Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 2022, Qupperneq 26

Sjómannadagsblaðið - 2022, Qupperneq 26
Í lok síðasta árs endurheimtu Hollvinasamtökin gamla kallmerki Óðins, TFRA, og í kjölfarið fékkst fjarskiptaleyfi hjá Fjarskiptastofu. Nú hefur Sam- göngustofa, í góðu samstarfi við sjálfboðaliða sem starfa um borð í Óðni, unnið að undirbúningi að útgáfu nýs haffærisskírteinis fyrir skipið og verður því væntanlega ekkert því til fyrirstöðu að sigla skipinu úr höfn.  Óðinn vakinn til lífs á ný  Guðmundur Hallvarðsson, formað- ur Hollvinasamtaka Óðins, segir að undanfarin ári hafi traustur hópur félagsmanna í samtökun- um, m.a. fyrrverandi starfsmenn Landhelgisgæslunnar, þar á meðal í áhöfn Óðins, unnið hörðum hönd- um að því að vekja skipið til lífs aftur, ef svo má segja, með því að yfirfara allan búnað og tæki í brú, loftskeytaklefa og áhafnarrýmum auk allra tækja og stýringa sem tilheyra vélarrúminu, þar á meðal aðalvélar og ljósavélar, svo örfá dæmi séu nefnd af þúsund atriðum á löngum gátlista atriða sem hefur þurft að yfirfara og laga til að koma skipinu á ný í haffært ástand. Mikil vinna liggur að baki  „Þetta hefur verið gríðarlegt ver- kefni og margir hafa lagt lóð á vogarskálarnar til að það mætti takast, bæði einstaklingar og fyrirtæki sem greitt hafa ýmsan kostnað og líka lánað mannskap til ýmissa sérhæfðra verkefna. Þeirra á meðal er Egill Þórðarson, fyrrver- andi loftskeytamaður og varðstjóri í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, sem starfar núna sem sjálfboða- liði um borð í Óðni og hefur unnið ötullega að því að yfirfara og laga ýmsan búnað um borð í skipinu. Þegar átti að yfirfara siglingaljósin í mastrinu í stafni skipsins kom í ljós að mastrið var svo haugryðgað að ekkert vit var í að ráðast í lag- færingar, heldur yrði að láta smíða nýtt mastur,“ segir Guðmundur. Nýja mastrið tákn um djúpa vináttu  Var í kjölfarið gerð nákvæm smíðalýsing og í kjölfarið óskað verðtilboða hér innanlands og í Póllandi. „Þá datt Agli Þórðarsyni í hug að senda smíðalýsinguna til Japan, nánar tiltekið til forstjóra skipasmíðastöðvarinnar Mirai þar í landi, Takeyoshi Kidoura, sem Egill þekkir vel. Kidoura svaraði um hæl að stöðin skyldi smíða mastrið og færa okkur að gjöf sem þakklætisvott fyrir aðstoð Íslendinga við Japani sem áttu um sárt að binda í borgunum Miyako og Kesennuma á norðausturströnd landsins eftir stórfelldar flóðbylgj- ur sem gengu þar á land í kjölfar jarðskjálfta í mars 2011 og lögðu byggðir í rúst á fjögur hundruð kílómetra löngu belti meðfram ströndinni sem leiddi m.a. til kjarn- orkuslyss,“ segir Guðmundur. Það má því segja að nýja mastrið á Óðni sé fallegt tákn um góða vináttu Íslendinga og Japana sem birtist í hjálparátaki landsmanna við fólkið á hamfarasvæðunum og enn frem- ur í þeim þakklætisvotti Japana sem birtist í þeirri gjöf sem nýja mastrið á Óðni er. Fékk nýtt siglingaljósamastur frá Japan Óðinn siglir um sjómannadagshelgina:  nýtt siglingaljósamastur var sett upp í varðskipinu óðni í fyrrasumar eftir að góð gjöf frá Japan barst til landsins. unnið hefur verið að því hörðum höndum undanfarna mánuði að gera óðin haffæran á ný og meðal skilyrða var að skipt yrði um mastrið, enda var upphaflega mastrið orðið mjög illa farið af ryði. Þetta hefur verið gríðarlegt verkefni og margir hafa lagt lóð á vogarskálarnar til að það mætti takast, bæði einstaklingar og fyrirtæki sem greitt hafa ýmsan kostnað og líka lánað mannskap til ýmissa sérhæfðra verkefna. guðmundur Hallvarðsson formaður Hollvinasamtaka óðins og Egill Þórðarson loftskeytamaður við nýja mastrið. Egill talar japönsku og sendi utan bréf um tilboð í smíði mastursins. 26 S J ó m a n n a d a G S b L a ð i ð j ú n í 2 0 2 2

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.