Ljósmæðrablaðið - 01.07.2021, Blaðsíða 27
27LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - JÚLÍ 2021
rannsókninni stóðu frammi fyrir í upphafi brjóstagjafarinnar. Sumar
kvennanna mátu aðstæður sínar þannig að best væri fyrir sig og barnið
að hætta brjóstagjöf. Ákvörðunin reyndist þeim þungbær og þær
upplifðu ákveðinn ósigur – þær voru ekki nógu góðar mæður að eigin
mati. Fleiri rannsóknir í löndum þar sem mikil hefð er fyrir brjóstagjöf
líkt og á Íslandi sýna sambærilegar niðurstöður. Larsen og Kronborg
(2013) komust að því í rannsókn sinni að frumbyrjur sem væntu þess
að vera með barn sitt á brjósti áttu erfitt með að taka ákvörðun um
að hætta brjóstagjöf þrátt fyrir erfiðleika. Ákvörðunina tóku þær hins
vegar með hagsmuni barnsins að leiðarljósi. Í rannsókn Hvatum og
Glavin (2016) þótti þátttakendum þær nánast vera að brjóta lög með
því að hætta brjóstagjöf. Þær upplifðu einnig aukna þörf fyrir stuðn-
ing frá heilbrigðisstarfsfólki sem þær fengu ekki. Í rannsókn Sunnu
Símonardóttur og Helgu Gottfreðsdóttur (2019) á upplifun íslenskra
kvenna á erfiðleikum í brjóstagjöf og því að ná jafnvel ekki mark-
miðum sínum varðandi brjóstagjöfina, kemur fram að konurnar upplifa
neikvætt viðhorf frá heilbrigðisstarfsfólki og umhverfinu. Upplifun
þeirra er að þeim hafi mistekist og að þær gátu ekki það sem þær áttu
að geta gert, að vera með barnið sitt á brjósti. Þær konur í þessari rann-
sókn sem höfðu hætt brjóstagjöf vegna erfiðleika í upphafi eða neydd-
ust til að gefa ábót úr pela fljótt eftir fæðingu, biðu allar eftir samþykki
heilbrigðisstarfsfólks með ákvörðunina. Og jafnvel var nauðsynlegt að
taka ákvörðunina fyrir þær. Símonardóttir (2016a) kemst einnig að því
í sinni rannsókn að konur eiga erfitt með að taka einar slíka ákvörðun
og bíða eftir „græna ljósinu“ frá heilbrigðisstarfsfólki.
Allar konurnar sem tóku þátt í rannsókninni útskrifuðust af
fæðingardeildinni og þáðu heimaþjónustu ljósmóður. Það var þeim
mikilvægt að það væri ljósmóðir sem þær þekktu frá meðgöngunni eða
úr fæðingunni sem sinnti þeim heima. Þátttakendur voru allir ánægðir
með heimaþjónustuna og þær lýstu faglegri færni ljósmæðranna. Þær
fengu faglega leiðsögn varðandi vandamál sem upp komu og voru ljós-
mæðurnar með þeim í þessu. Í ástralskri rannsókn meðal 170 kvenna
með börn á brjósti þörfnuðust mæðurnar fyrst og fremst stuðnings frá
ljósmæðrum, brjóstagjafaráðgjöfum og ungbarnaeftirliti til að komast
yfir erfiðleika fyrstu vikna í brjóstagjöfinni (Hall o.fl., 2014).
STYRKLEIKAR OG TAKMARKANIR
RANNSÓKNARINNAR
Styrkleiki rannsóknarinnar er helst sá að tekin voru djúpviðtöl við
konur með reynslu af brjóstagjöf. Konurnar voru á breiðum aldri og
með mismikla reynslu af brjóstagjöf. Var það bæði hvað varðar fjölda
barna á brjósti en einnig hvernig brjóstagjafirnar gengu hjá þeim.
Helstu takmarkanir rannsóknarinnar eru smæð úrtaksins og ber því að
varast að alhæfa nokkuð um niðurstöður hennar.
