Lögmannablaðið - 2022, Side 29

Lögmannablaðið - 2022, Side 29
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 01/22 29 dómaframkvæmd sem dómstóllinn hefur þróað hingað til. Samandregið er helsta markmið hins nýja kerfis það að stytta málsmeðferðartíma í áhrifamálum niður í allt að 18 mánuði frá skráningu, en gert er ráð fyrir að það taki MDE 2-4 ár að ná því markmiði. Um er að ræða mikilvæga breytingu á starfsemi dómstólsins og hefur þetta verið helsta forgangsmál núverandi forseta MDE frá því hann tók við embættinu 18. maí 2020. Í öðru lagi mun MDE, í þessu nýja málsmeðferðarkerfi, leggja aukna áherslu á að kveða upp styttri og skorinortari dóma og ákvarðanir í þeim málum sem tekin verða fyrir af nefndum, til að flýta fyrir meðferð þeirra (summary judgments and decisions). Sú einföldun varðar einkum þau mál sem eftir standa, það er að segja mál sem hvorki falla undir forgangsflokka I til III, né teljast til áhrifamála. Hvað varðar þessi eftirstandandi mál verða þau að meginstefnu til tekin fyrir af þriggja dómara nefndum, frekar en af sjö dómara deildum. Hið nýja málsmeðferðarkerfi MDE er ekki til komið af tilviljun. Það er svar dómstólsins við því ákalli aðildarríkjanna sem sett var fram í yfirlýsingu á ráðherrafundi sem haldinn var í Kaupmannahöfn árið 2018. Í þessari yfir- lýsingu undirstrikuðu aðildarríkin mikilvægi þeirrar nálgunar dómstólsins að einbeita sér að kærumálum sem vekja upp mikilvægar spurningar og hafa víðtæk áhrif á mannréttindavernd í hverju ríki. Í yfirlýsingunni var dómstóllinn sömuleiðis hvattur til þess að halda áfram að leita leiða til að takast á við málafjöldann með skýru forgangskerfi, í samráði við aðildarríkin, þar á meðal með því að leysa úr einfaldari málum með skjótvirkari hætti, að teknu tilliti til réttinda málsaðila. Það er nákvæmlega það sem stefnt er að með nýja málsmeðferðarkerfinu. Evrópa gengur um þessar mundir í gegnum breytingar sem eru eflaust þær mestu sem álfan hefur staðið frammi fyrir síðan í seinni heimsstyrjöldinni, hvort heldur litið er til samfélagslegra breytinga eða tæknibreytinga. Á sama tíma horfum við upp á meiri klofning og óeiningu innan aðildarríkjanna heldur en sést hefur lengi. Nú síðast hefur heimsfaraldur COVID-19 bæst við, með öllum þeim nýju vandamálum sem hann hefur haft í för með sér. Leitað er til MDE í sífellt meira mæli til að svara spurningum sem uppi eru í lýðræðislegri umræðu innan aðildarríkja Evrópuráðsins. Á hverju ári rekur spurningar um viðkvæm og mikilvæg málefni á fjörur dómstólsins, sem verður að taka afstöðu til nýstárlegra og iðulega flókinna álitaefna. Frá stofnun evrópska mannréttindakerfisins hefur yfir milljón kærumálum verið vísað til dómstólsins og dómstóllinn hefur kveðið upp ákvarðanir og dóma í yfir 900.000 málum. Þessi mikli fjöldi er vitnisburður um það traust sem borgararnir hafa borið til dómstólsins undanfarin sextíu ár. Fjölgun mála er ekki á undanhaldi og kærendur bíða skjótra svara. Áríðandi er að dómstóllinn geti svarað kallinu innan hæfilegs tíma. Það er helsta markmið MDE fyrir þann áratug tuttugustu og fyrstu aldarinnar sem nú fer í hönd.

x

Lögmannablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.