Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.05.2021, Page 9

Læknablaðið - 01.05.2021, Page 9
L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 225 R I T S T J Ó R N A R G R E I N Gunnar Guðmundsson lungnalæknir Lungnadeild Landspítala og læknadeild Háskóla Íslands ggudmund@landspitali.is Nýr ógnvaldur við heilsu fólks suðvestanlands eru eitraðar lofttegundir sem berast frá eldstöðinni í Fagradalsfjalli á Reykjanesskaga. Þær geta valdið aukningu á öndunar- færaeinkennum og notkun innöndunarlyfja. doi 10.17992/lbl.2021.05.633 Föstudagskvöldið 12. mars 2021 hófst eldgos í Geldingadölum í Fagradalsfjalli nálægt Grindavík. Aðdragandi var að gosinu með jarðskjálftum og jarðvísindamenn gátu fylgst með kvikuganginum verða til og spáð fyrir um staðsetningu gossins af nákvæmni. Talið er kvikugangurinn dragi kviku frá djúpum kvikugeymi sem líklega liggur nærri mörk- um skorpu og möttuls undir Reykjanesskaga. Frá því að Ísland byggðist hafa orðið fjöldamörg eldgos á Íslandi.1 Þau hafa leitt til matarskorts, eyði- leggingar á híbýlum manna, búferlaflutninga, mat- arskorts, og búfjárfellis vegna eyðileggingar á beitar- landi og eitrana. Þau hafa einnig valdið sjúkdómum og slysum sem leitt hafa til dauðsfalla. Eldgos hafa áhrif á umhverfi sitt með rennsli hrauna, gjóskufalli og útstreymi kvikugasa.2,3 Kvika er bergbráð með uppleystum lofttegundum.1 Gasið losnar úr kvik- unni í gosopi og þegar kvika storknar á yfirborði og í gasmekki. Helstu gastegundirnar eru vatns- gufa (H2O), koldíoxíð (CO2) og brennisteinsdíoxíð (SO2) og yfirleitt er langmest af þeirri fyrstnefndu. Einnig losnar vetni (H2), brennisteinsvetni (H2S), kolmónoxíð (CO), og í litlu magni brennisteinn (S2), metangas (CH4), vetnisklóríð eða saltsýra (HCl) og vetnisflúoríð eða flúorsýra (HF). Áhrif þessara lofttegunda á heilsufar manna eru mismunandi. Íslenskar reglugerðir skilgreina heilsuverndarmörk og vinnuverndarmörk meng- andi lofttegunda í andrúmslofti fyrir íbúa Íslands. Heilsuverndarmörk eru hugsuð fyrir almenning, bæði börn og fullorðna, sjúka sem heilbrigða. Þeim er ætlað að vera viðmiðun fyrir hvað telst skaðlegt fyr- ir einstaklinginn til lengri tíma. Vinnuverndarmörk eru hæsta leyfilega meðaltalsmengun í andrúms- lofti starfsmanna, gefið upp fyrir 8 klukkustundir og einnig fyrir 15 mínútna viðveru. Í náttúruham- förum eins og eldgosum getur loftmengun farið langt yfir bæði þessi mörk.1,3 Áhrifum lofttegunda má skipta í tvennt. Í fyrsta lagi eru lofttegundir sem erta slímhúðir og húð. Í lágum styrkleika valda þær ertingu í augum og efri hluta öndunarfæra. Í hærri styrk valda þær ertingu og bruna í húð og í enn hærri styrk hafa þær áhrif á neðri hluta öndunarfæra og geta valdið lungna- bjúg vegna bráðs lungnaskaða. Dæmi um slíkar lofttegundir eru brennisteinsdíoxíð og brenni- steinssýra. Í öðru lagi eru lofttegundir sem valda köfnun vegna áhrifa á flutning súrefnis og frumu- öndun. Dæmi um þær eru koldíoxíð og kolmónoxíð. Mesta bráðahættan skapast af lofttegundum sem eru þyngri en andrúmsloftið og geta því borist með jörðu og fyllt svæði sem eru lægri, eins dældir og dali í náttúrunni eða kjallara húsa. Brennisteinsdí- oxíð og koldíoxíð eru dæmi um slíkar lofttegundir.1 Í eldgosinu í Holuhrauni árið 2015 kom upp mikið Eldgos og eitraðar lofttegundir magn brennisteinsdíoxíðs. Nýlega hafa verið birt- ar greinar um áhrif þess á heilsu manna. Þar kom fram að aukning varð á komum á heilsugæslu vegna öndunarfæraeinkenna og meira var leyst út af inn- öndunarlyfjum.4 Þar kom fram að loftmengun getur varað lengur en áður var talið, meðal annars vegna þess að kvikugösin geta verið til staðar lengur en talið var.5 Embætti