Lögmannablaðið - 2022, Blaðsíða 9

Lögmannablaðið - 2022, Blaðsíða 9
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 01/22 9 starfandi lögmanna lækkað úr 22% í 21%. Hlutfall kvenna sem starfa sem innanhússlögmenn helst hins vegar óbreytt milli ára og er 28% og 2% kvenna eru hættar störfum. Af þeim 329 konum sem í dag hafa virk málflutningsréttindi eru 266 með réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómstólum og 16 auk þess með réttindi til málflutnings fyrir Landsrétti. Þá hafa 46 konur aflað sér réttinda til málflutnings fyrir Hæstarétti. Loks starfar 1 kona hér á landi á grundvelli erlendra málflutningsréttinda. Karlar í lögmannastétt Alls eru 729 karlar í félaginu. Þar af eru 434 þeirra sjálfstætt starfandi eða 60% en voru 61% árið 2021. Þá starfa 104 eða 14% sem fulltrúar sjálfstætt starfandi lögmanna sem er örlítið hærra hlutfall en á árinu 2021 þegar það var 12%. Fjöldi karla sem starfa sem innanhússlögmenn er 146 eða sem svarar til 20%, sem er sama hlutfall og á síðasta ári. Af innanhússlögmönnum starfa 104 hjá fyrirtækjum eða félagasamtökum og 38 hjá ríki eða sveitarfélögum. Þá eru 47 karlkyns lögmanna hættir störfum sökum aldurs eða veikinda, eða 6%, en var 7% á síðasta ári. Af þeim 729 körlum sem í dag hafa virk málflutningsréttindi eru 432 með réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómstólum og 45 auk þess með réttindi til málflutnings fyrir Landsrétti. Þá hefur 251 karl aflað sér réttinda til málflutnings fyrir Hæstarétti. Ennfremur starfar 1 karl hér á landi á grundvelli erlendra málflutningsréttinda. Aldursamsetning lögmanna Af 1058 lögmönnum eru 614 yngri en 50 ára eða 58% en til samanburðar var hlutfall þessa aldurshóps 60,5% á síðasta ári og 65,5% árið 2016. Lögmannastéttin er því enn að eldast. Breytingarnar eru þó mismiklar eftir kynjum. Þannig eru tiltölulega litlar breytingar merkjanlegar hjá körlum, en hlutfall þeirra sem eru undir 50 ára er nú 54% borið saman við 55,3% á síðasta ári. Hins vegar hefur hlutfall kvenna á sama aldursbili lækkað úr 72,3% í 66,9%. Sé núverandi aldurdreifing félagsmanna skoðuð kemur í ljós að hlutfallslega flestir lögmenn eru á aldrinum 40 – 49 ára eða 30%. Hlutfall lögmanna á aldrinum 30-39 ára kemur þar á eftir með 26% og því næst lögmenn á aldursbilinu 50-59 ára með 11,4%.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.