Lögmannablaðið - 2021, Qupperneq 24
24 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 02/21
skjólstæðing, árangurs, þess tíma sem krafist er að varið
sé í mál af hálfu lögmanns, sérhæfingar hans og þeirrar
ábyrgðar sem starfanum fylgir. Einnig er kveðið á um að
lögmanni sé heimilt að áskilja sér þóknun í hlutfalli við
fjárhagslegan ávinning af málarekstri í samræmi við ákvæði
í 24. lögmannalaga, að lögmaður skuli upplýsa skjólstæðing
sinn á hvaða grundvelli þóknun er reiknuð og gera honum
grein fyrir hver kostnaður af máli gæti orðið í heild sinni. Þá
er lögmanni óheimilt að krefjast fyrirframgreiðslu umfram
það sem ætla má að verði hæfileg þóknun vegna starfans.
Í núgildandi siðareglum fjallar 1. mgr. 10. gr. ekki um
þóknun, eins og hinar greinarnar sem á eftir koma, heldur
um skyldu lögmanna til að gefa skjólstæðingum hlutlægt
mat á málum. Í athugasemdum Marteins Mássonar um
efnið taldi hann óheppilegt að fella ákvæðið alfarið úr
siðareglunum og lagði til að það yrði fært undir 8. gr.
Óttar upplýsti að komið hafi til álita að halda þessu ákvæði
inni: „… en niðurstaðan var sú að það, að lögmaður
gefi skjólstæðingi hlutlægt álit, sé ekki skylda sem þjóni
tilgangi í siðareglum. Lögmanni ber að gæta þagmælsku
og trúmennsku við skjólstæðing og sinna starfi af einurð,
svo það þjónar engum sjálfstæðum tilgangi að hafa hlutlægt
álit í reglunum,“ sagði hann. Marteinn var ósammála og
sagði þetta mikilvægt ákvæði.
Hagsmunaárekstrar
Bann við hagsmunaárekstrum í störfum lögmanna er
nátengt trúnaðar- og þagnarskyldu þeirra og jafnframt kröfu
um sjálfstæði lögmannastéttarinnar. Bannið er mikilvæg
forsenda þess að nægilegt traust geti ríkt milli lögmanns og
skjólstæðings en með tillögu siðareglunefndar er einkum
leitast við að útfæra hvað felst í þessu banni, lögmönnum
til leiðbeiningar. Lögmaður skal til dæmis ekki fara með
hagsmuni skjólstæðings ef hagsmunir þeirra rekast á eða
hagsmunir skjólstæðings fer í bága við trúnaðarskyldu hans
gagnvart fyrrverandi skjólstæðingi.
Þá er lagt til að reglan meini ekki lögmanni/lögmannsstofu
að sinna störfum fyrir tvo eða fleiri skjólstæðinga þótt
hagsmunir kunni að rekast á í einhverju tilliti, s.s. vegna
samkeppni þeirra á milli. Í slíkum tilvikum er í ákvæðinu
gerður áskilnaður um að lögmaður afli upplýsts samþykkis
málsaðila þrátt fyrir árekstur hagsmuna.
Marteinn kallaði eftir upplýsingum um hverra hagsmuna
verið væri að gæta með því að leggja til þessar breytingar
á 11. gr. Velti hann því upp hvaða hagsmunir kölluðu
á þessa grundvallarbreytingu á skyldum lögmanna
gagnvart skjólstæðingum sínum og kvaðst uggandi vegna
undantekningar í 4. mgr. tillagnanna sem heimila lögmanni
að gæta hagsmuna tveggja eða fleiri skjólstæðinga: „Ég óttast
að verið sé að opna fyrir mörg vandamál og álitaefni sem
upp geta komið í samskiptum lögmanna við skjólstæðinga.
Hvað þarf lögmaðurinn að upplýsa skjólstæðinginn um
svo hann samþykki að hann gæti hagsmuna gagnaðila?,“
spurði Marteinn og taldi vandmeðfarið að tryggja að
skjólstæðingar fengju fullnægjandi upplýsingar til að geta
Sú grein siðareglna varðandi þóknun sem lagt er til að
breyta:
10. gr. [1] Lögmaður skal ætíð gefa skjólstæðingi
hlutlægt álit á málum hans. [2] Lögmanni ber að gera
skjólstæðingi grein fyrir áætluðum verkkostnaði og öðrum
málskostnaði eftir föngum, og vekja athygli hans, ef ætla
má, að kostnaður verði hár að tiltölu við þá hagsmuni,
sem í húfi eru. Lögmanni ber að gera skjólstæðingi
grein fyrir á hvaða grundvelli þóknunin er reiknuð. [3]
Lögmanni ber að leita samþykkis skjólstæðings, ef fela
þarf mál hans öðrum lögmanni. Sama gildir að jafnaði,
ef leita þarf annarrar sérfræðiaðstoðar, svo sem mats
eða skoðunarmanna, ef verulegur kostnaður er því
samfara. [4] Lögmanni ber að vekja athygli skjólstæðings
á möguleika á gjafsóknarheimild eða annarri opinberri
réttaraðstoð þar sem það á við.
- Í stað 1. og 2. mgr. er lagt til að komi fimm nýjar
málsgreinar:
[1] Lögmanni er rétt að áskilja sér hæfilega þóknun fyrir
störf sín. Við mat á því hvað telst hæfileg þóknun er m.a.
heimilt að líta til umfangs og eðlis máls, undirliggjandi
hagsmuna, þýðingar fyrir skjólstæðing, árangurs, þess
tíma sem krafist er að varið sé í mál af hálfu lögmannsins,
sérhæfingar hans og þeirrar ábyrgðar sem starfanum
fylgir. [2] Lögmanni er heimilt að áskilja sér þóknun í
hlutfalli við fjárhagslegan ávinning af málarekstri. [3]
Lögmaður skal upplýsa skjólstæðing sinn um á hvaða
grundvelli þóknun er reiknuð. [4] Lögmaður skal leitast
við að gera skjólstæðingi sínum grein fyrir hver kostnaður
af máli gæti orðið í heild sinni. [5] Lögmanni er óheimilt
að krefjast fyrirframgreiðslu úr hendi skjólstæðings síns
umfram það sem ætla má að verði hæfileg þóknun vegna
starfans.
- Þá er lagt til að orðin „að jafnaði“ falli brott úr 2. málsl.
3. mgr. sem verður 6. mgr. og orðast svo:
[6] Sama gildir ef leita þarf annarrar sérfræðiaðstoðar, svo
sem mats- eða skoðunarmanna, ef verulegur kostnaður
er því samfara.
Þá er lagt til að orðið „opinberri“ falli brott úr 4. mgr.
sem verður 7. mgr.