Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2021, Blaðsíða 12

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2021, Blaðsíða 12
12 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - JÚLÍ 2021 og sjúklingahópa (Vilhjalmsson o.fl., 1998). Innri áreiðanleiki SCL-90 einkennalistans (Chronbach‘s alpha) hefur reynst góður og í íslenskri rannsókn meðal háskólastúdenta var hann 0.905 fyrir þunglyndiskvarðann og 0.780 fyrir kvíðakvarðann (Bernhardsdottir og Vilhjalmsson, 2013a). Einnig voru kvenstúdentar spurðir hvort þeir teldu sig hafa þörf fyrir aðstoð frá fagfólki vegna andlegrar heilsu sinnar. Svarmöguleikar voru tveir, já eða nei. Því næst voru þeir sem töldu sig þurfa faglega aðstoð spurðir eftirfarandi spurningar: Ef þú telur þig þurfa aðstoð vegna andlegrar heilsu þinnar en færð hana ekki, hvað kemur í veg fyrir að þú fáir aðstoð? Hægt var að merkja við fleiri en eitt atriði í níu atriða lista. Ef þátttakendur hökuðu við annað voru þeir beðnir að skrifa í tiltekinn reit hvaða ástæður ættu við og voru þau svör innihaldsgreind og flokkuð. SPSS tölfræðiforritið var notað við úrvinnslu gagna og var beitt bæði lýsandi- og ályktunartölfræði. Reiknuð voru meðaltöl og staðalfrávik þunglyndis- og kvíðaeinkenna. Gerð var dreifigreining og t-próf óháðra úrtaka til að kanna marktækan mun á milli undirhópa (p < .05). NIÐURSTÖÐUR Þátttakendur í rannsókninni 2018 voru 1152 talsins (svarhlutfall 58%). Til samanburðar voru þátttakendur í rannsókninni 2007 alls 743 (svarhlut- fall 37,5%). Meðalaldur þátttakenda 2018 var 28,5 ár (sf=6,5), en 27,9 ár (sf=6,3) árið 2007. Flestar voru konurnar á aldrinum 20-29 ára eða 66% (Tafla 1). Yfir sextíu prósent úrtaks voru í grunnnámi og um þrír fjórðu í fullu námi. Liðlega fimmtíu prósent kvenstúdentanna voru einhleypar eða í föstu sambandi en heldur færri eða 45% voru í sambúð eða í hjónabandi. Rúmlega þriðjungur kvennanna voru mæður og tveir þriðju unnu með námi. Meðalkvíðastig árið 2018 var, 9,3, (sf=7,25) og meðalstig þung- lyndis var 14,2, (sf=11,62). Meðalkvíðastig árið 2007 var 6,9 (sf=5,3) og meðalstig þunglyndis var 10,0 (sf=9,5) (Tafla 2). Þegar tölur frá árinu 2018 voru bornar saman með t-prófi óháðra úrtaka við meðaltöl frá þver- sniðsrannsókninni árið 2007 kom í ljós marktæk hækkun á meðaltölum þunglyndis og kvíða milli þessara ára. Hvað varðar samanburð á mati þátttakenda á eigin þörf fyrir faglega aðstoð kom fram að liðlega helmingur þátttakenda árið 2018 taldi sig þarfnast faglegrar þjónustu vegna sálrænnar vanlíðunar, sem er mark- tæk hækkun frá árinu 2007 þegar 28% þátttakenda taldi sig þarfnast aðstoðar. Þegar hópnum sem taldi sig þarfnast faglegrar aðstoðar var skipt eftir því hvort hann fékk þjónustu eða ekki kom í ljós að hlut- fall þeirra sem fékk ekki þjónustu hafði stækkað marktækt úr 18% árið 2007 í 28% árið 2018 (Mynd 1). Í könnuninni frá 2018 kom fram marktækur munur á meðal kvíðastigi þeirra sem töldu sig ekki þurfa faglega aðstoð og þeirra sem töldu sig hafa þörf fyrir hana. Hins vegar var kvíði þeirra sem þurftu aðstoð svip- aður hvort sem þeir höfðu fengið aðstoð eða ekki. Þegar meðaltöl þung- lyndisstiga voru borin saman á milli allra þriggja ofangreindra hópa kom fram marktækur munur á milli þeirra allra (Mynd 2). Helstu þættir sem kvenstúdentarnir greindu frá að kæmu í veg fyrir að þær fengju aðstoð vegna andlegrar heilsu voru of mikill kostnaður, tímaskortur, að vita ekki hvert skuli leita eftir aðstoð og að óttast að fá þjónustu sem viðkomandi kærði sig ekki um. Þar á eftir komu ástæður er vörðuðu bið eftir meðferðaraðila eða skort á aðgengi að heilsugæslu. Um 8% þátttakenda greindu fordóma sem hindrandi þátt (Mynd 3). Fimmtán prósent þátttakenda (n=39) töldu sig hafa aðrar ástæður en voru tilgreindar í spurningalistanum. Þegar þær voru innihaldsgreindar og flokkaðar komu eftirfarandi ástæður oftast fram: a) framtaksleysi