Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 2022, Blaðsíða 4

Sjómannadagsblaðið - 2022, Blaðsíða 4
4 S J ó m a n n a d a G S b L a ð i ð j ú n í 2 0 2 2 Sjómannadagurinn er ár- legur hátíðisdagur og hef- ur verið það í tæplega 90 ár. Hann er skemmtilegur á ýmsa kanta en engu að síður langt í frá upp á punt, heldur stöðug áminning um þátt sjómennskunnar í afkomu þjóðarinnar. Dagurinn hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem álíka fastur punktur í tilverunni og fullveldisdagurinn, þjóðhátíðardagurinn og baráttudag- ur verkalýðsins. Með mismunandi mikilli beinni og óbeinni þátttöku sameinast þjóðin í virðingarvotti við tilefni dagsins. Hún er meðvituð um það hvernig sjómennskan hefur um aldir, og reyndar allt frá landnámi víkinganna forðum, dregið mikil- vægustu lífsbjörg þjóðarinnar í bú. Ímynd sjómennskunnar frá ár- dögum hennar við Íslandsstrendur er samofin innsæi og glöggskyggni formanna áhafnanna, kjarki, áræðni og hreysti bátsverja, kær- komnum árangri í veiðiskapnum en því miður líka stórum fórnum þegar óveðursský hrönnuðust óvænt upp með hörmulegum afleiðingum. Þessarar löngu sögu stöðugrar sókn- ar á gjöful en viðsjárverð fiskimið við Íslandsstrendur minnumst við á þessum degi. Um leið þökkum við sjómönnum líðandi stundar fyrir það hvernig þeir halda enn á þessu fjöreggi þjóðarinnar af sömu elju og útsjónarsemi og áður fyrr. Frá þessum árdögum íslenskrar sjómennsku hefur mikið vatn runnið til sjávar. Byltingarkenndar framfarir í skipakosti, tækni, aðbún- aði, öryggisþáttum um borð, tækni- væddum fyrirsjáanleika í veðurhorfum o.m.fl. valda því að daglegar áskoranir og aðsteðjandi hættur umfram fjölmargar aðrar atvinnugreinar heyra nán- ast sögunni til. Margt fleira hefur orðið til þess að auka öryggi sjómanna, fækka vinnuslysum og bjarga mannslífum. Þar hefur Slysavarnaskóli sjómanna, sem stofnaður var af Slysavarna- félagi Íslands sem síðar sameinað- ist Landsbjörg, lyft grettistaki á undanförnum áratugum. Námskeið um öryggis- og björgunarmál eru haldin reglulega á öllum helstu útgerðarstöðum landsins auk þess sem Slysavarnaskólinn annast ör- yggis- og slysavarnafræðslu fyrir alla nemendur í skipstjórnar- og vél- stjórnarnámi. Af framangreindum ástæðum hafa öryggisþættir sjósóknarinnar gjörbreyst. Það er vel. Það sem hef- ur hins vegar ekki breyst, og mun væntanlega seint eða aldrei gerast, er að enn eru sjómenn í aðalhlut- verki þeirrar verðmætasköpunar sem Íslendingar sækja í auðlindir hafsins. Án bátsmanna, háseta, skipstjóra, stýrimanna, vélstjóra og síðast en ekki síst kokkanna, sem oft eru reyndar einnig í hlutverki sálgæslumanna á borð við barþjóna, rakara og leigubílstjóra, kæmi ein- faldlega engin branda úr sjó. Það væri mikil synd, þegar við eigum í 200 mílna landhelgi okkar ein allra gjöfulustu fiskimið Norður-Atlants- hafsins og höfum einfaldlega heims- borgaralega skyldu til þess að nýta þau til fullnustu. Enda þótt við höfum að mörgu leyti umgengist þessa gjöfulu en vandmeðförnu auðlind á undan- förnum áratugum af tillitssemi við lífríki sjávar með sjálfbærni fisk- veiðanna að leiðarljósi er langt í frá að hægt sé að líta á auðæfi hafsins í kringum landið sem einhvers kon- ar eilífðarvél. Slík maskína hefur reyndar ekki enn verið fundin upp. Það steðja að lífinu í sjónum ýmsar hættur og um leið þeim stóra hluta sjómannastéttarinnar sem sækir sjó- inn til þess að færa björg í bú. Fiskveiðistjórnunarkerfi okkar Íslendinga hefur fyrir löngu sannað ágæti sitt bæði hvað varðar sjálf- bærni veiðanna og afkomu útgerðar- innar. Fyrir vikið skilar sjávarútveg- urinn landsmönnum miklum tekjum á sama tíma og sjósókn víðast hvar um heiminn er studd umtalsverðum ríkisstyrkjum. Við getum því verið hreykin af stöðu mála enda þótt af- gjaldið fyrir aðgang að sameiginlegri auðlind þjóðarinnar orki tvímælis, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Deilurnar um það fyrirkomulag eru ekki á borði sjómanna. Þar hafa þeir