NOTAGILDI RANNSÓKNARINNAR OG
FRAMTÍÐARRANNSÓKNIR
Rannsóknin nýtist ljósmæðrum og almenningi til að auka þekkingu sína
á líðan kvenna í brjóstagjöf. Hún getur orðið til þess að bæta enn frekar
þjónustu ljósmæðra við konur á þessu viðkvæma tímabili í lífi sínu. Og
til að efla enn frekar þjónustu ljósmæðra við þennan skjólstæðinga-
hóp væri áhugavert að gera rannsókn á upplifun ljósmæðra á stuðningi
við konur með barn á brjósti. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna hversu
mikilvægt það er konum að hafa börn sín á brjósti. Þær leggja verulega
mikið á sig bæði líkamlega og andlega til að brjóstagjöfin gangi upp.
Þær þurfa að undirbúa brjóstagjöfina á meðgöngunni, en bera sig ekki
eftir því að fyrra bragði. Þær upplifa erfiðleika í upphafi brjóstagjafar-
innar og þurfa helst stuðning og leiðsögn ljósmæðra á meðgöngunni og
á þeim tíma. Stuðningur í nærumhverfi þeirra skiptir þær einnig veru-
lega miklu máli.
HEIMILDASKRÁ
Andrew, N. og Harvey, K. (2011). Infant feeding choices: Experience, self-identity
and lifestyle. Maternal & Child Nutrition, 7(1), 48-60. doi: 10.1111/j.1740-
8709.2009.00222x.
Alianmoghaddam, N., Phibbs, S. og Benn, C. (2016). Resistance to breastfeeding: A
foucauldian analysis of breastfeeding support from health professionals. Women and
Birth, 30(6), e281-e291.
Alina, T., Ismail, T., Manan, W., Muda, W. og Mohd, I. B. (2014). Intention of pregnant
women to exclusively breastfeed their infants: The role of beliefs inn theory of planned
behaviour. Journal of Child Health Care, 18(2), 123-132.
Bourdillon, K., McCausland, T. og Jones, S. (2020). The impact of birth-related injury
and pain on breastfeeding outcomes. British Journal of Midwifery, 28(1), 52-63.
Cato, K., Sylvén, S. M., Henriksson, H. W. og Rubertsson, C. (2020). Breastfeeding as a
balancing act – pregnant Swedish women´s voices on breastfeeding. International Breast-
feeding Journal, 15(16). doi.org/10.1186/s13006-020—00257-0.
Chaput, K. H., Adair, C. E., Nettle-Aguirre, N., Musto, R. og Tough, S. C. (2015). The
experience of nursing women with breastfeeding support: A qualitative Inquiry. Canadian
Medical Association Journal, 3(3), e305-309.
de Olivera, M. M. og Camelo, J. S. (2017). Gestational, perinatal, and postnatal fact-
ors that interfere with practice of exclusive breastfeeding by six months after birth.
International Breastfeeding Journal, 12(1), 1-8.
Edwards, M. E., Jepson, R. G. og McInnes, R. J. (2018). Breastfeeding initiation: An
in-depth qualitative analysis of the perspectives of women and midwives using Social
Cognitive Theory. Midwifery, 57(February), 8-7.
Elín Ösp Gísladóttir og Jónína Einarsdóttir. (2013). Viðhorf mæðra til fræðslu og
ráðgjafar um brjóstagjöf: Eigindleg viðtalsrannsókn í mannfræði. Ljósmæðrablaðið,
91(1), 7-12.
Embætti Landlæknis. (2012). Brjóstagjöf og næring 2004-2008. http://www.landlaeknir.
is/servlet/file/store93/item16573/brjostafjof_og_naering_2004_2008_juni.2012.pdf.
Hall, H., McLelland, G., Gilmour, C., og Cant, R. (2014). “It´s those first few weeks“:
Women´s views about breastfeeding support in an Australian outer metropolitan region.
Women and Birth, 27(4), 259-265.
Halldórsdóttir, S. (2000). The Vancouver school of doing phenomenology. Í Fridlund,
B. og Hildingh, C. (ritstjórar), Qualitative research methods in the service of health (bls.
47-81). Stokkhólmur: Studentlitteratur.
Hvatum, I. og Glavin, K. (2016). Mothers´ experience of not breastfeeding in a breast-
feeding culture. Journal of Clinical Nursing, 26(19-20), 3144-3155. doi: 10.1111/
jocn.13663.
Khajehein, M. Swain, J. A. og Wen, Y. (2020). Primiparous women´s narratives of
confidence in the perinatal period. British Journal of Midwifery, 28(1), 42-51.
