Ljósmæðrablaðið - 01.07.2021, Blaðsíða 6
6 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - JÚLÍ 2021
Kæru ljósmæður. Það er mér mikill
heiður að vera komin í embætti formanns
Ljósmæðrafélags Íslands. Ég tek við góðu
búi af forvera mínum, Áslaugu Írisi Vals-
dóttur sem nú lætur af störfum eftir tæplega
áratug í starfi. Það er mér líka ómetanlegt
að hafa hana mér innan handar og vil ég
nota þetta tækifæri til að þakka henni fyrir
störf hennar í þágu félagsins, félagsmanna
og ekki síður mín í nýju starfi.
,,Það er nóg til“ var yfirskrift heildar-
samtaka launafólks í tilefni 1. maí 2021
og er orðatiltæki sem Alþýðusamband
Íslands hefur notað undanfarnar vikur til
að koma áleiðis baráttumálum sínum nú í
aðdraganda þingkosninga í haust. Það vísar
til þess að íslenskt samfélag hafi burði til
að deila þeim gæðum sem til skiptanna eru
og enginn þurfi að líða skort, að ,,við búum
í landi sem er ríkt af auðlindum – bæði af náttúrunnar hendi og
mannauði“.
En það á ekki við um ljósmæður. Það er ekki hægt að segja
að nóg sé til af ljósmæðrum og hefur skortur á ljósmæðrum
aldrei verið eins alvarlegur og nú. Við sjáum fram á mjög erfiða
tíma næstu mánuði og ár. Áætlanir samkvæmt sónarskoðunum
gera ráð fyrir 25-30% aukningu á fæðingum í sumar og fram á
haustið. Því fylgir meðal annars aukin mæðravernd og þjónusta
við sængurkonur og nýbura.
Við það álag sem er yfirvofandi, þurfum við ljósmæður sem
aldrei fyrr að standa saman og hlúa að hver annarri og okkur
sjálfum.
Þessu mikla álagi sem kemur til með að vera í okkar störfum
fylgir streita sem getur leitt til líkamlegra og andlegra veik-
inda. Undir þau veikindi falla til dæmis kulnun í starfi þar sem
einkenni eru meðal annars þreyta, pirringur, gleymska, spenna og
að geta ekki slakað á. Einkenni sem við verðum að vera meðvit-
aðar um hjá okkur sjálfum og okkar vinnufélögum. Í því mikla
álagi sem við sjáum fram á verðum við að gæta þess að losa um
streitu milli vakta og forðast að vera með
hugann við vinnu allan sólarhringinn. Gefa
okkur tíma til að gera skemmtilega hluti
með fjölskyldu og vinum. Við vitum allar
hvað við þurfum að gera, við verðum bara
að muna eftir því.
Sem fyrr segir hef ég miklar áhyggjur
af því álagi sem verður á ljósmæðrum í
sumar og í haust. Starfsumhverfið er orðið
flóknara og því fylgir enn meiri streita.
Konur þurfa að mörgu leiti margslungnari
þjónustu en fyrir einungis 20 árum síðan.
Samfélagsmiðlar hafa einnig áhrif á
starfsumhverfi okkar. Nú fá sögur sem áður
voru eingöngu sagðar í saumaklúbbum
miklu meiri athygli og geta farið í hraða
dreifingu á netmiðlum. Það er oft erfitt að
þurfa að sitja undir þeim. Sérstaklega þegar
við vitum allar að sögurnar geta ekki staðist og eru oft einhliða
frásagnir. Það er erfitt að rísa ekki upp og svara.
Ljósmæður verða sem aldrei fyrr að snúa bökum saman og
hlúa hver að annarri. Við þurfum að styðja við og styrkja þær
sem ganga í gegnum erfiða tíma. Ekki gagnrýna og dæma. Við
verðum að muna að hver og ein er að gera sitt besta á hverjum
tímapunkti. Að horfa í baksýnisspegilinn og rýna á alltaf að vera
til góðs.
Við þurfum líka að hugsa vel um ljósmæðranemana sem
koma til starfa á okkar deildum. Ljósmæðranemarnir okkar búa
yfir öllum nýjustu fræðunum og við getum lært svo mikið af
þeim. Ljósmæðranemarnir þurfa síðan á reyndum ljósmæðrum
að halda, til að læra klínísku vinnubrögðin, hvar og hvernig
fræðin passa saman við klíníska starfið. Við þurfum að hlúa að
þeim í verknámi til þess að þeir blómstri í starfi eftir útskrift.
Við þurfum svo sannarlega á þeirra starfskröftum að halda næstu
árin. Og svo verðum við áfram og ávallt að standa saman sem
ljósmæður.
Unnur Berglind Friðriksdóttir, formaður.
Unnur Berglind Friðriksdóttir,
formaður Ljósmæðrafélags Íslands
Á VA R P F O R M A N N S L J Ó S M Æ Ð R A F É L A G S I N S
ÞAÐ ER NÓG TIL
Formaður Unnur Berglind Friðriksdóttir 861 6855 formadur@ljosmodir.is
Varaformaður Inga M. H. Thorsteinson 6945687 ingamaria1991@gmail.com
Ritari Gréta María Birgisdóttir 7705540 gretamb@gmail.com
Varagjaldkeri Hafdís Guðnadóttir 8484816 hafdisgd@gmail.com
Gjaldkeri Bryndís Ásta Bragadóttir 6260878 bryndisasta@gmail.com
Vararitari Guðlaug María Sigurðardóttir 8927232 gmariasig@gmail.com
Meðstjórnandi Jóhanna Ólafsdóttir 8960181 joh.olafsdottir@gmail.com
NÝ STJÓRN LJÓSMÆÐRAFÉLAGSINS
KOSIN Á AÐALFUNDI 20. MARS 2021