Lögmannablaðið - 2022, Síða 37
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 01/22 37
veginn.“ Mönnum mældist til að þeir hefðu verið í 14 tíma
að aka frá Grundarfirði til Andakílshreppsins í Borgarfirði.
Í öðru máli fyrir héraðsdómi gerðist það að drengur var
ákærður fyrir það eitt að hafa ekið bifreið sinni of hratt.
Dómari spurði hvort ekki ætti að gera sátt um málið. Ég taldi
það ákjósanlegt og útskýrði hvað í því fælist fyrir drengnum
sem svaraði: „Ég fellst á þetta fyrst ég var ekki látinn blása.“
Dr. Gunnlaugur Þórðarson hringdi stundum í mig til að
leita ráða í sakamálum. Eitt sinn var hann að verja mann
í ljótu máli og átti erfitt með að finna honum eitthvað til
málsbóta. Ég sagði honum að hann gæti talað um erfitt
uppeldi eða brugðið fyrir sig það sem kalla má „neyðarvörn
lögmannsins“. Hún gengur út á það að leggja til þyngstu
refsingu, ákærði eigi engar varnir og ganga þannig fram,
að dómari fari þá sjálfur að leita að einhverjum málsbótum
manninum til varnar. Ef menn lenda í öngstræti er rétt að
gera það að vandamáli dómarans. Ég veit nú ekki hvort
Doktorinn fylgdi þessu ráði.
Einu sinni átti ég að mæta Haraldi Blöndal í dómi en hann
leigði aðstöðu hjá okkur Hilmari. Haraldur var hins vegar
ekki mættur og dómarinn orðinn óþolinmóður. Mér fannst
ég verða að gera eitthvað svo ég sagði dómara að ég hefði
verið búinn að steingleyma því að Haraldur væri veikur.
Dómarinn var ekki fyrr búinn að taka það til greina þegar
Haraldur birtist í dyrunum. Nú voru góð ráð dýr svo ég
sagði við hann: „Ertu ekki ennþá veikur?“ Hann var fljótur
að átta sig á stöðunni og byrjaði að hósta eitthvað áður en
hann játaði því.
Einu sinni vorum við Hilmar Ingimundarson mættir
saman til lögreglunnar í Reykjavík. Þar átti að yfirheyra
skjólstæðinga okkar. Hilmar lagði bílnum inni í bílaportið
bak við lögreglustöðina. Þar bar að ungan lögreglumann,
sem vildi okkur á brott, stæðin væru aðeins fyrir lögreglu
og starfsmenn embættisins. Hilmar svaraði því til að þetta
vissum við. Hann bætti svo við „ef þú þekkir okkur hins
vegar ekki, þá hef ég réttmætar efasemdir um að þú sért
lögreglumaður“.
Að lokum, er lögfræði meira áhugamál eða lífsstíll heldur en starf?
Ja, þetta byrjar sem starf en verður að lífstíl.
Eyrún Ingadóttir