Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2021, Blaðsíða 38

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2021, Blaðsíða 38
38 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - JÚLÍ 2021 notuðu leiðbeiningarnar við fræðslu til kvennanna og fannst gott að geta sýnt þeim þar á skematískan máta greiningarferlið og hvað það þýddi. Þeim fannst leiðbeiningarnar nauðsynlegar til að vernda réttindi bæði kvennanna og ljósmæðranna: maður getur bara ekki munað allt og svo eru alltaf að koma inn einhverjar nýjar breytingar. Þær lýstu aftur á móti ákveðnum erfiðleikum við framkvæmdina sem birtist í undirþemunum. Ég hugsa að það grípi allar konur: hugleiðingar um aukið öryggi eða ofgreiningar Fyrsta undirþemað sem greindist var reynsla af mikilli aukningu greininga hjá þeim. Þar tókust á hjá þeim sjónarmið um að þetta væri aukið öryggi, bæði að greina konur fyrr og geta hjálpaði konunum við markvissa lífstílsbreytingar annars vegar og hins vegar að verið væri að ofgreina: Eins og ég upplifði þetta fyrst þegar ég sá þetta þá fannst mér þetta vera eingöngu verið að leita að konum í ofþyngd og að reyna að minnka líkur á þyngdaraukningu á meðgöngu og það er raunverulega ennþá tilfinningin mín. Ég er sjaldnast að greina konur með sykursýki út frá þessum leiðbeiningum. Margar nefndu kosti þess að greina konur fyrr: sem er kannski meira öryggi því maður hefur meiri tíma fyrir sér þannig að konan getur lært á mataræðið og náð stjórninni áður en allt er komið í óefni. Þær töldu að það leiddi til minni þyngdaraukningar, færri þungbura og bættrar líðanar kvennanna: afleiðingin er að við fáum bara konu sem er heilbrigðari á meðgöngunni sinni. Eignast heilbrigðara barn, fæðingin gengur betur, barnið verður ekki eins stórt. Það virtist algengt að þær fengju til sín konur sem greindust með meðgöngusykursýki en mældust aldrei með háan blóðsykur miðað við meðferðargildin. Þá benti ein ljósmóðir sérstaklega á ósamræmið milli greiningar og meðferðargilda sem henni fannst erfitt að réttlæta fyrir sjálfri sér og skjólstæðingum sínum: það er líka skrítið finnst mér að í mælingunum sem við erum að mæla þar sem þarf að mæla sig heima þá einmitt mega þær vera allt upp að 5,9 í fastandi sykri. Þrátt fyrir þetta voru ljósmæðurnar á því að kostirnir vægju þyngra en gallarnir og nokkrar nefndu sérstaklega að stundum gæti það verið kostur að greina konur þar sem það veitti þeim aðhald varðandi mataræði og þyngdaraukningu, jafnvel þó að blóðsykurinn væri ekki raunverulegt vandamál. Ég er bara ein í mínu teymi: reynsla ljósmæðra að hafa ekki bakland á staðnum heldur þurfa að fara fjallabaksleið að hlutunum Annað undirþemað sem kom fram hjá öllum ljósmæðrunum var að ábyrgð á meðgönguvernd kvennanna á staðnum væri öll á þeirra herðum. Þegar komu upp vandamál eins og meðgöngusykursýki upplifðu þær að það væri ekkert bakland á staðnum heldur þyrftu þær annaðhvort að leysa þetta sjálfar eða að leita til áhættumeðgönguverndar LSH eða SAk: Hér vinnur ekki næringarfræðingur, læknar koma almennt ekki mikið að umönnun kvenna á meðgöngunni og setja sig yfirleitt ekki vel inn í málin hvað varðar meðgöngusykursýki. Þótt ljósmæðurnar töluðu um að vera öruggar með mataræðisleiðbeiningar var áberandi í tali þeirra að þær hefðu viljað hafa greiðari aðgang að næringarfræðingum og eina ljósmóðirin sem hafði næringarfræðing á staðnum sagði að hún myndi hiklaust senda konur suður til næringarfræðings ef hún hefði hann ekki. Engin af ljósmæðrunum taldi læknana á staðnum hafa sett sig inn í leiðbeiningarnar um meðgöngusykursýki. Þær nefndu mismunandi ástæður fyrir þessu, allt frá því að: þeir hafa bara nóg. Yfir í þá reynslu að: Maður hefur ekki haft samstarfsfólk sem hefur sama áhugann eða innsýn í hlutina. Ljósmæðurnar höfðu allar þurft að fá utanaðkomandi aðstoð við meðhöndlun meðgöngusykursýki. Þá voru þær oftast að leita til SAk eða LSH. Þær hins vegar upplifðu það mjög ólíkt, óháð því á hvorn staðinn þær leituðu, þar sem sumar upplifðu mjög góð og greið samskipti: Þau eru bara svo öll af vilja gerð, bæði fæðingarlæknarnir og náttúrulega ljósmæðurnar … þegar maður vinnur náttúrulega svona eins og ég vinn að þá bara þarftu að hafa dálítið gott bakland