Læknablaðið - 01.05.2021, Síða 11
L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 227
Inngangur
Fólki með sykursýki hefur fjölgað mikið undanfarna áratugi bæði
í auðugri og fátækari hlutum heimsins.1 Mikill heilsufarsvandi
tengist sykursýki, einkum vegna aukinnar hættu á hjarta- og
æðasjúkdómum,2 en sykursýki og efnaskiptavilla eru til dæmis
veigamestu áhættuþættir kransæðasjúkdóms hjá ungum konum.3
Fjölmargir sjúkdómar orsakast af sykursýki, svo sem augn- og
nýrnasjúkdómar4 og ákveðin krabbamein eru tíðari hjá fólki með
sykursýki.5 Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur skilgreint sykur-
sýki 2 sem einn af fjórum langvinnum lífsstílstengdum sjúkdóm-
um sem skuli vera í forgangi að kljást við hjá þjóðum heims.6
Hjartavernd hefur fylgst með þróun sykursýki á Íslandi í reglu-
bundnum hóprannsóknum frá árinu 1967. Síðasta hóprannsóknin
var Áhættuþáttakönnun Hjartaverndar (REFINE-Reykjavik Study)
sem hófst 2004 og lauk 2011. Við vitum ekki til þess að gerðar hafi
verið rannsóknir á nýgengi eða algengi sykursýki 2 á Íslandi síð-
an þá, þrátt fyrir mikla aukningu í algengi sykursýki á árunum
þar á undan.7 Í þessari rannsókn könnuðum við allar ávísanir á
sykursýkilyf á Íslandi samkvæmt Lyfjagagnagrunni Embættis
landlæknis og lögðum mat á þróun algengis og nýgengis sykur-
sýki 2 á Íslandi frá 2005 til 2018. Vangreining og vanmeðhöndlun
á sykursýki er útbreitt vandamál bæði á Íslandi8 og annars staðar
og hefur það áhrif á mat á upplýsingum úr lyfjagagnagrunnum
um algengi og nýgengi. Því berum við niðurstöður okkar saman
Bolli Þórsson1,2 læknir
Elías Freyr Guðmundsson1 faraldsfræðingur
Gunnar Sigurðsson1 læknir
Thor Aspelund1,3 líftölfræðingur
Vilmundur Guðnason1,3 læknir
1Hjartavernd, 2Landspítala, 3Háskóla Íslands.
Fyrirspurnum svarar Vilmundur Guðnason, v.gudnason@hjarta.is
Á G R I P
INNGANGUR
Fjöldi fólks með sykursýki 2 hefur vaxið undanfarna áratugi á Íslandi. Í
þessari rannsókn var notaður Lyfjagagnagrunnur Embættis landlæknis
til að meta algengi og nýgengi sykursýki 2 og sett fram spá um algengi
sykursýki 2 eftir 10 og 20 ár.
EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR
Algengi og nýgengi sykursýki á tímabilinu 2005-2018 var metið út frá
ávísunum sykursýkilyfja samkvæmt skráningum í Lyfjagagnagrunni og
borið saman við niðurstöður Áhættuþáttakönnunar Hjartaverndar frá
2004-2011 og birtar tölur frá Bandaríkjunum frá 1980-2016.
NIÐURSTÖÐUR
Algengi sykursýki 2 meira en tvöfaldaðist í nær öllum aldurshópum hjá
bæði körlum og konum á tímabilinu (18-79 ára). Nýgengi jókst um 2,8%
á ári (18-79 ára). Fólk með sykursýki 2 á Íslandi var 10.600 manns árið
2018 og hafði fjölgað úr um 4200 manns árið 2005.
Gögn úr Lyfjagagnagrunni samanborið við Áhættuþáttakönnun Hjarta-
verndar sýna undirmat á nýgengi sykursýki (29% hjá körlum og konum).
Haldi fólki með sykursýki á Íslandi áfram að fjölga með svipuðum
hraða og varð á árabilinu frá 2005 til 2018 gæti fjöldinn verið kominn í
tæp 24.000 manns árið 2040.
ÁLYKTUN
Línuleg aukning varð á algengi og nýgengi sykursýki 2 á Íslandi á
árunum 2005-2018. Svipuð þróun sást í Bandaríkjunum frá 1984. Til að
sporna gegn því að fjölgunin hér á landi fari inn á svipaða braut þarf að
grípa til víðtækra og markvissra aðgerða.
Algengi og nýgengi sykursýki 2
á Íslandi frá 2005 til 2018