Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2021, Síða 42

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2021, Síða 42
42 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - JÚLÍ 2021 Á hverju ári útnefnir Blaðaljósmyndarafélag Íslands ljósmyndir ársins. Mynd ársins 2020 og myndaseríu á ljósmyndari Landspítala, Þorkell Þorkelsson. Myndirnar voru teknar á kvöldvakt í upphafi covid faraldursins, á deildum A6 og A7 í Fossvogi og þykja myndirnar hafa náð að fanga einstaklega vel ástandið og þann undirtón sem fylgdi störfum á þessum deildum á meðan faraldurinn stóð sem hæðst. Ljósmyndari Landspítala er ljósmæðrum Landspítala af góðu kunnur og kviknaði sú hugmynd hjá ritnefndinni að kynnast honum og störfum hans betur. Það var því einn eftirmiðdag í mars sem undirrituð settist niður með Þorkeli. ÁHUGAMÁL VERÐUR AÐ ATVINNU Hvernig stóð á því að þú gerðist ljósmyndari Landspítala? Hver er þinn ferill áður en það gerist? Ég er búinn að vera ljósmyndari eiginlega síðan ég man eftir mér og byrjaði að taka myndir þegar ég var fjögurra ára með Kodak Instamatic 155 og svo elti það mig í gegnum æskuna og upp unglingsárin. Þegar ég var unglingur þá var ég í Björgunarsveit og myndaði svolítið í kringum það og svo hafði ég, eins og margir ungir menn, næmt auga fyrir kven- legri fegurð og fór að taka tískumyndir svona 18-19 ára. Ég var ráðinn á Morgunblaðið þegar ég var tvítugur og var samhliða tískuljósmyndari þess tíma og fréttaljósmyndari. Ég var á Morgunblað- inu í 21 ár en samhliða því fór ég smám saman að leita meira út í heim af því að ég hef alltaf haft mikinn áhuga á öllu því sem heitir hjálpar- og þróunarstörf. Sem slíkur og sem fréttaljósmyndari þá ferðaðist ég út um allan heim. Mjög mikið um Afríku, Mið-Austurlönd og líka talsvert um Asíu; Suðaustur-Asíu og Norður-Asíu. Seint og síðar meir skellti ég mér svo í mastersnám í ljósmyndun og við vorum úti hjónin í fjögur ár og vorum í fjórum löndum á þeim tíma. Við bjuggum á Spáni fyrst, síðan í Danmörku í smá stund, Írlandi og Bretlandi. Í miðju hruni komum við heim og stofnuðum listagallerý í Borgarnesi, prófuðum það í eitt og hálft ár og ég var í lausamennsku samhliða því. Svo sá ég að það var verið að auglýsa eftir ljósmyndara á spítalanum. Þannig að ég sótti um og endaði hér. SKRÝTNAR ÍÞRÓTTIR ÍRA OG JARÐARFARIR GLÆPAMANNA Á meðan Þorkell bjó og starfaði erlendis tók hann að sér ýmis konar verkefni Ég var að vinna til dæmis fyrir skrifstofu á Írlandi og maður tók náttúrulega bara þau störf sem voru í boði og það var tvennt sem stóð sérstaklega útlendingnum til boða. Það var annars vegar að taka upp verkefni eftir aðra, einhver hafði fengið einhvern ódýran ljósmyndara og það hafði klúðrast eitthvað verkefni; ég fékk mjög oft svoleiðis störf. Síðan voru það skrýtnar íþróttir Íra og enn frekar jarðarfarir glæpa- manna, sem var mjög vel borgað fyrir, en það vildi enginn Íri gera. Hverjir voru að borga fyrir myndir úr jarðarförum glæpamanna? Það voru þá írsku blöðin til að fá fréttir, kannski hafði einhver stór- glæpon verið drepinn, það var verið að jarða hann í dag og þá er frétta- mynd af útförinni. Gjarnan tekið með mjög löngum linsum og