Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2021, Blaðsíða 30

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2021, Blaðsíða 30
30 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - JÚLÍ 2021 V I Ð TA L Við lifum í kynjuðum heimi og tungumálið okkar passar vel upp á að allt milli himins og jarðar sé flokkað á skipulagðan hátt eftir kynjum. Í okkar góða starfi sem ljósmæður verður þessi kynja- skipti heimur oft á tíðum mjög áberandi. Mikil eftirvænting ríkir gjarnan eftir því að fá að vita kyn barnsins og það er mörgum okkar tamt að grennslast fyrir um það hjá verðandi foreldrum. Í hugarheimi flestra eru það einungis konur sem geta orðið barnshaf- andi og gengið er út frá því að þær gangi annað hvort með dreng eða stúlku. Sömuleiðis er gengið út frá því að barnið eigi föður þótt í ákveðnum tilvikum geti þar einnig rúmast önnur móðir. Samkvæmt nýjum og endurbættum lögum um kynrænt sjálfræði sem samþykkt voru á Alþingi í desember 2020 á fólk rétt á því að skilgreina sjálft kyn sitt og breyta skráningu þess í þjóðskrá. Fólki er einnig heimilt að hafa kynskráningu sína hlutlausa og ber bæði opinberum- og einkaaðilum sem skrásetja kyn að gera ráð fyrir hlutlausri skráningu á sínum eyðublöðum. Hvað þýða þessar breytingar fyrir barneignarþjónustuna, bæði fyrir þá sem sækja hana og ekki síður fyrir þá sem veita hana? Hvernig erum við í stakk búin til að taka til dæmis á móti karlmanni sem gengur með barn og brýtur þannig upp móðurhugtakið á nýjan og skapandi hátt? Hversu vel undirbúin erum við fyrir að tileinka okkur tungu- tak þar sem verðandi foreldri sem er barnshafandi kýs að skilgreina sig hvorki sem karlmann né konu, hvorki sem föður né móður? Erum við ljósmæður tilbúnar að mæta barnshafandi einstaklingum af öllum kynjum af sömu fagmennsku og þekkingu sem við viljum státa okkur af í tilfelli barnshafandi kvenna? Er kerfið tilbúið að uppfylla þau skilyrði sem því ber samkvæmt lögum? Í tengslum við þessi nýju lög hefur umræðan í heilbrigðiskerfinu að okkar mati verið sáralítil eða að minnsta kosti hljóðlát. Í þessari umræðu vakna hins vegar margar spurningar og mikilvægt er fyrir okkur sem fagstétt að opna þá umræðu. Margir eru eflaust feimnir eða óöryggir við að tjá sig í þessari fjölbreyttu kynjaveröld og jafnvel hræddir við að verða uppvísir að rangri orða- eða hugtaka- notkun. Innbyggð hugsun okkar í hefðbundnum tvíkynja heimi er okkur svo töm. Reynslusögur kvenna hafa alltaf skipt ljósmæður miklu máli og þær haft mótandi áhrif á ljósmóðurþekkingu í gegnum aldirnar. Nú þurfum við að víkka sjóndeildarhringinn og vera tilbúin að hlusta á sögur fleiri kynja og bæta þannig við þekk- inguna sem fyrir er og opna umræðuna upp á gátt. Við í ritnefndinni settum okkur í samband við Henrý Stein Leifs- son, sem er faðir fimm ára stúlku og er búsettur á Akureyri þar sem hann vinnur við umönnun aldraðra. Henrý Steinn var í miðju leiðréttingarferli sem transmaður þegar hann komst að því að hann væri barnshafandi, þá 18 ára gamall. Við fengum tækifæri til að hlusta á sögu Henrýs Steins og spyrja hann út í reynslu sína af því að ganga með og fæða barn, föðurhlutverkið og lífið og tilveruna. Þegar við hittum Henrý Stein var hann nýkominn úr legnámi og var að jafna sig eftir þá aðgerð. Við byrjuðum á því að spyrja hann út í unglingsárin og hvenær hann hafi áttað sig á því að hann væri trans? Ég var orðinn 15/16 ára þegar ég fór fyrst að velta trans-hugtak- inu fyrir mér. Í byrjun var ég ekki beinlínis að hugsa um þetta í sambandi við sjálfan mig, heldur fannst mér áhugavert að þetta væri til. Svo allt í einu kviknaði ljós. Ég man stað og stund þegar það kviknaði á perunni og það varð mjög skýrt í hausnum á mér að ég væri ekki kvenkyns. Ég sat í sögutíma, ég var ekkert að fylgj- ast með og svo allt í einu bara - já, þetta er ég! Þetta var eiginlega eins og uppljómun. Það er því alls ekki hægt að segja að ég hafi burðast með þetta alla barnæskuna því ég áttaði mig ekki á hlutunum fyrr en þarna, í sögutímanum. Hins vegar hef ég alltaf átt við erfitt þunglyndi að stríða en fann mikinn mun á mér strax á fyrstu vikunum eftir að ég kom út. Veturinn á eftir var til dæmis fyrsti veturinn frá því að ég varð unglingur sem ég var ekki á geðlyfjum. Hvað tók svo við eftir að þú áttaðir þig á því að þú værir ekki kvenkyns? Ég kem út haustið 2014 og fæ fljótlega eftir það nokkra tíma hjá geðlækni transteymisins. Nokkrum mánuðum síðar var ég kominn með grænt ljós á hormónameðferð og tilbúinn að demba mér í það þegar ég fann að það var eitthvað skrítið í gangi og ég ákvað að taka óléttupróf. Frá því að ég sá þessar tvær línur á prufunni þá fannst mér það merkja að þetta ætti að gerast akkúrat á þessum tíma í lífi mínu, af því að ég var ekki byrjaður á hormónum. Ég var 18 ára þegar ég komst að þessu og 19 ára þegar ég átti hana. Fólk spyr mig oft hvort það hafi ekki verið erfitt að eignast barn svona ungur og geta kannski ekki menntað sig og ferðast en ég verð bara þrjátíu og eitthvað þegar hún verður fullorðin þannig að ég hef nægan tíma. Ég verð ennþá unglingur þá. Mamma studdi mig alveg frá byrjun, hún var sjálf 15 ára þegar hún eignaðist sitt fyrsta barn, þannig að fólk í fjölskyldunni okkar er oft í yngri kantinum þegar það eignast börn. Hvernig var það fyrir þig að vera lagður af stað í kynleið- réttingarferli, verða svo óléttur og þurfa þá óhjákvæmilega að fara í gegnum allar þær „kvenlegu“ breytingar sem verða á líkamanum í því ferli og finna fyrir hormónabreytingum í öfuga átt við það ferli sem þú varst að hefja? Ég var mikið spurður út í þetta og hvernig mér liði andlega á þessum tíma. Í rauninni finnst mér merkilegt í dag að ég hafi ekki verið verr stemmdur á meðgöngunni. Þessar líkamlegu breytingar fóru ekki mikið í mig, því að ég vissi að ég myndi fara seinna í það að aðlaga líkamann minn að því sem ég vildi sjá í speglinum, ég var bara í pásu. Ég var rosalega yfirvegaður í gegnum þetta allt, ég hugsaði: Ég klára þetta fyrst og þá get ég farið í að græja rest. Ég hélt í rauninni í geðheilsuna með því að hugsa stöðugt: það HANN FÆDDI BARN -viðtal við Henrý Stein Leifsson -

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.