Lögmannablaðið - 2022, Side 35

Lögmannablaðið - 2022, Side 35
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 01/22 35 ÞEGAR MAÐUR NEITAR SÖK ÞÁ HEFUR VERJANDI HANS EKKI FORSENDUR EÐA LEYFI TIL AÐ RENGJA HANN LITIÐ YFIR FARINN VEG: Vesturbæingurinn Kristján Stefánsson er ennþá að praktísera 76 ára gamall. Hann rekur lögmannsstofuna KRST lögmenn á Tryggvagötu ásamt þremur sonum sínum; Stefáni Karli, Páli og Jóni Bjarna en auk þeirra eru þrír löglærðir fulltrúar á stofunni. Þá vinnur Gunnar, fjórði sonurinn, með þeim en hann er lærður mannvirkjajarðfræðingur. Kristján segist svo til hættur að mæta í dómsal en lítur við á skrifstofunni daglega og er með tvö til þrjú mál í gangi hverju sinni. Hvers vegna fórst þú að læra lögfræði? Þetta var nú engin sérstök köllun. Sumarið eftir stúdentspróf var ég í sölumennsku og þurfti að innrita mig í eitthvað nám því það var gefinn skattaafsláttur ef maður var innritaður í háskólann. Ég var staddur úti á landi daginn sem frestur til þess að skrá sig rann út og það var móðir mín sem innritaði mig í lögfræði. Ég var síðan að vinna í Landsbankanum og sinnti síðan ýmsum öðrum störfum með námi; var í sölumennsku, útgáfustarfsemi og auglýsingabransanum. Var námið erfitt? Það er ekki hægt að segja að ég hafi svitnað við lesturinn enda með mörg önnur járn í eldinum. Ég mætti ekki mikið í skólann en ég hafði þó áhuga á eignarétti sem Gaukur Jörundsson kenndi og réttarfari hjá Þór Vilhjálmssyni. Svo kenndi Sigurður Líndal almennu lögfræðina sem var þröskuldurinn sem þurfti að komast yfir. Auðvitað voru allir lærifeðurnir hinir vönduðustu menn en margt í lögfræðinni lærði ég með því að lesa lögin sjálf og dóma.

x

Lögmannablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.