Ljósmæðrablaðið - 01.07.2021, Blaðsíða 34
34 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - JÚLÍ 2021
ÁGRIP
Bakgrunnur: Eftir tilkomu nýrra leiðbeininga um skimun, greiningu
og meðferð meðgöngusykursýki hafa landsbyggðarljósmæður þurft að
sinna fleiri konum í áhættumeðgöngum, án þess að áhrif þess á störf
þeirra hafi verið metin.
Tilgangur: Að kanna reynslu landsbyggðarljósmæðra, sem vinna fjarri
sjúkrahúsum sem bjóða upp á áhættumeðgönguvernd (SAk og LSH) á að
nota leiðbeiningar um meðgöngusykursýki.
Aðferð: Rannsóknin er fyrirbærafræðileg og byggð á Vancouver-
skóla aðferðinni. Tekin voru tvö viðtöl við sjö reynslumiklar
landsbyggðarljósmæður sem valdar voru með tilgangsúrtaki, alls fjórtán
viðtöl og þau þemagreind.
Niðurstöður: Það var merkilegur samhljómur í frásögnum
ljósmæðranna. Yfirþema rannsóknarinnar er Það eiga allir að sitja við
sama borð: það getur samt verið erfitt í framkvæmd, sem lýsir tvíbentu
viðhorfi ljósmæðranna þar sem þær annars vegar lýstu góðri reynslu
sinni af því að nota leiðbeiningarnar. Þeim fannst þær skýrar, hnitmiðaðar
og hjálplegar. Hins vegar ræddu þær allar um hindranir við framkvæmd
þeirra sem sjá má í undirþemunum. Fimm undirþemu voru greind: 1)
Ég hugsa að það grípi allar konur: hugleiðingar um aukið öryggi eða
ofgreiningar. 2) Ég er bara ein í mínu teymi: reynsla ljósmæðra að hafa
ekki bakland á staðnum heldur þurfa að fara fjallabaksleið að hlutunum.
3) Meira álag á konur: reynsla ljósmæðra af auknu andlegu og skipulags
álagi hjá konum með meðgöngusykursýki. 4) Þær voru aldrei kynntar:
reynsla ljósmæðra á óvissu um túlkun leiðbeininganna. 5) Við erum
samt ljósmæður: reynsla ljósmæðra á að samræma ljósmæðrahjartað og
gagnreynd vinnubrögð.
Ályktun: Auðvelda þarf landsbyggðarljósmæðrum og skjólstæðingum
þeirra aðgang að úrræðum svo sem næringarfræðingum og sérfræðingum
og skilgreina betur aukið álag sem verður á ljósmæðrum sem sinna
þessum hópi.
Lykilhugtök: Ljósmóðurfræði, landsbyggðarljósmóðir, meðgöngu-
sykursýki, áhættumeðganga, klínískar leiðbeiningar, fyrirbærafræði.
ABSTRACT
Background: With increasing incidence resulting from newer national
guidelines of risk assessment, diagnosis and management of gestational
diabetes, Iceland’s rural midwives care for more women in high-risk
pregnancies without assessment of the effect it has on their work.
Purpose: To explore the lived experience of rural midwives, who
work far away from hospitals that offer high-risk maternity care (SAk
and LSH), of using guidelines for gestational diabetes.
Method: The study is phenomenological and based on the Vancouver-
School method. Seven experienced rural midwives were selected as a
purpose sample, and fourteen interviews conducted and thematically
analysed.
Results: The midwives accounts displayed a remarkable harmony.
The overall theme of the study is that Everyone should sit at the same
table: yet it can be difficult in practice, which describes the midwives’
ambivalent views of the subject as they, on the one hand, describe their
good experiences of using the guidelines, finding them to be clear,
concise, and helpful. However, they all spoke of difficulties they faced
in their implementation, which can be seen in the sub-themes. Five sub-
themes were constructed: 1) I think it picks up all women: reflections on
increased security or overdiagnosis. 2) I am alone on my team: midwives’
experience of having no backup on-site and having to go through alternate
R I T R Ý N D F R Æ Ð I G R E I N TENGILIÐUR: oddnyosp@gmail.com
REYNSLA LANDSBYGGÐARLJÓSMÆÐRA
AF NOTKUN KLÍNÍSKRA LEIÐBEININGA
UM SYKURSÝKI Á MEÐGÖNGU
Sigfríður Inga Karlsdóttir
Ljósmóðir, prófessor við
heilbrigðisvísindasvið
Háskólans á Akureyri
Oddný Ösp Gísladóttir
Ljósmóðir MS., deildarstjóri
fjölskyldudeildar Heilbrigðisstofnun
Austurlands
Sigríður Sía Jónsdóttir
Ljósmóðir, dósent við
heilbrigðisvísindasvið
Háskólans á Akureyri
RURAL MIDWIVES´ EXPERIENCE OF USING CLINICAL GUIDELINES
FOR GESTATIONAL DIABETES