landlæknis, Almannavarnir, Veðurstofa Íslands, Umhverfisstofnun og fleiri aðilar standa að nákvæmri vöktun eldstöðvanna í Geldingadöl- um. Þannig hefur mælakerfi Umhverfisstofnunar sem mælir loftmengun verið stóraukið og upplýs- ingaflæði frá þeim verið bætt stórlega. Veðurstofa Íslands uppfærir daglega spá varðandi gasmeng- un vegna eldgossins við Fagradalsfjall og birtir spálíkan sem sýnir brennisteinsmengun í byggð fyrir næstu 72 tíma. Embætti landlæknis fylgist náið með heilsufari þeirra sem búa næst gosstöðv- unum og lyfjanotkun þeirra. Gefinn hefur verið út vandaður bæklingur fyrir almenn- ing sem nefnist „Hætta á heilsutjóni vegna loftmengunar vegna eldgosa“ sem útskýrir loftmengun vegna eld- gosa á greinargóðan hátt. Auk þess býðst almenningi margskonar önnur fræðsla. Kominn er fram nýr ógnvaldur við heilsu manna á suðvesturhluta Ís- lands, eitraðar lofttegundir sem ber- ast frá eldstöðinni í Fagradalsfjalli á Reykjanesskaga. Vitað er að þær geta valdið aukningu á öndunarfæra- einkennum og notkun innöndunarlyfja. Minna er vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lág- um styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Mikilvægt er að vandaðar vísindarannsóknir fari fram á áhrifum gasmengunar á heilsu manna svo að hægt sé að skera úr um áhrif þeirra á heilsu, bæði til lengri og skemmri tíma. Nauðsynlegt er að slíkar rannsóknir hefjist sem fyrst. Heimildir 1. Guðmundsson G, Larsen G. Áhrif eldgosa á heilsufar manna á Íslandi. Yfirlitsgrein. Læknablaðið. 2016;102: 433-41. 2. Gudmundsson G. Respiratory health effects of volcanic ash with special reference to Iceland. A review. Clin Respir J 2011; 5: 2-9. 3. Guðmundsson G, Finnbjörnsdóttir RG, Jóhannsson T, et al. Loftmengun á Íslandi og áhrif hennar á heilsu manna-Yfirlit. Læknablaðið 2019; 105: 443-52. 4. Carlsen HK, Valdimarsdóttir U, Briem H, et al. Severe volcanic SO2 exposure and respiratory morbidity in the Icelandic population - a register study. Environ Health 2021; 20: 23. 5. Carlsen HK, Ilyinskaya E, Baxter PJ, et al. Increased respiratory morbi- dity associated with exposure to a mature volcanic plume from a large Icelandic fissure eruption. Nat Commun 2021; 12: 2161. Volcanic eruptions and toxic gases Gunnar Guðmundsson Respiratory physician Department of Respiratory Medicine and Sleep. Landspitali University hospital Faculty of Medicine, University of Iceland Ný meðferð fyrir sjúklinga með ofnæmiskvef (allergic rhinitis). • Fyrsti nefúðinn á markaði sem inniheldur blöndu af andhistamíni og barkstera. • Dregur úr einkennum bæði frá nefi og augum • Verkar á innan við 15 mínútum • Eitt púst í hvora nös tvisvar á dag Dymista Lyfjaform: Nefúði, dreifa. Virk efni: Azelastín og flútíkasónprópíónat. Styrkleiki: Einn úðaskammtur (0,14 g) gefur 137 míkrógrömm af azelastínhýdróklóríði ( = 125 míkrógrömm af azelastíni) og 50 míkrógrömm af flútíkasónprópíónati. Ábending: Lyfið er ætlað til notkunar við einkennum miðlungsmikils eða verulegs árstíðabundins eða langvinns ofnæmiskvefs (allergic rhinitis), þegar meðferð með einu lyfi til notkunar í nef, annaðhvort andhistamíni eða sykurstera, er ekki talin fullnægjandi. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna. Markaðsleyfishafi: Meda AB. Umboðsaðili á Íslandi: Icepharma hf. Lynghálsi 13, 110 Reykjavík, sími 540 8000, www.icepharma.is. Dags. nýjasta samþykkta SPC: 5. janúar 2021. Nálgast má upplýsingar um lyfið og samantekt á eiginleikum þess, fylgiseðil, verð og greiðsluþátttöku sjúkratrygginga á vef Lyfjastofnunar, www.serlyfjaskra.is. MED210401 - Apríl 2021 (azelastín og flútíkasónprópíónat)

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.