Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.05.2021, Side 34

Læknablaðið - 01.05.2021, Side 34
250 L ÆK N A BL AÐIÐ 2021/107 „Það eru um 70.000 byssur skráðar á Ís- landi og landið í 10. sæti yfir fjölda skot- vopna í umferð á hverja 100 íbúa,“ segir Bertrand Andre Marc Lauth geðlæknir á barna- og unglingageðdeild Landspítala og vitnar í tölur svissnesku stofnunarinn- ar Small Arms Survey fyrir árið 2017. „Ofar á listanum eru Bandaríkin, ríki eins og Líbanon, Jemen, Svartfjallaland og Serbía; já, og Finnar.“ Bertrand bendir á að vopn séu einn áhættuþátta þegar kemur að sjálfsvígum og slysaskotum barna og unglinga. „Hjón mega eiga 6 byssur heima án þess að þurfa að eiga sérútbúinn vopnaskáp samþykkt- an af lögreglu,“ segir hann. Frumvarp frá 2014 sem taka átti á vandanum standi óhreyft og ósamþykkt. „Ég hef hitt unglinga sem hafa verið með virkar sjálfsvígshugsanir og viljað ná í vopn. Það er stórhættulegt komist þau í vopn og ég hef því reynt að vara fólk við þessu. En svo heyrist af slysum, og það eitt nýlega, af börnum eða unglingum sem fikta í vopnum og deyja. Stundum fyrir slysni og stundum ekki,“ segir hann og því sé þess virði að ræða málið. Að- gengi að vopnum og öðru sem börn og unglingar geta skaðað sig með sé einn áhættuþátta þegar geðlæknar meti líkur á sjálfsvígum. Sjálfsvígstíðni enn há Bertrand segir að vegna fámennis sé erfitt að meta hvort tíðni sjálfsvíga unglinga sé að aukast hér á landi. „En í gögnum OECD, Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu, benda tölurnar til þess að tíðnin sé enn há á Íslandi á aldursbilinu 15-19 ára og fyrir ofan meðaltalið í öðrum löndum Evrópu. Hann segir sterkar vísbendingar um að geðheilsu barna og unglinga á Íslandi hraki, með vaxandi einkennum kvíða og þunglyndis. „Ég tel það ekki tilviljun. Þetta eru langtímaafleiðingar efnahagshrunsins, sem við glímum núna við,“ segir hann og gagnrýnir að yfirvöld hafi látið þetta gerast þvert á þekkingu til að mynda frá Finnlandi. Bertrand rekur vandann því langt aftur fyrir veirufaraldurinn nú. „Mikið hefur verið af bráðainnlögnum í vetur. En ég held að það sé ekki eingöngu vegna COVID-19 heldur er aðdragandinn lengri,“ segir hann. „Kerfið okkar hefði átt að vera betur í stakk búið til að takast á við þessa miklu aukningu sem verður núna. Við vorum ekki tilbúin enda höfðum við verið undir miklu álagi í alltof langan tíma.“ Hann segir þau á BUGL fá fleiri til- vísanir vegna kvíða og þunglyndis en áður, sjálfsvígshugsana og -tilrauna. „Við höfum þurft að leggja fleiri inn í vetur og ákvörðun um innlögn er byggð á sjálfs- vígsmatinu sem ég nefndi áðan.“ Ung- menni sem séu talin í sjálfsvígshættu séu lögð inn; fyrst og fremst til öryggis. „Það gefur okkur tíma til að skoða einstak- linginn, tala við hann og meta ástand hans,“ segir hann. „Það gefur okkur líka tíma til að tala við fjölskylduna og aðra fagaðila sem þekkja barnið.“ Vegna fjölda bráðamála hafi börnin á BUGL elst. Meðalaldur hafi hækkað mikið þar sem unglingarnir fylli bráðatilfellin. „Við þurfum því miður að forgangsraða. Það er langur biðlisti fyrir hina. Það er ekki gott,“ segir hann og fer yfir hvernig málin hafa þróast í gegnum árin. Biðlisti sé ekki eingöngu langur á BUGL, held- ur einnig öðrum stofnunum sem sinni Börn og unglingar glíma við meiri tilfinningavanda en áður og benda tölur til þess að tíðni sjálfsvíga barna og ungmenna á aldrinum 15-19 ára sé enn há hér á landi. Bertrand Andre Marc Lauth, geðlæknir á barna- og unglingageðdeild Landspítala, segir það ekki tilviljun heldur langtímaafleiðingu sparnaðar í forvörnum og úrræðaleysis í kerfinu ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Fleiri börn í bráðainnlögn á BUGL vegna sjálfsvígshugsana V I Ð T A L Hlustið á viðtalið á hlaðvarpi Læknablaðsins

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.