Ljósmæðrablaðið - 01.07.2021, Blaðsíða 16
16 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - JÚLÍ 2021
R I T R Ý N D F R Æ Ð I G R E I N TENGILIÐUR: thordisgunni@gmail.com
ÚTDRÁTTUR
Bakgrunnur: Joð gegnir mikilvægu hlutverki á meðgöngu fyrir eðli-
legan vöxt, þroska og efnaskipti fósturs. Nýlega greindist joðskortur
í fyrsta skipti á Íslandi og það á meðal barnshafandi kvenna, líklega
vegna minnkaðrar neyslu á fiski og mjólk. Markmið rannsóknar-
innar var að skoða hvers vegna barnshafandi konur neyta ekki lengur
fæðutegunda sem eru mikilvægar uppsprettur joðs.
Aðferð: Um er að ræða megindlega rannsókn með þversniði.
Barnshafandi konur (n=100) svöruðu spurningalista í símavið-
tali þar sem meðal annars var spurt um neyslu á joðríkum fæðu-
tegundum og fæðubótarefnum. Niðurstöðurnar voru bornar saman
við ráðleggingar Embættis landlæknis um neyslu á mjólkurvörum og
fiski. Gögnin voru greind með lýsandi tölfræði og niðurstöður settar
fram með tíðnitölum og hlutföllum.
Niðurstöður: Hlutfall kvenna sem sagðist aldrei neyta mjólk-
urvara var 13% og aðeins 27% þeirra neytti ráðlagðra tveggja
skammta á dag eða meira. Ýmsar skýringar voru gefnar fyrir lítilli
neyslu mjólkurvara, til dæmis sögðust 14% kvenna ekki finnast þær
góðar en 24% gáfu enga skýringu. Hlutfall kvenna sem sagðist aldrei
borða fisk var 9% og einungis 27% borða fisk tvisvar í viku eða
oftar. Ástæður lítillar fiskneyslu voru fjölbreyttar en 10% kvennanna
fannst fiskur ekki góður og 18% gáfu enga skýringu. Einungis 7%
þátttakenda tók fæðubótarefni sem innihélt joð.
Ályktanir: Niðurstöður benda til þess að margvíslegar ástæður
liggi að baki því að konur neyti ekki nóg af joðríkum fæðutegundum
til að fullnægja þörf. Notkun á fæðubótarefnum sem innihalda joð
er sjaldgæf. Mikilvægt er að koma upplýsingum um mikilvægi
joðríkrar fæðu til kvenna í mæðravernd.
Lykilorð: meðganga, mataræði, fiskur, mjólkurvörur, fæðubótar-
efni, joð
ABSTRACT
Background: Iodine plays an important role during pregnancy
for normal growth, development, and the metabolism of the fetus.
Iodine deficiency was recently observed for the first time in Iceland,
among pregnant women, most likely due to lower fish and dairy
consumption when compared to previous studies. The aim of the
study was to examine why pregnant women do not consume food
items that are important sources of iodine.
Method: This was a quantitative cross-sectional study. Pregnant
women (n=100), answered a questionnaire through a telephone
interview, on consumption of fish, dairy and supplements contain-
ing iodine. The results were compared with the Food Based Dietary
Guidelines (FBDG) from the Directorate of Health.
Findings: The percentage of women claiming they never consume
dairy was 13% and only 27% consumed two or more portions a day,
which is in line with the FBDG. Various explanations were given
for not following the guidelines on dairy consumption, e.g. 14% of
the women said they did not like dairy but 24% gave no specific
reason. The percentage of women who said they never consume fish
was 9% and only 27% consume fish two or more times a week.
Various reasons were given for not following the guidelines on fish
consumption but 10% of the women do not like fish while 18% gave
no reason. Only 7% of women took supplements containing iodine.
Conclusions: The findings suggest that there are several different
reasons for low consumption of food items rich in iodine and use of
AF HVERJU NEYTA BARNSHAFANDI KONUR
EKKI HELSTU JOÐGJAFA FÆÐUNNAR?
Berglind Hálfdánsdóttir,
dósent í ljósmóðurfræði við
heilbrigðisvísindasvið HÍ
Þórdís Björg Kristjánsdóttir,
ljósmóðir á heilsugæslunni Firði
Ingibjörg Gunnarsdóttir,
prófessor í næringarfræði við HÍ
og deildarstjóri næringarstofu LSH
WHAT ARE THE MAIN REASONS FOR SUBOPTIMAL IODINE INTAKE OF
PREGNANT WOMEN IN ICELAND?