Ljósmæðrablaðið - 01.07.2021, Blaðsíða 41
41LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - JÚLÍ 2021
Íslenskar ljósmæður eiga langa sögu um metnaðarfullt og faglegt starf
við barneignarþjónustu og leggja áherslu á að byggja vinnu sína á bestu
fáanlegu þekkingu hverju sinni. Ljósmæðrablaðið vill styðja við starf
ljósmæðra á klínískum vettvangi með því að koma á framfæri þeirri
rannsóknarvinnu sem unnin er af íslenskum ljósmæðrum, einnig þeirri
þekkingu sem birtist á öðrum vettvangi.
Með því móti teljum við að efla megi ljósmæður til dáða og stuðla áfram
að faglegu, gagnreyndu starfi lesenda okkar.
Þrjár íslenskar ljósmæður stunda um þessar mundir doktorsnám í
ljósmóðurfræði, þar sem Edythe Mangindin hefur nú bæst við þær
sem fyrir voru, Ingibjörgu Eiríksdóttur og Emblu Ýr Guðmundsdóttur.
Íslenskar ljósmæður eru sem fyrr öflugar í alþjóðlegu og innlendu
rannsóknarsamstarfi, þar á meðal:
- COST verkefnið Childbirth Cultures, Concerns, and Consequences:
Dr. Helga Gottfreðsdóttir.
- MiMo módelið, umönnun í barneignarferlinu í norrænu samhengi á
forsendum kvenna: Dr. Ólöf Ásta Ólafsdóttir.
- The Nordic Homebirth Study: Dr. Berglind Hálfdánsdóttir og Dr.
Ólöf Ásta Ólafsdóttir.
- Verkefnastyrkur Rannís (styrknúmer 196218-051). Erlendar konur á
Íslandi: útkoma á meðgöngu, í fæðingu og eftir fæðingu og samskipti
þeirra við heilbrigðiskerfið: Dr. Helga Gottfreðsdóttir, Embla Ýr
Guðmundsdóttir og Edythe L. Mangindin.
- COST verkefnið Perinatal Mental Health and Birth-Related Trauma:
Maximising best practice and optimal outcomes (CA18211):
Dr. Sigfríður Inga Karlsdóttir, Dr. Sigríður Sía Jónsdóttir og Dr.
Valgerður Lísa Sigurðardóttir (varafulltrúi).
- Nordic Network of Academic Midwives (NorNAM): Dr. Ólöf Ásta
Ólafsdóttir og Dr. Helga Gottfreðsdóttir.
- Nordic welfare center rannsóknarsamstarfið Use of alcohol and
other substances during pregnancy – in a Nordic perspective: Dr.
Valgerður Lísa Sigurðardóttir.
- INTERSECT - International Survey of Childbirth-Related Trauma:
Dr. Valgerður Lísa Sigurðardóttir og Dr. Emma Marie Swift.
- Verkefnastyrkur Rannís (styrknúmer 218139-051). Áhrifaþættir
neikvæðrar fæðingarupplifunar afhjúpaðir: faraldsfræðileg nálgun:
Dr. Emma Marie Swift, Dr. Helga Gottfreðsdóttir og Dr. Valgerður
Lísa Sigurðardóttir.
- Verkefnastyrkur Rannís (styrknúmer 195900-053). Hagstæðasta
meðgönguvikan fyrir framköllun fæðingar: Erum við á réttri leið?:
Dr. Emma Marie Swift.
- iPOP rannsóknarhópurinn (International Perinatal Outcomes in the
Pandemic Study) um áhrifaþætti fyrirburafæðinga í heimsfaraldri.
Dr. Emma Marie Swift.
Afrakstur rannsóknar- og þróunarverkefnis Twinning up North,
samstarfsverkefnis íslensku og hollensku ljósmæðrafélaganna, fékk
að líta dagsins ljós á síðasta ári á vefsíðunni https://midwives4mothers.
nl/twinning-up-north/. Á síðunni má finna upplýsingar um fjölmörg
áhugaverð verkefni sem ætlað er að efla ljósmæður sem leiðtoga í
umræðunni um eðlilegar fæðingar og stuðla að bættri þekkingarmiðlun til
verðandi foreldra gegnum rafræna miðla.
Um þessar mundir vinnur hópur íslenskra ljósmæðra að því, í samstarfi
við ljósmæður á öðrum Norðurlöndum, að skrifa nýja kennslubók í
ljósmóðurfræði. Bókinni er ætlað að verða kennsluefni í ljósmæðranámi á
Íslandi, í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Ljósmæðrablaðið mun
færa frekari fréttir af nýju kennslubókinni þegar líður að birtingu hennar.