enga aðkomu og bera enn síður ábyrgð á þeirri stöðu sem við blasir. Sú mikla gjá sem myndast hefur á milli þeirra sem eiga auðlindina og hinna sem nýta hana er súr veruleiki. Vonandi er að varanleg þjóðarsátt muni nást fyrr en síðar um reglu- verkið í kringum sjávarútveginn. Það er sameiginlegt hagsmuna- mál sjómanna, þjóðarinnar og í raun heimsbyggðarinnar allrar að slegin verði skjaldborg um auðlind- ir hafsins. Í þeim efnum er í mörg horn að líta enda þótt súrnun sjávar, væntanlega sem afleiðing hlýnunar jarðar, beri þar hæst. Plastmengun í hafinu, blýmengun, alls kyns önnur mengun þungmálma og úrgangs o.m.fl. ógnar afkomu okkar og um leið fæðuöflun mannkyns. Eitt af verkefnum sjómannadagsins, jafn- vel þó að hann sé gleðiríkur hátíðis- dagur, er að auka meðvitund þjóðar- innar gagnvart mikilvægi þess að standa með öllum tiltækum ráðum vörð um þessa gjöfulu auðlind sem náttúran hefur fært okkur. Í þeirri varðstöðu bera stjórnvöld mikla ábyrgð. Í gegnum alþjóðlegt samstarf sitt annars vegar og stýr- ingu á sértækum aðgerðum innan- lands hins vegar verða þau ávallt í aðalhlutverki þeirra aðgerða sem unnt er að grípa til. Útgerðin þarf að vera fús til samstarfs, enda eru hags- munir hennar til lengri tíma litið afar miklir. Sjómenn leggja síðan sitt af mörkum með því að kappkosta eins vistvæn vinnubrögð og frekast er unnt. Með framlagi þeirra sannast reglan um að margt smátt geri eitt stórt. Með samhentu átaki þessara þriggja aðila, og órofa samstöðu þjóðarinnar að baki þeim, sannast vonandi líka hið fornkveðna um að margar hendur vinni létt verk. Átökin í Úkraínu, ásamt verð- hækkunum og mögulegum vöru- skorti í kjölfar þeirra, eru enn ein áminningin um það hve mikilvægt það er að við hugum að sjálfbærni í matvælaframleiðslu okkar eins og kostur er. Óþarft mun að fjölyrða um mikilvægi sjávarútvegsins í þeim efnum. Enn leiðir það hugann að þætti íslenskra sjómanna, sem seint verður ofmetinn sem lykilatriði í lífsviðurværi og afkomu íslenskrar þjóðar. Aríel Pétursson, formaður Sjómannadagsráðs Sjómannadagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur frá því árið 1938. Til hans var stofnað af sjómanna- félögum sem vildu tileinka einn dag þeirri stétt sem vann „erfiðustu og hættulegustu störfin,“ eins og sagði í umfjöllun Alþýðublaðsins um fyrsta sjómannadaginn. Þannig má segja að rætur sjómannadags- ins liggi í sjónarmiðum um réttlæti. Samtakamáttur sjómanna varð til þess að vökulögin voru sett, sem tryggðu sex tíma hvíld – en áður höfðu sjómenn unnið dögum saman án hvíldar, með auknum líkum á slysum. Þó að vinnuslys hjá sjómönnum séu enn tíð, borið saman við aðrar stéttir, hefur náðst mikill árangur í að fækka banaslys- um til sjós með betri þjálfun sjó- manna, öruggari skipum og bættum fjarskiptum. Til þess að skilja ís- lenskt samfélag í dag er nauðsynlegt að skilja sögu og þróun sjávarútvegs síð- ustu áratugina. Greinin á sér djúpar rætur í atvinnu- sögu landsins og um langt árabil var vægi sjávarútvegs í lífskjörum landsmanna langtum meira en allra annarra greina til samans. Í dag hafa fleiri stoðir bæst við, en sjávarútvegurinn heldur áfram að leika lykilhlutverk. Þetta hefði ekki verið hægt án þess að komið hefði verið á kerfi sem tryggði sjálfbærar veiðar. Við veiðum í dag lægra hlutfall af stofninum en við gerðum fyrir 20 árum þrátt fyrir að aflinn sé meiri í tonnum talið. Það var ekki sjálfgefið að þetta tækist, enda kostaði það fórnir. Þær fórnir voru ekki síst samfélagslegar. Aflinn minnkaði árum saman. Til þess að halda úti heilsársstörfum og auka hagkvæmni var veiðiheim- ildum þjappað saman og útgerðir færðust úr einu plássi í annað. Hluti af þessari þróun snerist um tæknibreytingar sem voru og eru óumflýjanlegar. Vélin leysir mannshöndina af hólmi og við það hækkar ráin; meira magn þarf til þess að vinnslan eða skipið sé hagkvæmt. Þennan samfélagslega kostnað er mikilvægt að horfast í augu við, kostnað sem snýst um réttlæti. Í gegnum tíðina