og frestunarárátta (erfiðleikar eða ótti við að stíga skrefið og leita hjálpar), b) óvissa sem tengdist því hvort vandinn væri þess eðlis að þörf væri fyrir faglega aðstoð, eða of stór til að treysta sér til að takast á við hann, c) óánægja með fyrri þjónustu, d) erfiðleikar með að tala við aðra og e) telja sig eiga að geta ráðið við vandann upp á eigin spýtur. UMRÆÐUR Meginniðurstöður þessarar rannsóknar benda til þess að sálræn vanlíðan fari vaxandi meðal kvenstúdenta á Íslandi svipað og í nágrannalöndum 11 vanlíðunar, sem er marktæk hækkun frá árinu 2007 þegar 28% þátttakenda taldi sig þarfnast aðstoð r. Þegar hópnum sem taldi sig þarfnast faglegrar aðstoðar var skipt eftir því hvo t hann fékk þjónustu eða ekki kom í ljós að hlutfall þeirra sem fékk ekki þjónustu hafði stækkað marktækt úr 18% árið 2007 í 28% árið 2018 (My d 1). Mynd 1. Samanburður á þörf kvenstúdenta fyrir þjónustu árið 2007 og 2018 Í könnuninni frá 2018 kom fram marktækur munur á meðal kvíðastigi þeirra sem töldu sig ekki þurfa faglega aðstoð og þeirra sem töldu sig hafa þörf fyrir hana. Hins vegar var kvíði þeirra sem þurftu aðstoð svipaður hvort sem þeir höfðu fengið aðstoð eða ekki. Þegar meðaltöl þunglyndisstiga voru borin saman á milli allra þriggja ofangreindra hópa kom fram marktækur munur á milli þeirra allra (Mynd 2). 72% 10% 18% 49% 23% 28% 0% 20% 40% 60% 80% 100% Þarf ekki aðstoð Fær aðstoð Fær ekki aðstoð Þarf aðstoð 2007 2018 x2(2) = 87,19; p<0,001 Mynd 1. Samanburður á þörf kvenstúdenta fyrir þjónustu árið 2007 og 2018. 12 Mynd 2. Munur á meðaltölum kvíða og þunglyndis eftir því hvort konur þurfa ekki aðstoð, fá aðstoð og fá ekki aðstoð en þurfa hana Helstu þættir sem kvenstúdentarnir greindu frá að kæmu í veg fyrir að þær fengju aðstoð vegna andlegrar heilsu voru of mikill kostnaður, tímaskortur, að vita ekki hvert skuli leita eftir aðstoð og að óttast að fá þjónustu sem viðkomandi kærði sig ekki um. Þar á eftir komu ástæður er vörðuðu bið eftir meðferðaraðila eða skort á aðgengi að heilsugæslu. Um 8% þátttakenda greindu fordóma sem hindrandi þátt (Mynd 3). Fimmtán prósent þáttakenda (n=39) töldu sig hafa aðrar ástæður en voru tilgreindar í spurningalistanum. Þegar þær voru innihaldsgreindar og flokkaðar komu eftirfarandi ástæður oftast fram: a) famtaksleysi og frestunarárátta (erfiðleikar eða ótti við að stíga skrefið og leita hjálpar), b) óvissa sem tengdist því hvort vandinn væri þess eðlis að þörf væri fyrir faglega aðstoð, eða of stór til að treysta sér til að takast á við hann, c) 5.5 12.5 13.0 7.3 19.1 21.7 0 5 10 15 20 25 Þarf ekki aðstoð Fær aðstoð Fær ekki aðstoð Þarf ekki aðstoð Fær aðstoð Fær ekki aðstoð Þarf aðstoð Þarf aðstoð Kvíði Þunglyndi M eð als tig af jöl di á kv íð a- /þ un gly nd isk va rð a F(2,899) = 142,2; p<0,001 F(2,899) = 221,3; p<0,001 Author Comment [1]: Ath villu á mynd 3 – „ekki“ er þar tvítekið: óttast á fá ekki þjónustu sem ég kæri mig ekki um. Author Comment [2]: ttt Author Comment [3]: framtaksleysi Mynd 2. Munur á meðaltölum kvíða og þunglyndis eftir því hvort konur þurfa ekki aðstoð, fá aðstoð og fá ekki aðstoð en þurfa hana n m Sf t df p Kvíði 2007 737 6.9 5.3 -8.384 1,822 0.000 2018 1106 9.3 7.2 Þunglyndi 2007 737 10.0 9.5 -8.849 1,765 0.000 2018 1106 14.4 11.6 Tafla 2. Samanburður á meðalskori kvíða og þunglyndis kvenstúdenta á aldrinum 20- 45 ára árin 2007 og 2018. n % Aldur (n=1107) 20-24 ára 382 35% 25-29 ára 351 32% 30-34 ára 156 14% 35-45 ára 218 20% Hjúskaparstaða (n=1102) Einhleyp/í föstu sambandi 589 53% Hjónaband/sambúð 497 45% Fráskilin/ekkja 16 1% Börn (n=1106) Á börn 386 35% Á ekki börn 720 65% Námsstig (n=1107) Grunnstig 708 64% Framhaldsstig 399 36% Nám (n=1107) Fullt nám 824 74% Hlutanám 283 26% Vinna (n=1101) Í vinnu 801 73% Ekki í vinnu 300 27% Tafla 1. Upplýsingar um svarendur árið 2018.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.