Frá síðasta vori hafa þrjár ritrýndar greinar um rannsóknir íslenskra
ljósmæðra birst í Ljósmæðrablaðinu. Á sama tíma hafa í það minnsta sex
ritrýndar greinar og tveir bókarkaflar um fjölbreyttar rannsóknir íslenskra
ljósmæðra birst á öðrum vettvangi:
Ólöf Ásta Ólafsdóttir ritstýrði fræðilegum hluta í nýrri útgáfu
Ljósmæðratals Ljósmæðrafélagsins, sem út kom árið 2020. Í
Ljósmæðratalinu skrifuðu Ólöf Ásta og félagar bókarkafla um sögu
ljósmæðramenntunar á Íslandi og Helga Gottfreðsdóttir skrifaði kafla
um íslenskar ljósmæðrarannsóknir.
Sigfriður Inga Karlsdottir og samstarfsfélagar í COST verkefninu,
Perinatal Mental Health and Birth-Related Trauma: Maximising best
practice and optimal outcomes (CA18211) birtu í tímaritinu PLoS-One í
júlí 2020 greinina Birth as a neuro-psycho-social event: an integrative
model of maternal experiences and their relation to neurohormonal
events during childbirth. https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/32722725/
Helga Gottfreðsdóttir og félagar birtu í tímaritinu European Journal of
Midwifery í júlí 2020 greinina Models for midwifery care: A mapping
review. https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC7839165/
Emma Marie Swift, Helga Gottfreðsdóttir og félagar birtu í tímaritinu
Wellcome Open Research í febrúar 2021 greinina The international
Perinatal Outcomes in the Pandemic (iPOP) study: protocol.
https://doi.org/10.12688/wellcomeopenres.16507.1
Embla Ýr Guðmundsdóttir, Helga Gottfreðsdóttir, Berglind
Hálfdánsdóttir og félagar birtu í tímaritinu Acta Obstetricia et
Gynecologica Scandinavica í maí 2021 greinina Challenges in migrant
women’s maternity care in a high-income country: A population-
based cohort study of maternal and perinatal outcomes.
https://obgyn.onlinelibrary.wiley.com/doi/10.1111/aogs.14186
Ólöf Ásta Ólafsdóttir og félagar birtu í tímaritinu Women and Birth í
mars 2021 greinina Being in charge in an encounter with extremes.
A survey study on how women experience and work with labour
pain in a Nordic home birth setting. https://pubmed.ncbi.nlm.nih.
gov/32057663/
Emma Marie Swift, Helga Gottfreðsdóttir og félagar birtu í tímaritinu
Women and Birth í júlí 2021 greinina Enhanced Antental Care:
Combining one-to-one and group antenatal care models to increase
childbirth education and address childbirth fear.
https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S187151922030
2742?via%3Dihub
Í því óvanalega ástandi sem ríkt hefur undanfarið ár hafa
íslenskar ljósmæður haldið áfram að sækja ráðstefnur hérlendis og
erlendis, þótt margar þeirra hafi farið fram á rafrænu formi vegna
aðstæðna. Fræðsludagur Ljósmæðrafélagsins var til að mynda
haldinn með rafrænum hætti vorið 2021. Þar voru kynnt spennandi
nýsköpunarverkefni ljósmæðra auk þess sem við fengum sögur
af því hvernig heimsfaraldur Covid-19 hefur haft áhrif á störf
íslenskra ljósmæðra sem starfa í ólíku umhverfi í ýmsum löndum.
Talsverður fjöldi íslenskra ljósmæðra kynnti rannsóknir sínar á Líf- og
heilbrigðisvísindaráðstefnu Háskóla Íslands, sem send var út rafrænt
2. og 3. júní 2021. Íslenskar ljósmæður áttu einnig sína fulltrúa á
alþjóðlegri ráðstefnu ICM, alþjóðasamtaka ljósmæðra, sem haldin var
á rafrænu formi fjóra miðvikudaga í júní 2021. Áætlað er að ljósmæður
muni geta sótt næstu alþjóðaráðstefnu í eigin persónu á Balí árið
2023 og fréttaritarar Ljósmæðrablaðsins hlakka til að vera þar flugur
á vegg. Ljósmæðrablaðið hvetur íslenskar ljósmæður eftir sem áður
til að næra ljósmæðrahjartað með því að sækja innlendar og erlendar
ráðstefnur á ýmsu formi. Til þess má nýta styrki starfsmenntunarsjóðs
og starfsþróunarseturs BHM, sem Ljósmæðrafélagið er aðili að.
Berglind Hálfdánsdóttir
F R É T T I R
YFIRLIT YFIR ÍSLENSKAR
LJÓSMÆÐRARANNSÓKNIR 2020-2021