Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2021, Side 31

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2021, Side 31
31LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - JÚLÍ 2021 kemur að þessu, þetta er ekki að fara neitt, ég er ekki að missa af neinu, ég er ekki í tímaþröng. Hvernig upplifðir þú fæðinguna þína? Ég var hvattur til þess að láta það koma fram í fæðingaróskum að ég væri trans, að nafnið á pappírunum og í kerfinu væri ekki rétt nafn og hvaða fornöfn ég vildi láta nota. Svo var mamma með mér og hún var alveg með svipuna á lofti. En ég gekk sem sagt heilar 42 vikur en var farinn að bíða við 38 vikur, þannig að þetta var langur mánuður. Ég var settur af stað með stílum og síðan dreypi, fékk mænurótardeyfingu og allt það ferli en eftir sirka 20 klukkustundir af hríðum þá var bara ekkert að frétta og hún eins og korktappi þarna niðri, hún er mjög höfuðstór - mjög höfuðstór - við erum að tala um það að hún er fimm ára í dag og notar hjálm í unglingastærð. Ég fór sem sagt að lokum í keisaraskurð. Þetta var ekki gaman en í sjálfu sér ekkert tengt því hver ég var eða hvernig. Gastu hugsað þér að hafa barnið á brjósti? Já, ég var með hana í einn mánuð á brjósti en fannst það ekki jafn mikill dans á rósum og sumir segja. Ég ræddi við ljósmóð- urina mína um að mér fyndist þetta ótrúlega mikið bras og væri bara að valda mér áhyggjum og pirringi yfir því að þetta væri ekki að ganga eins og ég vildi. Ég ákvað að segja þetta gott en náði þessum mánuði. Hvernig fannst þér heilbrigðisstarfsfólk og kerfið fylgja þér í gegnum meðgönguna og fæðinguna? Ég hefði ekki getað beðið um að þetta færi neitt betur. Það voru allir jákvæðir og tóku þessu satt að segja sem sjálfsögðum hlut. Í fyrstu flakkaði ég á milli ljósmæðra en svo var ein sem fylgdi mér síðasta spöl meðgöngunnar. Hún var alveg frábær og aðstoðaði mig við að koma mér þannig á framfæri innan kerfisins að ég væri ekki að rekast á veggi eða verða fyrir mótstöðu. Læknirinn sem skar mig er líka frábær í alla staði, hann er bæði búinn að skera í legið á mér og svo taka það úr núna um daginn. Hann sendi mér einmitt bækling fyrir legnámið sem var mjög kvenmiðaður. Ég ákvað að senda honum ábendingu um að það ætti eftir að koma fleira transfólk sem skilgreinir sig ekki sem þessi kona sem talað er um í bæklingnum. Hann tók mjög vel í það, afsakaði sig í bak og fyrir og er strax byrjaður að græja þetta. Henrý Steinn með dóttur sinni Védísi Báru Þórisdóttur

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.