Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2021, Blaðsíða 29

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2021, Blaðsíða 29
29LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - JÚLÍ 2021 FORNÖFN, KYNTJÁNING OG HINSEGINLEIKI Eitt af því sem gerir rými öruggari fyrir hinsegin fólk er að venja sig á að kynna sig sjálf með fornöfnum þegar man kynnir sig með nafni. Þetta er auðvelt að venja sig á og skiptir miklu máli fyrir hinsegin samfélagið, því það skapar rými fyrir þau sem talað er við að kynna sig líka með fornöfnum. Sjálf kynni ég mig oftast með því að segja „Hæ, ég heiti Sóla og nota fornafnið hún.“ Ef við vitum ekki hver fornöfn einhvers eru þá þurfum við að vera óhrædd við að spyrja viðkomandi að þeim því við viljum öll að við séum ávörpuð rétt. Það að breytingar til hins betra eigi sér stöðugt stað er samfélagsábyrgð. Við þurfum að vinna saman að því að brjóta niður ósýnilegar reglur kynjakerfisins sem setja samasemmerki milli kyntján- ingar og fornafna. Hvað samfélagið flokkar sem kvenlegt annars vegar og karlmannlegt hins vegar er algjörlega háð menningu og hefðum sem hafa breyst og munu breytast meira með tímanum. Kyntjáning er einstaklingsbundin, persónuleg og getur verið síbreytileg. Með henni er hægt að ögra kynjatvíhyggju samfélagsins og öðrum samfé- lagslegum normum. Það að vera hinsegin sjálf finnst mér hafa gefið mér aukið rými til þess að leika mér með eigin kyntjáningu. Kyntjáning fólks er mikilvægur þáttur í því að fólk geti verið það sjálft. Það er skemmtilegt að sjá hvernig hún er notuð til þess að tjá alls konar tísku, persónuleika og menningu. Fólk dregur margar ályktanir út frá kyntjáningu annarra og vegna þeirra ályktana mætir fólk fordómum, bæði jákvæðum og neikvæðum. Kyntjáning kynsegin fólks þarf ekki að vera kvenleg og karl- mannleg til helminga, ekki frekar en að konur þurfi að tjá sig kvenlega. Kyntjáningu er því ekki hægt að nota til að skera úr um hvaða fornöfn einhver notar. Það er þess vegna alltaf gott að reyna að tala kynhlutlaust, líka þegar talað er um ófædda barnið. Að orða hlutina með mjög áþreif- anlegri tvíhyggju skapar ekki rými fyrir intersex börn, sem eru börn sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni. Að auki skapar það ekki rými fyrir trans stelpur, trans stráka og kynsegin börn. HINSEGIN FJÖLSKYLDUR OG ORÐRÆÐA Það er samfélagslegt norm að tala um að börn eigi mömmu og pabba en það á alls ekki við um allar fjölskyldur, bæði hinsegin og óhinsegin fjöl- skyldur. Ég hef þó orðið vör við það undanfarið að fólk tali í auknum mæli um foreldri í stað mömmu og pabba sem er orðræða sem er mikið opnari fyrir því hvernig fjölskyldan er. Ég og makinn minn erum hinsegin par og erum stoltar af því. Hinsegin fjölskyldur eru margs konar þar sem hinseginleiki fólks er allskonar. Til eru samkynja hinsegin pör, gagnkynja hinsegin pör þar sem annar eða báðir einstaklingar eru hinsegin, hinsegin pör þar sem fólk er allskonar hinsegin og hinsegin fjölskyldur þar sem fleiri en tveir einstaklingar eru í sambandinu. Sum hinsegin pör eru í þeirri forréttindastöðu að geta eignast börn án aðstoðar en mörg þeirra geta það ekki. Sum hinsegin pör vilja eignast börn og önnur ekki. Hinsegin fjölskyldur eru margbreytilegar. EN HVAÐ GETUM VIÐ GERT TIL AÐ SÝNA HINSEGIN FJÖLSKYLDUM STUÐNING OG VIRÐINGU? Það er skortur á því að inngilda málefni hinsegin fólks sem og annarra jaðarsettra hópa í allt útgefið efni, einkum sem snýr að meðgöngunni og foreldrahlutverkinu. Ójaðarsett fólk græðir einnig á því að heyra um marg- breytileikann hvort sem það er í tengslum við barneignir eða annað. Hægt er að umorða það efni sem til er svo það verði aðgengilegra og orðalagið meira inngildandi. Það er á ábyrgð hvers og eins að fræða sig um margbreytileika samfé- lagsins og um það hvernig jaðarsett fólk vill láta tala um sig. Við getum ekki gert kröfu á að hinsegin fólk þurfi ávallt að vera tilbúið að fræða öll í kringum sig og leiðrétta þegar þarf. Ójaðarsett fólk verður að geta verið til staðar fyrir jaðarsett fólk og frætt önnur í kringum sig. Gefum öllu jaðar- settu fólki það rými sem það þarf, þar sem það mætir ekki fordómum og getur verið öruggt. Næsti kafli í mínu lífi er án efa spennandi og fullur af stórum verk- efnum; meðgangan, fæðingin og foreldrahlutverkið þar sem við munum þiggja leiðbeiningar þess fagfólks sem verður samferða okkur. Ég vil að það fagfólk beri virðingu fyrir hinseginleika mínum og maka míns. Hvert skref í átt að inngildandi umræðu og fordómalausu samfélagi mun hafa áhrif á mig, fjölskyldu mína og annað jaðarsett fólk. Því er mikilvægt að unnið sé að því stöðugt að bæta stöðu jaðarsetts fólks í samfélaginu svo börnin okkar þurfi ekki að mæta sömu hindrunum og fólk mætir í dag. BRJÓSTAGJÖF Í NÚINU MINDFUL BREASTFEEDING Norræna Brjóstagjafaráðstefnan verður haldin í níunda sinn á Hilton Nordica í Reykjavík 23. og 24. september 2021 M yn d : B ir na B ry nd ís Þ or ke ls d ót ti r nordicbf2021.com

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.