til að hlutirnir gangi. Önnur ljósmóðir sem hafði góða reynslu af aðstoð áhættu- meðgönguverndar bætti við: kannski er maður bara svo vanur því að þurfa að fara fjallabaksleið að hlutunum að manni finnst það minna mál. Boðleiðirnar virðast hins vegar misjafnlega skýrar: Mér er vísað frá áhættumæðraverndinni í ráðleggingar á Göngudeild sykursjúkra en þá bara veit enginn neitt. Já, er hún ólétt, já, bíddu hver ætli sé með það og þú veist, ég hef alveg fengið svona, ég ætla ekki að segja viðmót en þú veist, maður fær, allir næs og svoleiðis en þetta lítur svona út eins og hver á að gera það? Flestar ljósmæðurnar komu inn á að það væri lítill skilningur á álagsaukningunni sem yrði hjá þeim þegar konur væru að greinast með meðgöngusykursýki: það er ekki skilgreind í rauninni þessi aukning sem er í kringum mæðravernd í kringum þessar konur. Þá bentu þær á að þó að þær sinntu allir þjónustu við þessar konur væri kerfið byggt upp í kringum lækna þar sem einföld atriði eins og hjálpartækjabeiðnir færu ekki í gegn öðruvísi en læknar sendu þær. Eins þyrftu þær að fá lækna á staðnum t.d. til að skrifa upp á lyfjameðferð, þó svo þær væru í samskiptum við lækna sem störfuðu í áhættumeðgönguvernd. Þær væru því nokkurs konar milliliðir í læknamiðuðum verkferlum. Sérstaða þess að vinna sem einyrki kom skýrt fram hjá ljósmæðrunum: það er allt annað að starfa sem ljósmóðir útá landi og vera með þessa, þennan hóp af skjólstæðingum þar sem er ekkert bakland. Reynsla ljósmæðra á að vera í sterkum tengslum við skjólstæðingana og samfélagið var áberandi: maður er með þeim frá því jafnvel að lykkjan er tekin úr, er svo í mæðravernd, unga- og smábarna, sko alveg fram á dauðann. Eða eins og önnur orðaði það: Maður veit miklu meira um fólkið oft og leiðbeiningarnar kannski, þú veist, það kom til mín kona. Hún var grönn, það var ekkert sem benti til þess að hún hefði sykursýki, en svo bara vissi ég að allar frænkur hennar höfðu fengið meðgöngusykursýki. Meira álag á konur: reynsla ljósmæðra af auknu andlegu og skipulags álagi hjá konum með meðgöngusykursýki Ljósmæðurnar komu flestar inn á að þetta væri aukið álag á konurnar, bæði andlegt álag og einnig skipulags og fjárhagslegt álag þar sem konur þurftu snemma að fara úr sinni heimabyggð að bíða fæðingar. Þessi reynsla spannaði allt frá því að tala um að þetta væri viss lífsgæðaskerðing í að hafa miklar áhyggjur af andlegri heilsu kvennanna: Konur sem að eru með mikinn kvíða?og þunglyndissögu, mér finnst rosalega erfitt að bæta þessu við, líka af því að þetta er svona alveg á grensunni. Af því að það verður aldrei aðal issjúið á meðgöngunni það verður alltaf annar fókus sem er þá andlega líðanin og hefur miklu, miklu, miklu meiri áhrif á útkomu móður og barns heldur en að sykursýki sem er á einhverri grensu. Fyrir þær konur sem þurftu að sækja þjónustu út fyrir byggðarlagið sitt var það aukið álag: Það kostar helling. Börnin eru í skóla og leikskóla og á að fá einhvern til að passa þau eða á að taka þau með? Ef þau eru tekin með þá eru þau hundleið að hanga heima í einhverri verkalýðsíbúð í Reykjavík og enga vini og ekkert plan. Maðurinn klárar allt sitt frí. Þannig að þetta er ótrúlega leiðinlegt. Ljósmæðurnar vildu reyna að minnka þetta álag með því að veita þeim þjónustu eins lengi og hægt væri en ræddu um að það væri misjafnlega vel séð: þeir vilja stundum fá þær ... fyrir 37 vikur sem mér finnst eiginlega í flestum tilvikum bara óþarfi og veldur rosa langri bið ... ég get náttúrulega verið að taka þessar konur í þú veist mónitor eftir 36 vikur. Þær voru aldrei kynntar: reynsla ljósmæðra á óvissu um túlkun leiðbeininganna Hluti ljósmæðranna talaði um að sakna þess að leiðbeiningarnar hefðu verið kynntar, bæði fyrir þeim og heilsugæslulæknum og flestar ræddu um að vanta meiri upplýsingar: þær voru aldrei kynntar, við bara fengum þetta í hendurnar og áttum bara að byrja að nota það. Ljósmæðurnar nefndu sérstaklega þætti sem þær hefðu viljað ræða frekar svo sem óvissu varðandi meðhöndlun kvenna sem væru á metformíni: það sem hefur pirrað mig er þessi óljósu skil á milli sko, insúlínóháðrar og insulínháðrar með tilliti til þegar konur fara

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.