hafa stjórnmála- menn sett á fót ýmsar nefndir til að koma á meiri sátt í málefnum sjávarútvegsins. Ég vil draga lær- dóm af þessum fjölmörgu atrenn- um og hef því sett af stað nefndir sem ber að taka á þeim fjölmörgu réttlætissjónarmiðum sem þarf að taka tillit til, til að ná meiri sátt. Sjónarmiðum tengdum réttlátari og gagnsærri ferlum fyrir ákvarð- anatöku, réttlátum leikreglum um eignarhald og dreifingu á hagnaði, svo ekki sé talað um fiskverð. Á réttu fiskverði byggja réttlát kjör sjómanna. Með aukinni samfélagslegri sátt verður sjávarútvegurinn betur í stakk búinn til þess að grípa þau tækifæri sem fyrir hendi eru til framfara. Áskoranir sjávarút- vegs 21. aldarinnar eru fjölmargar en tækifærin enn fleiri. Það eru sóknarfæri í aukinni verðmæta- sköpun, fullvinnslu, markaðs- málum, nýsköpun og náttúru- verndar- og loftslagsmálum. Það er mikilvægt fyrir þjóðarsálina en ekki síður fyrir sjómenn og þau sem vinna í greininni. Sjómenn eru og eiga að vera stoltir af framlagi sínu til þjóðarbúskaparins. Til þess er fullt tilefni. Ég óska sjómönnum og fjölskyld- um þeirra farsældar í dag sem og alla aðra daga. Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra. Farsæld til framtíðar felst í sátt Hátíð án punts Um Sjómannadagsráð höfuðborgarsvæðisins aðildarfélög Sjómannadagsráðs Að Sjómannadagsráði höfuðborgarsvæðisins standa eftirtalin stéttarfélög sjómanna: » Félag skipstjórnarmanna, Félag vélstjóra og málmtæknimanna og Sjómannafélag íslands. Tilgangur og markmið Sjómannadagsráðs eru m.a.: » Að efla samhug meðal sjómanna og hinna ýmsu starfsgreina sjómannastéttarinnar og vinna að nánu samstarfi þeirra. » Að heiðra minningu látinna sjómanna og sérstaklega þeirra sem látið hafa líf sitt vegna slysfara í starfi. » Að kynna þjóðinni áhættusöm störf sjómannsins og hin mikilvægu störf sjómannastéttarinnar í þágu þjóðfélagsins. » Að beita sér fyrir menningarmálum er sjómannastéttina varða og vinna að velferðar- og öryggismálum hennar. » Að afla fjár til þess að reisa og reka dvalarheimili, hjúkrunarheimili, vistunar- og endurhæfingaraðstöðu, íbúðir og leiguíbúðir, einkum fyrir aldraða sjómenn og sjómannsekkjur. » Að stuðla að byggingu og rekstri orlofshúsa, sumardvalarheimila og alhliða orlofsstarfsemi fyrir sjómenn, fjölskyldur þeirra og starfsmenn samtaka þeirra. » Að beita áhrifum sínum á stjórnvöld til setningar löggjafar til styrktar framgangi markmiða Sjómannadagsráðs. » Sjómannadagsráð rekur átta Hrafnistuheimili í fimm sveitarfélögum sem veita um 800 íslendingum öldrunarþjónustu. Auk þess rekur félagið leiguíbúðir naustavarar ehf. í þremur sveitarfélögum, sem veita meira en 300 öldruðum búsetu á eigin vegum, sem studd er með samstarfi við Hrafnistu. Þá rekur félagið einnig Happdrætti DAS sem styður við uppbyggingu öldrunarþjónustunnar, ásamt Laugarásbíói og sumarhúsasvæði í Hraunborgum Grímsnesi. Stjórn Sjómannadagsráðs höfuðborgarsvæðisins skipa: » Aríel Pétursson formaður, Félagi skipstjórnarmanna. » Árni Sverrisson varaformaður, Félagi skipstjórnarmanna. » jónas Garðarsson gjaldkeri, Sjómannafélagi íslands. » Oddur Magnússon varagjaldkeri, Sjómannafélagi íslands. » Sigurður Ólafsson ritari, Félagi vélstjóra og málmtæknimanna. Ljósmynd á forsíðu: Hreinn Magnússon útgefandi: Sjómannadagsráð, Hrafnistu, Laugarási, 104 Reykjavík. Framkvæmdastjóri Sjómannadagsráðs: Sigurður Garðarsson. ritnefnd: Björn Finnbogason, Hjálmar Baldursson og Vilbergur Magni Óskarsson. umsjón: KOM ehf., kynning og markaður. ritstjóri: Óli Kristján Ármannsson Höfundar efnis: Bolli Valgarðsson, Stefán Óli jónsson og Óli Kristján Ármannsson Ljósmyndir: Hreinn Magnússon, nema annars sé getið. Sala auglýsinga: Birna Sigurðardóttir, bsig@bsig.is Prentvinnsla: ísafold upplag: 10.000 eintök með markvissri dreifingu á valda staði á höfuðborgarsvæðinu, auk dreifingar á hátíðarsvæði sjómannadagsins, auk víðtækrar rafrænnar dreifingar. 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.