Lögmannablaðið - 2021, Blaðsíða 22
22 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/21
TILLÖGUR AÐ BREYTINGUM Á
CODEX ETHICUS
Föstudaginn 21. maí síðastliðinn fór fram félagsfundur í Lögmannafélaginu þar sem kynntar
voru tillögur siðareglunefndar félagsins sem hafa verið í vinnslu frá árinu 2016. Nefndinni
var falið að yfirfæra reglurnar frá grunni, m.a. með reglur CCBE til hliðsjónar, og koma
nýjum og heildstæðum ákvæðum um nokkur mikilvæg atriði inn sem snúa að þagnarskyldu,
lögmannsþóknun, hagsmunaárekstrum og endurmenntun svo dæmi sé tekið.
Tillögurnar voru sendar til félagsmanna fyrir fundinn en Óttar Pálsson formaður
siðareglunefndar, fylgdi þeim úr hlaði. Auk hans komu Viðar Lúðvíksson, Ásgerður
Ragnarsdóttir, Eva Halldórsdóttir og Gizur Bergsteinsson að gerð tillagnanna. Þess má geta
að fundartími þótti óheppilegur svo skömmu fyrir hvítasunnu og því var ákveðið að fresta
atkvæðagreiðslu um tillögurnar. Hér á eftir verður fjallað um tillögurnar ásamt þeim
athugasemdum sem fram komu á fundinum.
Óttar Pálsson fylgdi tillögum siðareglunefndar úr hlaði en Kristín Edwald stýrði fundi af röggsemi.