, sérfræðingar og allt annað starfsfólk í heilbrigðisþjónustu fyrir ykkar drjúga þátt í að glíma við þær hremmingar sem við lentum í og höfum glímt við undanfarin misseri,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, á setningarhátíð Læknadaga. Guðni hélt þar tölu ásamt Kristínu Sigurðardóttur, Sveini Waage, Bjarna Karlssyni presti og Steinunni Þórðardóttur formanni LÍ sem setti hátíðina. Nærri 500 læknar voru skráðir til leiks á ráðstefnuna að þessu sinni. Læknadagar voru færðir fram í marsmánuð vegna kórónuveirunnar. Myndir/gag Steinunn Þórðardóttir, formaður LÍ, segir ánægjulegt að sjá skjót viðbrögð og sam- stöðu íslenskra lækna vegna söfnunar félagsins. Áhrif stríðsins á úkraínska inn- viði séu skelfileg. „Við höfum áhyggjur af árásum á heil- brigðisstofnanir og heilbrigðisstarfsfólk og að hlutleysi þeirra hafi ekki verið virt,“ segir hún, og að söfnunin muni halda áfram. „Við ákváðum að senda þessa myndarlegu fjárhæð strax af stað en höld- um áfram söfnuninni fyrir þá sem enn vilja leggja málefninu lið.“ Félag íslenskra heimilislækna ákvað til að mynda að setja 10% af félagsgjöldum Læknafélag Íslands lagði tæpar 8 milljónir króna til styrktar Úkraínu og nauðsynlegri heilbrigðisþjón- ustu þar til Alþjóðafélags lækna, WMA, þann 17. mars. Fjöldi læknafélaga lagði málefninu lið þessa árs í sjóð LÍ til styrktar læknis- þjónustu í Úkraínu. „Átökin koma við okkur og við sjáum svart á hvítu hvernig heilbrigðiskerfið getur farið á hvolf við aðstæður sem þessar, einmitt þegar þörfin er mest,“ segir Margrét Ólafía Tómasdótt- ir, formaður FÍH. „Við ákváðum því að stuðla að því að hægt væri efla þjónustuna á þessum stríðstímum. Þetta er mikilvægt málefni,“ segir hún og hvetur til frekari aðgerða. „Fjárstuðningur er eitt en svo þurfum við líka að taka á móti flóttamönnum og standa við bakið á þessu stríðshrjáða fólki.“ Steinunn var í viðtali í Samfélaginu á Rás 1 þann 11. mars þar sem hún sagði brugðist við ákalli læknafélags Úkraínu til Alþjóðasamtaka lækna um hjálpargögn. „Okkur var skylt að bregðast við þessu ákalli og ljúft. Kollegum hérna heima finnst gott að geta stutt félaga sína í þess- um virkilega erfiðu aðstæðum þarna úti,“ sagði hún þar. Einstaklingar og fyrirtæki hafi lagt söfnuninni lið. Stjórn LÍ þakkar félags- mönnum frábærar undirtektir við þessari söfnun á heimasíðu sinni. Læknadagar í Rímu á málþingi um Louis Pasteur. Gestir Læknadaga í Kaldalóni á fyrsta degi. Kristín Sigurðardóttir, formaður Fræðslustofnunar. Læknar hér á landi safna fyrir Úkraínu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.