Lögmannablaðið - 2022, Síða 31

Lögmannablaðið - 2022, Síða 31
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 01/22 31 Undirskriftir Á þessu stigi máls getur einstaklingur kosið að hafa ólöglærðan fyrirsvarsmann og/eða lögmann en það er þó ekki skilyrt. Helstu mistök hvað þetta varðar eru þau að undirskriftir í umboðslið eyðublaðsins eru ekki upprunalegar, heldur ljósritaðar eða skannaðar. Þá er algengt að upplýsingar um fyrirsvarsmenn komi ekki fram á sjálfu kærueyðublaðinu heldur er sérstakt umboðseyðublað látið fylgja kæru. Hvað varðar kærendur sem ekki eru einstaklingar, s.s. samtök eða félög, þá eru algengustu mistökin að fylla ekki út upplýsingar um fyrirsvarsmann kæranda, eins og krafist er, og að sönnunargögn um rétt hans til að fara með málið fyrir hönd kæranda fylgja ekki með kærunni. Ef kærandi kýs að hafa lögmann á þessu stigi málsins eru algengustu mistökin þau sömu og hjá kærendum sem eru einstaklingar, þ.e að undirskriftir í umboðshluta kærueyðublaðsins eru ekki upprunalegar og að upplýsingar um lögmann séu ekki fylltar út á sjálfu eyðublaðinu heldur á sérstöku umboðseyðublaði. Efni kæru Talsverður fjöldi mistaka tengjast þeim hlutum kæru- eyðu blaðsins er varða efni kæru þ.e. málsatvikalýsingu, yfirlýsingu um meint brot á sáttmála og/eða samnings- viðaukum og upplýsingum um að öll tiltæk réttarúrræði í viðkomandi aðildarríki hafi verið tæmd og að kærufrestur til dómstólsins skv. 1. mgr. 35. gr. MSE hafi verið virtur. Helstu mistök sem gerð eru í þessum hlutum kærueyðublaðsins eru að þessir hlutar eru ekki fylltir út, að vísað sé til viðauka við kæruna hvað þessa hluta varðar eða að frásögn hefjist á eyðublaðinu sjálfu og haldi áfram í meðfylgjandi skjali. Þá er og algengt að umbeðin skjöl sem styðja frásögn kæranda eða sýna fram á að réttarúrræði í viðkomandi ríki hafi verið tæmd og kæra hafi verið send innan kærufrests, fylgi ekki með kærunni. Skjalalista þarf að fylla út Í kærueyðublaðinu er farið fram á að gerð sé skrá um öll skjöl sem fylgja kæru til dómstólsins, að skjölin séu læsileg, að þau hafi blaðsíðunúmer og sé raðað í tímaröð. Algeng mistök sem gerð eru hvað þetta varðar er að skjalalistinn er ekki fylltur út, ekki séu sett blaðsíðunúmer og skjölum sé ekki raðað í tímaröð. Þá er algengt að undirskrift á lokablaðsíðu eyðublaðsins sé ekki upprunaleg eins og krafist er. Ef gerð eru mistök við undirbúning kæru og henni vísað frá dómstólnum þá er heimilt að senda nýja gilda kæru, að því gefnu að það sé gert innan kærufrestsins. Það eru algeng mistök að ófullnægjandi kæra sé send aftur til dómstólsins. Þegar kæru er vísað frá vegna formgalla eru engin gögn geymd, öllu er fargað. Það er því ekki nægilegt að senda inn leiðréttingar á þeim mistökum sem gerð voru við undirbúning fyrri kærunnar. Senda þarf inn gilda kæru ásamt öllum viðeigandi fylgiskjölum að nýju. Kærufrestur Algeng mistök við undirbúning kæru er að hún er póstlögð til dómstólsins á síðasta degi kærufrestsins. Ef kæru er svo vísað frá af dómstólnum á þeirri forsendu að hún uppfylli ekki formskilyrði er fresturinn liðinn og ekki tími til að senda inn nýja gilda kæru. Því er mjög mikilvægt að senda kæru til dómstólsins tímanlega, sérstaklega nú þegar kærufrestur hefur verið styttur. Þann 1. febrúar 2022 styttist kærufrestur til dómstólsins í fjóra mánuði í samræmi við 15. viðauka við MSE. Þetta tekur til mála þar sem dagsetning lokaákvörðunar í viðkomandi aðildarríki er 1. febrúar 2022 eða síðar. Ef engin raunhæf úrræði eru til staðar er varða kæruefni telst fjögurra mánaða tímabilið vera frá degi athafnar, atviks eða úrlausnar sem varðar kæruefnið. Hér hefur verið farið yfir helstu kröfur sem gerðar eru til gildrar kæru og algeng mistök við frágang hennar. Yfirferðin er ekki tæmandi um þau skilyrði sem gilda og því er mælt með að lesa ítarlegar leiðbeiningar dómstólsins auk þeirra reglna og laga sem gilda um kærur til dómstólsins, áður en kæra er fyllt út og send dómstólnum.

x

Lögmannablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.