svona. Þetta var, eins og ég segi, vel borgað og Írarnir vildu ekki gera þetta því þetta var óþægilegt. Voru þeir hræddir um að fá einhvern á eftir sér? Já, já, sjálfsagt eitthvað svoleiðis og einu sinni komu reyndar einhverjir gaurar sem mér leist ekkert á og spurðu mig hvað ég væri að gera og ég sagði þeim það og bar þeim mínar samúðarkveðjur, að missa félaga sinn og það fór bara ágæt- lega á með mér og þessum glæpa- mönnum í þessu stutta spjalli. LJÓSMYNDARI LANDSPÍTALA Þegar Þorkell hóf störf hjá Landspítalanum þá átti hann von á því að hann væri að fara í frekar þægilegt starf, fínt með einhverju öðru en ekki fullt starf. Svo eru bara breyttir tímar og breyttar áherslur og það kemur í ljós að spítalinn hefur mikinn áhuga á að nýta reynslu mína, sem er að vinna í allskonar almanna- tengslum og fréttum, til þess að gera starfið sýnilegra. Á Landspítala samskiptadeild sem ég vinn með, þannig að utan um þetta starf sem var klínísk ljósmyndun fyrst og fremst er stór hluti af starfinu orðinn alls- konar almannatengsl með innra og ytra kynningarefni spítalans. Hvernig er dagur, eða vinnuvika hjá þér? Vinnuvikan getur verið mjög mismunandi og grunnurinn að starfinu er sem sagt klínísk ljósmyndun. Það er mjög mismunandi á milli deilda hversu mikil þörf er á slíku og mjög dæmigert eru alls konar mynda- tökur fyrir lýtaaðgerðir og myndatökur í ýmis konar aðgerðum eins og ákveðnum tegundum af hjartaaðgerðum. Þá er oft verið að endurnýja kennsluefni og eins vilja læknarnir kannski bara sjá hvernig þetta lítur út og vilja þá fá myndir. Til að eiga þá í sjúkraskrám og skrásetja ákveðna atburði; hvernig er framvindan? Það er nú svona hryggjarstykkið í starf- inu. Svo eru alls konar viðburðir sem eru skrásettir með það að leiðar- ljósi að draga athygli að þeim. Maður reynir að gera fallegar myndir af einhverju sem kannski ekki allir hafa áhuga á. Kannski einhverjum fundum, eitthvað sérhæft. þá er að mynda starfið; starfsfólkið í vinnu sinni. Það þjónar marg- þættum tilgangi. Einn tilgangurinn er að skrásetja starf spítalans, enn einn tilgangurinn er að búa til efni sem getur bæði nýst inn á við og út á við. Sem sagt hvað er verið að gera og í hverju við stöndum okkur vel. Við viljum sýna stjórnvöldum, sýna almenningi, skattborgurum, fjöl- miðlum, með okkar hætti, hvað við erum að gera, sýna okkar góða starf. Loks er það þessi innri markaðssetning þar sem starfsfólk finnur til þess að spítalinn hefur áhuga á því sem það er að gera og það er verið að sýna þeirra starf í góðu ljósi, réttu en góðu ljósi, og kannski verið að hampa því, kannski birta það í myndaalbúmi á facebooksíðu spítalans. Kannski dreifa einhverjum myndum út til fjölmiðlanna og miðla þannig upplýsingum. MYND ÁRSINS 2020 En þessi mynd sem var valin mynd ársins 2020, hvernig varð hún til? Já, þegar covid skellur á þá varð mér náttúrulega ljóst að allt starf spít- alans myndi gjörbreytast á einni nóttu og þarna kviknaði bara á gamla fréttaljósmyndaranum sem sá bara að þarna var atburður í uppsiglingu. V I Ð TA L LJÓSMYND ÁRSINS 2020 - Viðtal við Þorkel Þorkelsson ljósmyndara Þorkell Þorkelsson

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.