Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.05.2021, Page 4

Læknablaðið - 01.05.2021, Page 4
220 L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 227 Bolli Þórsson, Elías Freyr Guðmundsson, Gunnar Sigurðsson, Thor Aspelund, Vilmundur Guðnason Algengi og nýgengi sykursýki 2 á Íslandi frá 2005 til 2018 Fólki með sykursýki hefur fjölgað mikið undanfarna áratugi bæði í auðugri og fá- tækari hlutum heimsins. Mikill heilsufarsvandi tengist sykursýki, einkum vegna aukinnar hættu á hjarta- og æðasjúkdómum, en sykursýki og efnaskiptavilla eru til dæmis veigamestu áhættuþættir kransæðasjúkdóms hjá ungum konum. 234 Sigrún Guðný Pétursdóttir, Jón Magnús Kristjánsson, Hjalti Már Björnsson Rafskútuslys á höfuðborgarsvæðinu sumarið 2020 Sumarið 2020 slösuðust einn til tveir einstaklingar á dag á höfuðborgarsvæð- inu vegna rafskúta en enginn hlaut alvarlega áverka. Reyna þarf að draga úr slysatíðni vegna rafskúta með því að bæta hjólastíga, hvetja til hjálmanotkun- ar og auka fræðslu um hættu af notkun rafskúta undir áhrifum áfengis og vímuefna. 240 Ása Unnur Bergmann , Helga Þórunn Óttarsdóttir, Björn Flygenring, Helgi Már Jónsson, Ingibjörg Jóna Guðmundsdóttir Fituæxli í hjarta - sjúkratilfelli Hér er lýst tilfelli 82 ára gamallar konu með sykursýki sem leitaði á sjúkrahús vegna lélegrar sykurstjórnunar. Við hjartaómun vegna takttruflana og vægrar hjarta- bilunar kom í ljós fyrirferð í hægri gátt hjartans sem þrýsti verulega á efri hol- æð. Hún hafði þó engin einkenni eða teikn efri-holæðareinkennis. Staðsetning og útlit fyrirferðar á hjartaómun og tölvusneiðmynd samræmdist stóru fituæxli. F R Æ Ð I G R E I N A R 5. tölublað · 107. árgangur · 2021 223 Ragnar Danielsen Tegund 2 sykursýki: vaxandi vandamál og nýjungar í lyfja- meðferð Verulegt lýðheilsulegt vanda- mál blasir við íslensku heil- brigðiskerfi. Æskilegast væri að beita forvörnum, greina áhættuhópa og stemma stigu við vaxandi ofþyngd þjóðar- innar. Slíkt hefur þó borið tak- markaðan árangur hér á landi. 225 Gunnar Guðmundsson Eldgos og eitraðar lofttegundir Nýr ógnvaldur við heilsu fólks suðvestanlands eru eitraðar lofttegundir sem berast frá eldstöðinni í Fagradalsfjalli á Reykjanesskaga. Þær geta valdið aukningu á öndunar- færaeinkennum og notkun innöndunarlyfja. Minna er vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar og áhrif kvikugasa. z L E I Ð A R A R Gígaröðin í Geldingadölum Ísland er tilraunastofa í jarðfræði, - og vinsælasta og mest myndaða eldgos sögunnar er gosið sem nú er uppi á Reykjanesskaga. Í Eldunum – ástin og aðrar hamfarir, bók Sigríðar Hagalín Björnsdóttur sem út kom fyrir jólin 2020, er óhugnanlega nákvæm og lifandi lýsing á eldsumbrotum á þessum sömu slóðum. Þar er allt á talsvert öðrum og lífs- hættulegri skala en blasir við okkur núna í hinum heillandi Geldingadölum. Margrét E. Laxness tók ljósmyndina á kápunni 13. apríl síðastliðinn. 219 Sænskir straumar á nýju Brjóstamiðstöðinni Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Ný kynslóð sérfræðinga í brjóstaskurðlækningum hefur hreiðrað um sig í glænýrri Brjóstamiðstöð á Landspítala sem formlega var opnuð í apríl. Allt nýtt. Aðstaðan til fyrirmyndar og þau ánægð Á FORSÍÐU

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.