Kronborg, H., Harder, I. og Hall, E. O. C. (2015). First time mothers´ experiences of
breastfeeding their newborn. Sexual & Reproductive Healthcare, 6(2), 82-87.
Larsen, J. S. og Kronborg, H. (2013). When breastfeeding is unsuccessful – mothers´
experiences after giving up breastfeeding. Scandinavian Journal of Caring Sciences,
27(4), 848-856.
Ljósmæðrafélag Íslands. (1998). Hugmyndir og stefna. Sótt af: https://.ljosmaedrafelag.is/
Assets%C3%9Agt%C3%Alfa/lmfistefnumotun.pdf.
Moudi, A., Tafazoli, M., Boskabadi, H., Ebrahimzadeh, S. og Salehiniya, H. (2016).
Comparing the effect of breastfeeding promotion intervention on exclusive breastfeeding:
an experimental study. Biomedical Research &Therapy, 25(11), 1-18.
Oosterhoff, A., Hutter, I. og Haisma, H. (2014). It takes a mother to practice breastfeed-
ing: Women´s perceptions of breastfeeding during the period of intention. Women and
Birth, 27(4), e43-e50.
Porta, F., Mussa, A., Baldassarre, G., Perduca, V., Farina, D., Spada, M. og Ponzone, A.
(2016). Genealogy of breastfeeding. European Journal of Pediatrics, 175(1), 105-112.
Powell, R., Davis, M. og Anderson, A. K. (2014). A Qualitative look into mother´s breast-
feeding experiences. Journal of Neonatal Nursing, 20(6), 259-265.
Roberts, B., Wawrzyniak, J. og Kubiec, W. (2017). Women´s body image and breastfeed-
ing. Medical Science pulse, 11(2), 31-34.
Robinson, B. A. og Doane, G. H. (2017). Beyond the latch: A new approach to breastfeed-
ing. Nurse Education in Practice, 26(sept), 115-117. doi.org/10.1016/j.nepr.2017.07.011.
Santacruz-Salas, E., Aranda-Reneo, I., Segura-Fragoso, A., Cobo-Cuenca, A. I., Laredo-
-Aguilera, J. A. og Carmona-Torres, J. M. (2020). Mothers´ expectations and factors
influencing exclusive breastfeeding during the first 6 months. International Journal of
Environmental Research and Public Health, 17(1). doi:10.3390/ijerph17010077.
Schafer, E. J., Campo, S., Colaizy, T. T., Mulder, P. J. og Ashida, S. (2017). Influence of
experiences and perceptions related to breastfeeding one´s first child on breastfeeding
initiation of second child. Maternal Child Health Journal, 21(6), 1288-1296. doi 10.1007/
s10995-016-2228-1.
Sigríður Halldórsdóttir. (2013). Fyrirbærafræði sem rannsóknaraðferð. Í Sigríður
Halldórsdóttir (ritstjóri), Handbók í aðferðafræði rannsókna (bls. 281-297). Akureyri:
Háskólinn á Akureyri.
Sigríður Halldórsdóttir og Sigurlína Davíðsdóttir. (2013). Réttmæti og áreiðanleiki í
megindlegum og eigindlegum rannsóknum. Í Sigríður Halldórsdóttir (ritstjóri), Handbók í
aðferðafræði rannsókna (bls. 211-227). Akureyri: Háskólinn á Akureyri.
Símonardóttir, S. (2016a). Getting the Green Light: Experiences of Icelandic mothers
struggling with breastfeeding. Sociological Research Online, 21(4), 1-13. doi: 10.5153/
sro.4149.
Símonardóttir, S. (2016b). Constructing the attached mother in the “world´s most
feminist country“. Women´s Studies International Forum, 56(May/June), 103-112. doi.
org/10.1016/j.wsif.2016.02.015.
Sunna Símonardóttir og Helga Gottfreðsdóttir. (2019). „Ég var að feila á því eina sem
kona á að geta gert“. Orðræðugreining á frásögnum kvenna sem áttu í erfiðleikum með
brjóstagjöf. Ljósmæðrablaðið, 97(1), 30-34.
World Health Organization. (2018). WHO/breastfeeding. https://www.who.int/topics/
breastfeeding/en/